Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2018 18:15 Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í ágúst. Yfir 20 ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum en forstjóri spítalans hvetur samningsaðila til að ná sáttum. vísir/vilhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. Enn á ný hvetur hann samningsaðila til sátta en Landspítalinn er ekki aðili að deilunni. Páll fundaði með ljósmæðrum í vikunni og segir í pistlinum að spítalinn taki undir með heilbrigðisráðherra sem styður ljósmæður í kjarabaráttunni. „Það er ýmislegt sem spítalinn getur gert og lýtur að vinnuumhverfi og aðstæðum ljósmæðra og áttum við góðar samræður um það á fundinum. Því miður er það þó svo að óhætt er að segja að bæði sé uggur og urgur í hópi þessa mikilvægu starfsstéttar. Annars vegar hefur á þriðja tug þeirra sagt upp störfum og ef þær uppsagnir koma til framkvæmda mun meginþorri þeirra gera það á háannatíma hér á spítalanum. Hins vegar er ljóst að ekki er gróið um heilt frá síðustu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Ég vil enn og aftur hvetja samningsaðila til að ná sáttum hið allra fyrsta. Hver dagur í þessari óvissu er öllum þungbær og því eru fréttir af því að til land sjáist í deilunni afskaplega ánægjulegar,“ segir Páll. Hann vísar í fréttir í dag þess efnis að það sjái til lands í deilunni að því er Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í dag. Samninganefndirnar héldu óformlegan vinnudag í fyrradag og munu hittast á ný á mánudag en næsti formlegi fundur hjá ríkissáttasemjara verður næstkomandi miðvikudag. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30 „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. Enn á ný hvetur hann samningsaðila til sátta en Landspítalinn er ekki aðili að deilunni. Páll fundaði með ljósmæðrum í vikunni og segir í pistlinum að spítalinn taki undir með heilbrigðisráðherra sem styður ljósmæður í kjarabaráttunni. „Það er ýmislegt sem spítalinn getur gert og lýtur að vinnuumhverfi og aðstæðum ljósmæðra og áttum við góðar samræður um það á fundinum. Því miður er það þó svo að óhætt er að segja að bæði sé uggur og urgur í hópi þessa mikilvægu starfsstéttar. Annars vegar hefur á þriðja tug þeirra sagt upp störfum og ef þær uppsagnir koma til framkvæmda mun meginþorri þeirra gera það á háannatíma hér á spítalanum. Hins vegar er ljóst að ekki er gróið um heilt frá síðustu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Ég vil enn og aftur hvetja samningsaðila til að ná sáttum hið allra fyrsta. Hver dagur í þessari óvissu er öllum þungbær og því eru fréttir af því að til land sjáist í deilunni afskaplega ánægjulegar,“ segir Páll. Hann vísar í fréttir í dag þess efnis að það sjái til lands í deilunni að því er Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í dag. Samninganefndirnar héldu óformlegan vinnudag í fyrradag og munu hittast á ný á mánudag en næsti formlegi fundur hjá ríkissáttasemjara verður næstkomandi miðvikudag.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30 „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30
„Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30
Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44