Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2018 06:29 Steve Mnuchin kynnti viðskiptaþvinganirnar í gærkvöld. Vísir/AFP Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöldi viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. Steve Mnuchin fjármálaráðherra sagði að þvinganirnir beinist gegn þeim sem hafi dælt milljónum dala til sveitanna - og þannig fjármagnað „hættulega starfsemi“ (e. malign activity) þeirra. Allir einstaklingarnir sem um ræðir eru íranskir ríkisborgarar. Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum þeirra er því óheimilt að stunda við þá viðskipti frá og með deginum í dag. Viðskiptaþvingarnar koma í kjölfar úrsagnar Bandaríkjanna úr kjarnorkusamningunum við Íran, sem undirritaður var árið 2015. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) eru sögð hafa aðstoðað Bandríkjastjórn við innleiðingu viðskiptaþvingananna. Í tilkynningu frá Mnuchin segir að írönsk stjórnvöld og bankar landsins hafi „misnotað aðgang sinn að aðilum“ í SAF til að komast yfir bandaríkjadali svo að fjármagna mætti Byltingarverðina.Sjá einnig: Skiptast á árásum í Sýrlandi „Við ætlum okkum að stöðva flæði fjármagns til írönsku byltingarvarðanna, sama hvaðan það kemur og hver áfangastaður þess er,“ segir í tilkynningunni. Byltingarverðirnir heyra beint undir klerkastjórnina, ólíkt hernum. Þær voru stofnaðar eftir íslömsku byltinguna árið 1979 þegar Ayatollah Khomeini og fylgismenn hans náðu völdum. Þeim var ætlað að vernda ríkið og gildi byltingarinnar. Ekki leið á löngu áður en sveitirnar urðu gríðarlegt hernaðar-, stjórnmála- og efnahagslegt afl í landinu að sögn breska ríkisútvarpsins. Byltingarverðirnir eru vel vopnum búnir og búa að þrautþjálfuðum hermönnum. Þeir hafa því verið potturinn og pannan í flestum af mikilvægari hernaðaraðgerðum Íranshers síðustu áratugi og gegn mikilvægu hlutverki við að styðja skæruliðasveitir á erlendri grundu, t.d. Hezbollah í Líbanon og þjóðvarðlið sjía múslima í Írak. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöldi viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. Steve Mnuchin fjármálaráðherra sagði að þvinganirnir beinist gegn þeim sem hafi dælt milljónum dala til sveitanna - og þannig fjármagnað „hættulega starfsemi“ (e. malign activity) þeirra. Allir einstaklingarnir sem um ræðir eru íranskir ríkisborgarar. Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum þeirra er því óheimilt að stunda við þá viðskipti frá og með deginum í dag. Viðskiptaþvingarnar koma í kjölfar úrsagnar Bandaríkjanna úr kjarnorkusamningunum við Íran, sem undirritaður var árið 2015. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) eru sögð hafa aðstoðað Bandríkjastjórn við innleiðingu viðskiptaþvingananna. Í tilkynningu frá Mnuchin segir að írönsk stjórnvöld og bankar landsins hafi „misnotað aðgang sinn að aðilum“ í SAF til að komast yfir bandaríkjadali svo að fjármagna mætti Byltingarverðina.Sjá einnig: Skiptast á árásum í Sýrlandi „Við ætlum okkum að stöðva flæði fjármagns til írönsku byltingarvarðanna, sama hvaðan það kemur og hver áfangastaður þess er,“ segir í tilkynningunni. Byltingarverðirnir heyra beint undir klerkastjórnina, ólíkt hernum. Þær voru stofnaðar eftir íslömsku byltinguna árið 1979 þegar Ayatollah Khomeini og fylgismenn hans náðu völdum. Þeim var ætlað að vernda ríkið og gildi byltingarinnar. Ekki leið á löngu áður en sveitirnar urðu gríðarlegt hernaðar-, stjórnmála- og efnahagslegt afl í landinu að sögn breska ríkisútvarpsins. Byltingarverðirnir eru vel vopnum búnir og búa að þrautþjálfuðum hermönnum. Þeir hafa því verið potturinn og pannan í flestum af mikilvægari hernaðaraðgerðum Íranshers síðustu áratugi og gegn mikilvægu hlutverki við að styðja skæruliðasveitir á erlendri grundu, t.d. Hezbollah í Líbanon og þjóðvarðlið sjía múslima í Írak.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42
Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00
Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06