Falleinkunn Hörður Ægisson skrifar 11. maí 2018 10:00 Stærstu sveitarfélög landsins hafa ekki farið varhluta af uppsveiflu í efnahagslífinu á undanförnum árum. Hagstætt ytra umhverfi, sem hefur meðal annars einkennst af hækkandi fasteignaverði og gengisstyrkingu krónunnar samhliða uppgangi í ferðaþjónustu, hefur skilað sér í stórauknum tekjum og lækkandi skuldahlutfalli sveitarfélaganna. Þessi mynd gæti hins vegar nú verið að breytast með vaxandi vísbendingum um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Þá er hætt við því að mörg sveitarfélög verði í aðþrengdri stöðu til að standa undir tugmilljarða uppsafnaðri fjárfestingaþörf. Í umræðu um opinber fjármál og hagstjórn fá málefni sveitarfélaganna, sem taka til sín um fimmtung af öllum tekjum hins opinbera, oft minna vægi en efni standa til. Í greiningu, sem Samtök atvinnulífsins (SA) kynntu í vikunni um fjárhagsstöðu tólf stærstu sveitarfélaganna, kemur fram að frá 2011 hafi tekjur A-hluta þeirra, sem eru einkum útsvar og fasteignaskattar, aukist um nærri 300 milljarða á föstu verðlagi. Þar af hafi 170 milljörðum, eða um 57 prósentum tekjuaukans, verið ráðstafað í launakostnað. Þá vekur það eftirtekt að þrátt fyrir þennan mikla tekjuvöxt, sem fyrirséð er að fari núna minnkandi, hafi aðeins tólf prósent aukinna tekna skilað sér í bætti afkomu sveitarfélaganna. Það veldur vonbrigðum, ekki hvað síst í tilfelli stærsta sveitarfélagsins, að fordæmalaus uppgangur síðustu ára hafi ekki verið nýttur í meira mæli til að búa í haginn fyrir mögru árin þegar tekjustofnar munu skreppa saman. Reykjavíkurborg er með næstverstu fjárhagsstöðuna af tólf stærstu sveitarfélögunum, samkvæmt greiningu SA. Þar munar mestu um slæma skuldastöðu borgarinnar en sem hlutfall af tekjum eru skuldirnar 169 prósent – aðeins Reykjanesbær er með verra skuldahlutfall – og í krónum talið hafa þær aukist um 35 milljarða á síðustu fjórum árum. Skuldir á hvern íbúa eru rúmlega 2,4 milljónir. Með hliðsjón af lélegum rekstri Reykjavíkurborgar ætti ekki að koma á óvart að íbúarnir búa við hlutfallslega hæstu álögurnar en um 10,9 prósent af tekjum þeirra renna til sveitarfélagsins á meðan hlutfallið er 7,4 prósent hjá íbúum á Seltjarnarnesi. Höfuðborgin sker sig einnig um margt úr þegar litið er til fjölgunar íbúa á kjörtímabilinu. Þannig hefur íbúum í Reykjavík aðeins fjölgað um tæplega 3,5 prósent á meðan landsmönnum hefur á sama tíma fjölgað um sex prósent. Lítil fólksfjölgun í Reykjavík er sumpart heimatilbúinn vandi. Sökum lóðaskorts og þunglamalegs skipulags hefur uppbygging nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu verið í lágmarki. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Fasteignaverð hefur hækkað verulega og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Þessi staða hefur þýtt að íbúum í stærstu nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hefur fjölgað mun meira. Það stafar meðal annars af því að fasteignaverð þar hefur hækkað minna og uppbygging nýrra íbúða verið hraðari. Fjármál Reykjavíkurborgar og húsnæðismál eru ein stærstu málefni kosninganna. Þar ber flest að sama brunni. Núverandi meirihluti ber ábyrgð á lausatökum í rekstri borgarinnar, sem hefur skilað sér í slæmri skuldastöðu og skattheimtu í hæstu hæðum, og miklum húsnæðisskorti. Kjósendur hljóta að taka mið af þeim staðreyndum í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Stærstu sveitarfélög landsins hafa ekki farið varhluta af uppsveiflu í efnahagslífinu á undanförnum árum. Hagstætt ytra umhverfi, sem hefur meðal annars einkennst af hækkandi fasteignaverði og gengisstyrkingu krónunnar samhliða uppgangi í ferðaþjónustu, hefur skilað sér í stórauknum tekjum og lækkandi skuldahlutfalli sveitarfélaganna. Þessi mynd gæti hins vegar nú verið að breytast með vaxandi vísbendingum um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Þá er hætt við því að mörg sveitarfélög verði í aðþrengdri stöðu til að standa undir tugmilljarða uppsafnaðri fjárfestingaþörf. Í umræðu um opinber fjármál og hagstjórn fá málefni sveitarfélaganna, sem taka til sín um fimmtung af öllum tekjum hins opinbera, oft minna vægi en efni standa til. Í greiningu, sem Samtök atvinnulífsins (SA) kynntu í vikunni um fjárhagsstöðu tólf stærstu sveitarfélaganna, kemur fram að frá 2011 hafi tekjur A-hluta þeirra, sem eru einkum útsvar og fasteignaskattar, aukist um nærri 300 milljarða á föstu verðlagi. Þar af hafi 170 milljörðum, eða um 57 prósentum tekjuaukans, verið ráðstafað í launakostnað. Þá vekur það eftirtekt að þrátt fyrir þennan mikla tekjuvöxt, sem fyrirséð er að fari núna minnkandi, hafi aðeins tólf prósent aukinna tekna skilað sér í bætti afkomu sveitarfélaganna. Það veldur vonbrigðum, ekki hvað síst í tilfelli stærsta sveitarfélagsins, að fordæmalaus uppgangur síðustu ára hafi ekki verið nýttur í meira mæli til að búa í haginn fyrir mögru árin þegar tekjustofnar munu skreppa saman. Reykjavíkurborg er með næstverstu fjárhagsstöðuna af tólf stærstu sveitarfélögunum, samkvæmt greiningu SA. Þar munar mestu um slæma skuldastöðu borgarinnar en sem hlutfall af tekjum eru skuldirnar 169 prósent – aðeins Reykjanesbær er með verra skuldahlutfall – og í krónum talið hafa þær aukist um 35 milljarða á síðustu fjórum árum. Skuldir á hvern íbúa eru rúmlega 2,4 milljónir. Með hliðsjón af lélegum rekstri Reykjavíkurborgar ætti ekki að koma á óvart að íbúarnir búa við hlutfallslega hæstu álögurnar en um 10,9 prósent af tekjum þeirra renna til sveitarfélagsins á meðan hlutfallið er 7,4 prósent hjá íbúum á Seltjarnarnesi. Höfuðborgin sker sig einnig um margt úr þegar litið er til fjölgunar íbúa á kjörtímabilinu. Þannig hefur íbúum í Reykjavík aðeins fjölgað um tæplega 3,5 prósent á meðan landsmönnum hefur á sama tíma fjölgað um sex prósent. Lítil fólksfjölgun í Reykjavík er sumpart heimatilbúinn vandi. Sökum lóðaskorts og þunglamalegs skipulags hefur uppbygging nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu verið í lágmarki. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Fasteignaverð hefur hækkað verulega og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Þessi staða hefur þýtt að íbúum í stærstu nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hefur fjölgað mun meira. Það stafar meðal annars af því að fasteignaverð þar hefur hækkað minna og uppbygging nýrra íbúða verið hraðari. Fjármál Reykjavíkurborgar og húsnæðismál eru ein stærstu málefni kosninganna. Þar ber flest að sama brunni. Núverandi meirihluti ber ábyrgð á lausatökum í rekstri borgarinnar, sem hefur skilað sér í slæmri skuldastöðu og skattheimtu í hæstu hæðum, og miklum húsnæðisskorti. Kjósendur hljóta að taka mið af þeim staðreyndum í komandi kosningum.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun