Sergio Ramos sló mögulega tvær flugur í einu höggi þegar hann meiddi Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 22:15 Sergio Ramos stendur hér yfir sárþjáðum Mohamed Salah. Vísir/Getty Mohamed Salah, spilaði aðeins í 30 mínútur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eftir að hafa farið mjög illa út úr samskiptum sínum við Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid í upphafi leiksins. Sergio Ramos togaði Mohamed Salah niður og lenti svo á honum þannig að Liverpool maðurinn meiddist illa á öxlinni. Salah reyndi að halda áfram en yfirgaf síðan leikvöllinn grátandi. Mohamed Salah er einn allra heitasti sóknarmaður heims í dag og sóknarleikur Liverpool var hálfmáttlaus eftir að Egyptinn yfirgaf völlinn. Það er nóg með að Sergio Ramos þurfti ekki að hafa lengur áhyggjur af Mohamed Salah í þessum úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá er HM í Rússlandi einnig í hættu hjá Egyptanum. Sé Salah mikilvægur fyrir Liverpool þá er hann algjörlega ómissandi fyrir egypska landsliðið. Þar var líklegt að Egyptaland yrði mögulegur mótherji Sergio Ramos og félaga hans í spænska landsliðinu í sextán liða úrslitum keppninnar í Rússlandi sem hefst eftir rúmar tvær vikur. Spánverjar eru sigurstranglegastir í B-riðilinum en sigurvegari hans mætir einmitt liðinu í öðru sæti úr A-riðli. Fyrirfram er líklegt að Egyptar berjist um annað sætið A-riðilsins við heimamenn í rússneska landsliðinu en Úrúgvæ er sigurstranglegasta lið A-riðilsins. Það má því segja að Sergio Ramos hafi mögulega slegið tvær flugur í einu höggi þegar hann meiddi Salah. Hann var bæði laus við hann í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn og þarf síðan væntanlega ekki að hafa áhyggjur af honum í öðrum úrslitaleik í sextán liða úrslitunum HM í Rússlandi. Þetta er vissulega ef og kannski pælingar en Mohamed Salah er sjálfur ekki búinn að gefa upp vonina um að ná sér fyrir HM. Það væri örugglega draumahefnd fyrir hann að skjóta Sergio Ramos og félaga út úr keppninni mætist liðin í sextán liða úrslitunum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Mohamed Salah, spilaði aðeins í 30 mínútur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eftir að hafa farið mjög illa út úr samskiptum sínum við Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid í upphafi leiksins. Sergio Ramos togaði Mohamed Salah niður og lenti svo á honum þannig að Liverpool maðurinn meiddist illa á öxlinni. Salah reyndi að halda áfram en yfirgaf síðan leikvöllinn grátandi. Mohamed Salah er einn allra heitasti sóknarmaður heims í dag og sóknarleikur Liverpool var hálfmáttlaus eftir að Egyptinn yfirgaf völlinn. Það er nóg með að Sergio Ramos þurfti ekki að hafa lengur áhyggjur af Mohamed Salah í þessum úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá er HM í Rússlandi einnig í hættu hjá Egyptanum. Sé Salah mikilvægur fyrir Liverpool þá er hann algjörlega ómissandi fyrir egypska landsliðið. Þar var líklegt að Egyptaland yrði mögulegur mótherji Sergio Ramos og félaga hans í spænska landsliðinu í sextán liða úrslitum keppninnar í Rússlandi sem hefst eftir rúmar tvær vikur. Spánverjar eru sigurstranglegastir í B-riðilinum en sigurvegari hans mætir einmitt liðinu í öðru sæti úr A-riðli. Fyrirfram er líklegt að Egyptar berjist um annað sætið A-riðilsins við heimamenn í rússneska landsliðinu en Úrúgvæ er sigurstranglegasta lið A-riðilsins. Það má því segja að Sergio Ramos hafi mögulega slegið tvær flugur í einu höggi þegar hann meiddi Salah. Hann var bæði laus við hann í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn og þarf síðan væntanlega ekki að hafa áhyggjur af honum í öðrum úrslitaleik í sextán liða úrslitunum HM í Rússlandi. Þetta er vissulega ef og kannski pælingar en Mohamed Salah er sjálfur ekki búinn að gefa upp vonina um að ná sér fyrir HM. Það væri örugglega draumahefnd fyrir hann að skjóta Sergio Ramos og félaga út úr keppninni mætist liðin í sextán liða úrslitunum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira