Eyþór segir að það væri óráð að sparsla meirihlutanum saman Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2018 12:33 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að það væri óráð fyrir þá flokka sem nú stýra borginni að reyna að mynda aftur meirihluta með aðkomu nýrra flokka enda séu úrslit kosninganna ákall um breytingar. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar segir að Viðreisn sé í lykilstöðu. Samfylkingin muni freista þess að mynda meirihluta á grunni þeirrar stefnu sem unnið var eftir á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna í Reykjavík með 30,8 prósent atkvæðanna og átta borgarfulltrúa kjörna. Flokkurinn bætti við sig rúmlega 5 prósentustigum frá kosningunum 2014. Eyþór Arnalds oddviti flokksins í Reykjavík segir að úrslitin séu ákall um breytingar í Reykjavík.Hvernig metur þú stöðu ykkar til að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn? „Mjög sterka. Sérstaklega finn ég að borgararnir vilja breytingar með okkur og nýju flokkunum. Þessi breyting á stöðunni í borginni almennt er stórkostleg. Allir meirihlutaflokkarnir standa frammi fyrir því að þeirra umboð er farið og ég er mjög bjartsýnn á breytingar,“ segir Eyþór. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað meirihluta með Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins, svo dæmi sé tekið. Sá meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Það hvaða meirihluti er myndaður í Reykjavík veltur á því hvað Viðreisn vill gera en Viðreisn er í algjörri lykilstöðu og getur myndað meirihluta til hægri og vinstri. „Það er náttúrulega búið að sparsla þennan meirihluta áður. Hann féll fyrir fjórum árum og núna eru menn að tala um að gera það aftur (laga hann innsk.blm). Ég held að það séu ekki skilaboð frá kjósendum. Kjósendur eru að biðja um breytingar og ég held að það væri óráð fyrir þennan meirihluta að reyna að halda áfram. Ég held að það væri best að breyta og hlusta á kjósendur, íbúana,“ segir Eyþór Arnalds. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.Vísir/fréttir Stöðvar 2„Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu“ Samfylkingin tapar sex prósentustigum frá kosningunum 2014. Flokkurinn fékk 25,9 prósent og er næstærsti flokkurinn í borginni með sjö borgarfulltrúa kjörna. Ljóst er að núverandi meirihluti er fallinn en engu að síður er Samfylkingin í stöðu til að mynda áfram meirihluta. Til dæmis hefði meirihlut Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar tólf borgarfulltrúa. „Svona miðað við kosningabaráttuna þá sýnist mér, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengð átta fulltrúa og við sjö, að þá sé sú sýn á þróun borgarinnar og þau stóru verkefni sem tengjast henni sem að Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lögðu áherslu á einungis með níu fulltrúa en aðalskipulagið, þróun borgarinnar inn á við og áhersla á borgarlínu og fleira, hafi allavega tólf fulltrúa og meirihluta í nýrri borgarstjórn. En auðvitað er Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu. Ég hugsa að það skýrist með deginum hvernig þessar línur liggja. Það er hlutverk okkar að reyna að mynda meirihluta um þá stefnu sem við stöndum fyrir og við munum freista þess að ná því að sjálfsögðu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar. Kosningar 2018 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að það væri óráð fyrir þá flokka sem nú stýra borginni að reyna að mynda aftur meirihluta með aðkomu nýrra flokka enda séu úrslit kosninganna ákall um breytingar. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar segir að Viðreisn sé í lykilstöðu. Samfylkingin muni freista þess að mynda meirihluta á grunni þeirrar stefnu sem unnið var eftir á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna í Reykjavík með 30,8 prósent atkvæðanna og átta borgarfulltrúa kjörna. Flokkurinn bætti við sig rúmlega 5 prósentustigum frá kosningunum 2014. Eyþór Arnalds oddviti flokksins í Reykjavík segir að úrslitin séu ákall um breytingar í Reykjavík.Hvernig metur þú stöðu ykkar til að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn? „Mjög sterka. Sérstaklega finn ég að borgararnir vilja breytingar með okkur og nýju flokkunum. Þessi breyting á stöðunni í borginni almennt er stórkostleg. Allir meirihlutaflokkarnir standa frammi fyrir því að þeirra umboð er farið og ég er mjög bjartsýnn á breytingar,“ segir Eyþór. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað meirihluta með Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins, svo dæmi sé tekið. Sá meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Það hvaða meirihluti er myndaður í Reykjavík veltur á því hvað Viðreisn vill gera en Viðreisn er í algjörri lykilstöðu og getur myndað meirihluta til hægri og vinstri. „Það er náttúrulega búið að sparsla þennan meirihluta áður. Hann féll fyrir fjórum árum og núna eru menn að tala um að gera það aftur (laga hann innsk.blm). Ég held að það séu ekki skilaboð frá kjósendum. Kjósendur eru að biðja um breytingar og ég held að það væri óráð fyrir þennan meirihluta að reyna að halda áfram. Ég held að það væri best að breyta og hlusta á kjósendur, íbúana,“ segir Eyþór Arnalds. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.Vísir/fréttir Stöðvar 2„Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu“ Samfylkingin tapar sex prósentustigum frá kosningunum 2014. Flokkurinn fékk 25,9 prósent og er næstærsti flokkurinn í borginni með sjö borgarfulltrúa kjörna. Ljóst er að núverandi meirihluti er fallinn en engu að síður er Samfylkingin í stöðu til að mynda áfram meirihluta. Til dæmis hefði meirihlut Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar tólf borgarfulltrúa. „Svona miðað við kosningabaráttuna þá sýnist mér, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengð átta fulltrúa og við sjö, að þá sé sú sýn á þróun borgarinnar og þau stóru verkefni sem tengjast henni sem að Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lögðu áherslu á einungis með níu fulltrúa en aðalskipulagið, þróun borgarinnar inn á við og áhersla á borgarlínu og fleira, hafi allavega tólf fulltrúa og meirihluta í nýrri borgarstjórn. En auðvitað er Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu. Ég hugsa að það skýrist með deginum hvernig þessar línur liggja. Það er hlutverk okkar að reyna að mynda meirihluta um þá stefnu sem við stöndum fyrir og við munum freista þess að ná því að sjálfsögðu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.
Kosningar 2018 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira