Konur 65 prósent borgarfulltrúa Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2018 09:20 Oddvitar flokkanna sem náðu inn manni í borgarstjórn eru flestir konur. Á mynd sjást oddvitarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir sem allar voru kosnar inn í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Fimmtán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum í Reykjavík, eða 65,2%, eru konur. Hlutfall kvenna eykst töluvert frá því í síðustu kosningum en síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994.Sjá einnig: Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Fjórir af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins eru konur en þær Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðarfóttir, Marta Guðjónsdóttir og Katrín Atladóttir voru allar kosnar inn í borgarstjórn. Þá eru jafnmargar konur úr Samfylkingunni, eða fjórar: Heiða Björg Hilmisdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Guðrún Ögmundsdóttir. Allir fulltrúar flokkanna sem náðu einum manni inn í borgarstjórn eru konur en það eru þær Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokknum, Sanna Magdalena Mörtudóttur úr Sósíalistaflokknum, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Líf Magneudóttir úr Vinstri grænum. Báðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn eru konur, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, og þá er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir önnur af tveimur fulltrúum Viðreisnar.Sjálfstæðiskonurnar sem komust inn í borgarstjórn, Marta Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og Valgerður Sigurðardóttir, sjást hér fagna góðum árangri ásamt Sjálfstæðiskörlunum Eyþóri Arnalds, Agli Þór Jónssyni, Erni Þórðarsyni og Birni Gíslasyni.Vísir/VilhelmÞetta er töluverð aukning frá því í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 en þá voru sjö af fimmtán kjörnum borgarfulltrúum konur eða 46,7%. Árið 2013 varð hlutfall kvenna í borgarstjórn það hæsta í 19 ár þegar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók við af Gísla Marteini Baldurssyni. Þá höfðu konur aðeins einu sinni áður verið fleiri en karlar í borgarstjórn, árið 1994. Hlutfall kvenna er mismunandi eftir sveitarfélögum en í Hafnarfirði eru fimm af ellefu bæjarfulltrúum konur, í Mosfellsbæ eru konur tvær af níu fulltrúum, á Seltjarnarnesi eru þær þrjár af sjö, í Reykjanesbæ fimm af ellefu og á Akureyri sex af ellefu. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Fimmtán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum í Reykjavík, eða 65,2%, eru konur. Hlutfall kvenna eykst töluvert frá því í síðustu kosningum en síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994.Sjá einnig: Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Fjórir af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins eru konur en þær Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðarfóttir, Marta Guðjónsdóttir og Katrín Atladóttir voru allar kosnar inn í borgarstjórn. Þá eru jafnmargar konur úr Samfylkingunni, eða fjórar: Heiða Björg Hilmisdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Guðrún Ögmundsdóttir. Allir fulltrúar flokkanna sem náðu einum manni inn í borgarstjórn eru konur en það eru þær Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokknum, Sanna Magdalena Mörtudóttur úr Sósíalistaflokknum, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Líf Magneudóttir úr Vinstri grænum. Báðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn eru konur, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, og þá er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir önnur af tveimur fulltrúum Viðreisnar.Sjálfstæðiskonurnar sem komust inn í borgarstjórn, Marta Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og Valgerður Sigurðardóttir, sjást hér fagna góðum árangri ásamt Sjálfstæðiskörlunum Eyþóri Arnalds, Agli Þór Jónssyni, Erni Þórðarsyni og Birni Gíslasyni.Vísir/VilhelmÞetta er töluverð aukning frá því í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 en þá voru sjö af fimmtán kjörnum borgarfulltrúum konur eða 46,7%. Árið 2013 varð hlutfall kvenna í borgarstjórn það hæsta í 19 ár þegar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók við af Gísla Marteini Baldurssyni. Þá höfðu konur aðeins einu sinni áður verið fleiri en karlar í borgarstjórn, árið 1994. Hlutfall kvenna er mismunandi eftir sveitarfélögum en í Hafnarfirði eru fimm af ellefu bæjarfulltrúum konur, í Mosfellsbæ eru konur tvær af níu fulltrúum, á Seltjarnarnesi eru þær þrjár af sjö, í Reykjanesbæ fimm af ellefu og á Akureyri sex af ellefu.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44