„Lengi getur gott batnað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2018 03:34 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Björnsdóttir sem skipar 2. sætið á lista flokksins fallast hér í faðma á kosningavökunni á Grand Hotel í kvöld. vísir/vilhelm Það var gott hljóð í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar Vísir náði tali af honum til að fá viðbrögð við þriðju tölum í Reykjavík. Þær tölur sýna Sjálfstæðisflokkinn í yfirburðastöðu í borginni með 32 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. „Lengi getur gott batnað segi ég bara,“ sagði Eyþór og hélt áfram: „Við settum okkur það markmið að fella þennan meirihluta og það hefur gjörsamlega tekist og að vera leiðandi afl í breytingum með því að vera stærsti flokkurinn. Við sjáum að ákall eftir breytingum er ákaflega skýrt. Við, flokkurinn sem talaði fyrir breytingum, erum langstærsti flokkurinn og svo nýju flokkarnir sem líka töluðu fyrir breytingum eru að fá mikið fylgi en þeir flokkar sem töluðu um að halda áfram með óbreytt ástand að þeir eru að steyta á skeri.“ Miðað við hvernig tölurnar í Reykjavík standa núna er Viðreisn í oddastöðu. Það mun því væntanlega velta á þeim flokki hvort að myndaður verði meirihluti í borginni til vinstri eða hægri svo það liggur beinast við að spyrja Eyþór hvort hann sé byrjaður að tala við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar. „Við Þórdís Lóa erum búin að vera ásamt öðrum á milli sjónvarpsstöðvanna. Ég finn mikinn samhljóm á milli þessara tveggja flokka í mjög mörgum málum. Við viljum einfalda stjórnkerfið, lækka álögur, setja fjármagn í skólana og svo framvegis. Þetta eru allt saman mál sem þessir flokkar eru sammála um en nú er bara að sjá hvernig tölurnar enda,“ segir Eyþór.En hann er þá ekki byrjaður að mynda meirihluta nú þegar bak við tjöldin? „Nei, við erum einfaldlega að fylgjast með tölunum. En það er boðskapur í tölunum, ákall um breytingar, og ég er viss um að Viðreisn og aðrir flokkar sem koma nýir inn vilji taka þátt í breytinum.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 „Ég ætlaði að koma með áttunda manninn með mér“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Samfylkingarinnar, þakkaði flokksmönnum sínum fyrir hlýjar móttökur þegar hann mætti á kosningavöku flokksins í Austurbæ nú skömmu eftir miðnætti. 27. maí 2018 00:20 Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Það var gott hljóð í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar Vísir náði tali af honum til að fá viðbrögð við þriðju tölum í Reykjavík. Þær tölur sýna Sjálfstæðisflokkinn í yfirburðastöðu í borginni með 32 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. „Lengi getur gott batnað segi ég bara,“ sagði Eyþór og hélt áfram: „Við settum okkur það markmið að fella þennan meirihluta og það hefur gjörsamlega tekist og að vera leiðandi afl í breytingum með því að vera stærsti flokkurinn. Við sjáum að ákall eftir breytingum er ákaflega skýrt. Við, flokkurinn sem talaði fyrir breytingum, erum langstærsti flokkurinn og svo nýju flokkarnir sem líka töluðu fyrir breytingum eru að fá mikið fylgi en þeir flokkar sem töluðu um að halda áfram með óbreytt ástand að þeir eru að steyta á skeri.“ Miðað við hvernig tölurnar í Reykjavík standa núna er Viðreisn í oddastöðu. Það mun því væntanlega velta á þeim flokki hvort að myndaður verði meirihluti í borginni til vinstri eða hægri svo það liggur beinast við að spyrja Eyþór hvort hann sé byrjaður að tala við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar. „Við Þórdís Lóa erum búin að vera ásamt öðrum á milli sjónvarpsstöðvanna. Ég finn mikinn samhljóm á milli þessara tveggja flokka í mjög mörgum málum. Við viljum einfalda stjórnkerfið, lækka álögur, setja fjármagn í skólana og svo framvegis. Þetta eru allt saman mál sem þessir flokkar eru sammála um en nú er bara að sjá hvernig tölurnar enda,“ segir Eyþór.En hann er þá ekki byrjaður að mynda meirihluta nú þegar bak við tjöldin? „Nei, við erum einfaldlega að fylgjast með tölunum. En það er boðskapur í tölunum, ákall um breytingar, og ég er viss um að Viðreisn og aðrir flokkar sem koma nýir inn vilji taka þátt í breytinum.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 „Ég ætlaði að koma með áttunda manninn með mér“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Samfylkingarinnar, þakkaði flokksmönnum sínum fyrir hlýjar móttökur þegar hann mætti á kosningavöku flokksins í Austurbæ nú skömmu eftir miðnætti. 27. maí 2018 00:20 Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23
„Ég ætlaði að koma með áttunda manninn með mér“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Samfylkingarinnar, þakkaði flokksmönnum sínum fyrir hlýjar móttökur þegar hann mætti á kosningavöku flokksins í Austurbæ nú skömmu eftir miðnætti. 27. maí 2018 00:20
Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45