Vegfarendur skutu vopnaðan mann til bana Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 09:04 Frá veitingahúsinu í Oklahoma. Vísir/AP Lögreglan í Oklahoma hefur lofað tvo menn sem skutu árásarmann til bana á fimmtudaginn. Hinn 28 ára gamli Alexander Tilghman er sagður hafa skotið að gestum veitingastaðar í Oklahoma-borg en tveir menn, sem þekktu ekki hvorn annan, náðu í skotvopn í bíla sína og skutu Tilghman til bana, sem þá hafði skotið þrjá einstaklinga. Að Tilghman undanskildum lét enginn lífið í atvikinu. Þeir Juan Carlos Nazario og Bryan Wittle eru sagðir hafa brugðist rétt við og hefur þeim verið hrósað fyrir að koma mögulega í veg fyrir fjölda dauðsfalla. Lögreglustjórinn Bo Mathews segir að Tilghman virðist hafa valið veitingastaðinn af handahófi og hann hafi ekki þekkt neinn þar. Þá hafi hann skotið inn um dyr veitingastaðarins og hann hafi ekki komist þar inn. Mathews segir að líklega hefði farið mun verr ef Tilghman hefði farið þar inn. Um hundrað manns voru inn í veitingahúsinu. FOX 25 News segir Tilghman hafa reglulega birt myndbönd á Youtube þar sem hann kvartaði yfir árásum djöfla. Hann hafi kvartað undan andsetnum íkorna og jafnvel ísskáp. Í síðasta myndbandi sínu, sem birt var fyrir nokkrum vikum, sagðist Tilghman vera undir harðri árás djöfla og hann þyrfti nauðsynlega á raunverulegu fólki að halda. Hann bað fólk um að setja sig í samband við hann. Tilghman virðist hafa talið flesta, ef ekki alla, í kringum sig vera andsetin klón og að hann væri einn af fáum raunverulegum manneskjum í heiminum. Lögreglan hafði einungis einu sinni haft afskipti af honum og var það árið 2003 þegar móðir hans sagði hann hafa kýlt sig nokkrum sinnnum vegna deilna um ryksugu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir.BBC bendir á að stærstu samtök byssueigenda Bandaríkjanna, National Rifle Association, hafi hyllt þeim Nazario og Wittle. Samtökin segja atvikið vera „enn eitt dæmið“ um hvernig besta leiðin til að stöðva vondan mann með byssu sé „góður maður með byssu“. Tilghman var þó með réttindi öryggisvarðar og hafði leyfi til að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Lögreglan í Oklahoma hefur lofað tvo menn sem skutu árásarmann til bana á fimmtudaginn. Hinn 28 ára gamli Alexander Tilghman er sagður hafa skotið að gestum veitingastaðar í Oklahoma-borg en tveir menn, sem þekktu ekki hvorn annan, náðu í skotvopn í bíla sína og skutu Tilghman til bana, sem þá hafði skotið þrjá einstaklinga. Að Tilghman undanskildum lét enginn lífið í atvikinu. Þeir Juan Carlos Nazario og Bryan Wittle eru sagðir hafa brugðist rétt við og hefur þeim verið hrósað fyrir að koma mögulega í veg fyrir fjölda dauðsfalla. Lögreglustjórinn Bo Mathews segir að Tilghman virðist hafa valið veitingastaðinn af handahófi og hann hafi ekki þekkt neinn þar. Þá hafi hann skotið inn um dyr veitingastaðarins og hann hafi ekki komist þar inn. Mathews segir að líklega hefði farið mun verr ef Tilghman hefði farið þar inn. Um hundrað manns voru inn í veitingahúsinu. FOX 25 News segir Tilghman hafa reglulega birt myndbönd á Youtube þar sem hann kvartaði yfir árásum djöfla. Hann hafi kvartað undan andsetnum íkorna og jafnvel ísskáp. Í síðasta myndbandi sínu, sem birt var fyrir nokkrum vikum, sagðist Tilghman vera undir harðri árás djöfla og hann þyrfti nauðsynlega á raunverulegu fólki að halda. Hann bað fólk um að setja sig í samband við hann. Tilghman virðist hafa talið flesta, ef ekki alla, í kringum sig vera andsetin klón og að hann væri einn af fáum raunverulegum manneskjum í heiminum. Lögreglan hafði einungis einu sinni haft afskipti af honum og var það árið 2003 þegar móðir hans sagði hann hafa kýlt sig nokkrum sinnnum vegna deilna um ryksugu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir.BBC bendir á að stærstu samtök byssueigenda Bandaríkjanna, National Rifle Association, hafi hyllt þeim Nazario og Wittle. Samtökin segja atvikið vera „enn eitt dæmið“ um hvernig besta leiðin til að stöðva vondan mann með byssu sé „góður maður með byssu“. Tilghman var þó með réttindi öryggisvarðar og hafði leyfi til að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira