Berjast við að aftra útbreiðslu ebóluveiru í Austur-Kongó Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. maí 2018 06:00 Öllu máli skiptir að upplýsa íbúa um forvarnir við ebólu. Vísir/getty Heilbrigðisstarfsmenn í Austur-Kongó freista þess nú að aftra útbreiðslu ebólufaraldursins sem spratt upp á strjálbýlu svæði í vesturhluta landsins í apríl síðastliðnum. Síðan þá hafa tæplega sextíu smitast af veirunni, af þeim hafa 27 látist. Þetta er í níunda skipti sem ebólu-faraldur kemur upp í Austur-Kongó síðan veiran uppgötvaðist árið 1976. Þó svo að heimamenn séu alkunnugir þeim hörmungum sem fylgja veirunni þá hafa heilbrigðisstarfsmenn mætt töluverðri tortryggni og efasemdum heimamanna um það hvernig best sé að forðast smit. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja ekki tímabært að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi, en vonir standa til að hægt verði að hægja verulega á útbreiðslu veirunnar með öflugu forvarnastarfi og skjótri meðhöndlun þeirra sem smitast hafa af veirunni eða komist í tæri við sýkta einstaklinga. Með þessum hætti megi koma í veg fyrir að veiran berist til þéttbýlissvæða. Einna helst óttast sérfræðingar að veiran berist til borgarinnar Mbandaka þar sem 1,2 milljónir manna búa. Nú þegar hafa þrjú staðfest tilfelli komið upp í borginni. Festi veiran rætur í borginni eru taldar miklar líkur á því að hún komi upp í höfuðborginni Kinshasha, stærstu og fjölmennustu borg Austur-Kongó. Gríðarlegur viðbúnaður er í borgunum tveimur. Í Kinshasha eru allir flugfarþegar skimaðir fyrir veirunni og við hafnir Mbandaka er sami háttur hafður á.Sjá einnig: Ekki alþjóðlegt neyðarástand Peter Salama, yfirmaður neyðaráætlana hjá WHO, sagði miklar vísindaframfarir hafa átt sér stað síðan síðasti ebólu-faraldur kom upp. Viðbragðsaðilar séu í betri stöðu nú til að bregðast við með skilvirkum hætti. „Áður fyrr var höfuðáhersla lögð á að loka tilteknum svæðum, að hefta útbreiðsluna,“ segir Salama. „Núna getum við boðið þessum einstaklingum aðra og betri þjónustu.“ Þannig hefur WHO dreift 7.500 skömmtum af tilraunabóluefni við ebólu til íbúa í vesturhluta Austur-Kongó og víðar. Jafnframt hefur heilbrigðistarfsfólk á svæðunum verið bólusett fyrir veirunni. Ótti íbúa hefur gert heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir. Læknum og hjúkrunarfræðingum hefur verið hótað og þau sökuð um að dreifa veirunni. Þá ruddist fjölskylda tveggja stúlkna sem smitaðar voru af ebólu inn á sjúkrahús og flutti þær á brott. Önnur þeirra var flutt í nálæga kirkju þar sem 19 manns sameinuðust í bæn og þau þökkuðu guði fyrir að lækna stúlkuna af veirunni. Hún lést daginn eftir og miklar líkar eru taldar á að þeir sem tóku þátt í bænastundinni hafi smitast. Ebóla uppgötvaðist árið 1976 við samnefnda á í Austur-Kongó. Veiran veldur meiriháttar innvortis blæðingum og leiðir til dauða í um helmingi tilfella. Ekkert staðfest bóluefni er til við veirunni, en þó eru nokkur tilraunalyf í notkun. Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka 19. maí 2018 13:00 Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. 19. maí 2018 08:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmenn í Austur-Kongó freista þess nú að aftra útbreiðslu ebólufaraldursins sem spratt upp á strjálbýlu svæði í vesturhluta landsins í apríl síðastliðnum. Síðan þá hafa tæplega sextíu smitast af veirunni, af þeim hafa 27 látist. Þetta er í níunda skipti sem ebólu-faraldur kemur upp í Austur-Kongó síðan veiran uppgötvaðist árið 1976. Þó svo að heimamenn séu alkunnugir þeim hörmungum sem fylgja veirunni þá hafa heilbrigðisstarfsmenn mætt töluverðri tortryggni og efasemdum heimamanna um það hvernig best sé að forðast smit. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja ekki tímabært að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi, en vonir standa til að hægt verði að hægja verulega á útbreiðslu veirunnar með öflugu forvarnastarfi og skjótri meðhöndlun þeirra sem smitast hafa af veirunni eða komist í tæri við sýkta einstaklinga. Með þessum hætti megi koma í veg fyrir að veiran berist til þéttbýlissvæða. Einna helst óttast sérfræðingar að veiran berist til borgarinnar Mbandaka þar sem 1,2 milljónir manna búa. Nú þegar hafa þrjú staðfest tilfelli komið upp í borginni. Festi veiran rætur í borginni eru taldar miklar líkur á því að hún komi upp í höfuðborginni Kinshasha, stærstu og fjölmennustu borg Austur-Kongó. Gríðarlegur viðbúnaður er í borgunum tveimur. Í Kinshasha eru allir flugfarþegar skimaðir fyrir veirunni og við hafnir Mbandaka er sami háttur hafður á.Sjá einnig: Ekki alþjóðlegt neyðarástand Peter Salama, yfirmaður neyðaráætlana hjá WHO, sagði miklar vísindaframfarir hafa átt sér stað síðan síðasti ebólu-faraldur kom upp. Viðbragðsaðilar séu í betri stöðu nú til að bregðast við með skilvirkum hætti. „Áður fyrr var höfuðáhersla lögð á að loka tilteknum svæðum, að hefta útbreiðsluna,“ segir Salama. „Núna getum við boðið þessum einstaklingum aðra og betri þjónustu.“ Þannig hefur WHO dreift 7.500 skömmtum af tilraunabóluefni við ebólu til íbúa í vesturhluta Austur-Kongó og víðar. Jafnframt hefur heilbrigðistarfsfólk á svæðunum verið bólusett fyrir veirunni. Ótti íbúa hefur gert heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir. Læknum og hjúkrunarfræðingum hefur verið hótað og þau sökuð um að dreifa veirunni. Þá ruddist fjölskylda tveggja stúlkna sem smitaðar voru af ebólu inn á sjúkrahús og flutti þær á brott. Önnur þeirra var flutt í nálæga kirkju þar sem 19 manns sameinuðust í bæn og þau þökkuðu guði fyrir að lækna stúlkuna af veirunni. Hún lést daginn eftir og miklar líkar eru taldar á að þeir sem tóku þátt í bænastundinni hafi smitast. Ebóla uppgötvaðist árið 1976 við samnefnda á í Austur-Kongó. Veiran veldur meiriháttar innvortis blæðingum og leiðir til dauða í um helmingi tilfella. Ekkert staðfest bóluefni er til við veirunni, en þó eru nokkur tilraunalyf í notkun.
Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka 19. maí 2018 13:00 Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. 19. maí 2018 08:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka 19. maí 2018 13:00
Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. 19. maí 2018 08:30