Ef ekki nú, hvenær þá? Steinunn Ýr Einarsdóttir og Svala Hjörleifsdóttir skrifar 25. maí 2018 22:56 Kvennahreyfingin hefur tekið afdráttarlausa afstöðu með þolendum. Sú afstaða er rótæk í okkar gerendameðvirka samélagi. Stjórnmálinn eru ekki undirskilin því. Jafnvel mætti segja að það hafi ríkt þverpólitísk samstaða um gerenda meðvirkni. Það nægir að lesa #metoo sögur kvenna í stjórnmálum til þess að átta sig á því. Að rjúfa þögnina er aðeins byrjunin, það krefst pólitísks vilja, hugrekkis og þrautseigju að umbylta rótgróinni samfélagsgerð sem býður upp á ofbeldi og misrétti. Við þurfum að breyta því kerfi sem feðraveldið hefur byggt upp og skapa hér alvöru samfélag sem byggir á jafnrétti í víðum skilningi. Að standa gegn ofbeldis- og nauðgunarmenningu er að standa gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis. Sú afstaða stuðar mest þá einstaklinga sem vilja viðhalda valdi sínu og frelsi til að beita aðra ofbeldi í skjóli þagnar. Það kemur því ekki á óvart að þegar konur stíga opinberlega fram gegn ofbeldi og gagnrýna þöggun samfélagsins, þá fá þær yfir sig sérstaklega harkalegar árásir opinberlega og jafnvel í fjölmiðlum. Það á einnig við um aðra hópa sem stíga fram gegn misrétti og ofbeldi. Ofbeldi viðheldur misrétti, hvort sem í því felst kúgun, áreiti eða líkamlegt ofbeldi. Þannig eru einstaklingar brotnir niður. Án ofbeldis væri mun auðveldara að rísa gegn misrétti, því þá væri ekkert að óttast. En sú er ekki staðan. Þeir samfélagshópar sem sem hafa verið beittir misrétti hafa allir þá sögu að segja að það er kúgun þeirra valda meiri eða ofbeldi sem veikir stöðu þeirra í samfélaginu og þaggar niður rödd þeirra. Konur um allan heim komu saman og sögðu sögur sínar af misrétti, áreitni og ofbeldi. Þær sögur sem birtust opinberlega eru aðeins brot af öllum þeim sögum sem konur deildu inni í lokuðum hópum kvenna. Það er ömurleg staðreynd en konurnar voru að segja frá ofbeldi, kúgun og áreitni af hálfu samstarfsmanna, vina, eiginmanna og svo framvegis . Innan þessara hópa var sameiginlegur reynsluheimur kvenna virtur og ekki dregin í efa. Við vissum allar og skildum sögur hverrar annarar. Við í Kvennahreyfingunni höfum verið spurðar, afhverju núna? Jafnvel í miðri #metoo byltingu virðist svarið ekki augljóst öllum. Við spyrjum - ef það er ekki tími fyrir femíníska samstöðu núna, hvenær þá? Höfundar skipa 2. og 6. sæti á lista Kvennahreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kvennahreyfingin hefur tekið afdráttarlausa afstöðu með þolendum. Sú afstaða er rótæk í okkar gerendameðvirka samélagi. Stjórnmálinn eru ekki undirskilin því. Jafnvel mætti segja að það hafi ríkt þverpólitísk samstaða um gerenda meðvirkni. Það nægir að lesa #metoo sögur kvenna í stjórnmálum til þess að átta sig á því. Að rjúfa þögnina er aðeins byrjunin, það krefst pólitísks vilja, hugrekkis og þrautseigju að umbylta rótgróinni samfélagsgerð sem býður upp á ofbeldi og misrétti. Við þurfum að breyta því kerfi sem feðraveldið hefur byggt upp og skapa hér alvöru samfélag sem byggir á jafnrétti í víðum skilningi. Að standa gegn ofbeldis- og nauðgunarmenningu er að standa gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis. Sú afstaða stuðar mest þá einstaklinga sem vilja viðhalda valdi sínu og frelsi til að beita aðra ofbeldi í skjóli þagnar. Það kemur því ekki á óvart að þegar konur stíga opinberlega fram gegn ofbeldi og gagnrýna þöggun samfélagsins, þá fá þær yfir sig sérstaklega harkalegar árásir opinberlega og jafnvel í fjölmiðlum. Það á einnig við um aðra hópa sem stíga fram gegn misrétti og ofbeldi. Ofbeldi viðheldur misrétti, hvort sem í því felst kúgun, áreiti eða líkamlegt ofbeldi. Þannig eru einstaklingar brotnir niður. Án ofbeldis væri mun auðveldara að rísa gegn misrétti, því þá væri ekkert að óttast. En sú er ekki staðan. Þeir samfélagshópar sem sem hafa verið beittir misrétti hafa allir þá sögu að segja að það er kúgun þeirra valda meiri eða ofbeldi sem veikir stöðu þeirra í samfélaginu og þaggar niður rödd þeirra. Konur um allan heim komu saman og sögðu sögur sínar af misrétti, áreitni og ofbeldi. Þær sögur sem birtust opinberlega eru aðeins brot af öllum þeim sögum sem konur deildu inni í lokuðum hópum kvenna. Það er ömurleg staðreynd en konurnar voru að segja frá ofbeldi, kúgun og áreitni af hálfu samstarfsmanna, vina, eiginmanna og svo framvegis . Innan þessara hópa var sameiginlegur reynsluheimur kvenna virtur og ekki dregin í efa. Við vissum allar og skildum sögur hverrar annarar. Við í Kvennahreyfingunni höfum verið spurðar, afhverju núna? Jafnvel í miðri #metoo byltingu virðist svarið ekki augljóst öllum. Við spyrjum - ef það er ekki tími fyrir femíníska samstöðu núna, hvenær þá? Höfundar skipa 2. og 6. sæti á lista Kvennahreyfingarinnar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun