Framtíðin felst í menntun – líka í tónlistarleikhúsi Gunnar Guðbjörnsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Uppgangur tónlistarleikhúss á Íslandi síðustu ár ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum. Óperur hafa vissulega verið misjafnlega vinsælar síðustu ár en þegar best tekst til er þjóðin sólgin í þær. Í því sambandi má nefna sýningar á borð við Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson fyrir um fjórum árum. Þó að algengara sé að óperur íslenskra tónskálda séu frumfluttar í útlöndum rata þær stundum hingað á klakann, landanum til ómældrar gleði. Stóru leikhúsin keppast um að setja upp glæsilegar söngleikjasýningar og virðist eftirspurn oftast vera meiri en framboð. Á söngleikjasýningum grunnskóla og framhaldsskóla er meira að segja fullt út úr dyrum. Sjálfstæðir leikhópar láta ekki sitt eftir liggja og ráðast í uppsetningar á söngleikjum og barnasýningum þar sem söngur og tónlist er í aðalhlutverki. Ætti öllum að vera í fersku minni sú mikla athygli sem stórsýning TMB viðburða á söngleiknum Phantom of the Opera í Hörpu hlaut. Sjálfur gleðst ég mjög yfir gróskunni enda stýri ég skóla sem hefur á síðustu árum m.a. lagt áherslu á samruna listgreinanna leiklistar og tónlistar. Í haust var stofnaður kór á vegum skólans með nemendum einsöngsdeildar og söngleikjadeildar til að syngja í Phantom of the Opera. Fengu nemendurnir ómetanlega reynslu með þátttöku í þessu metnaðarfulla verkefni. Nemendurnir komu á óvart en þó ber að hafa í huga að stór hluti af starfi SSD hverfist um að setja upp sýningar á óperum og söngleikjum. Það væri ósk okkar að skólanum yrði gert kleift að auka leiklistarkennslu til að ná betra jafnvægi í kennslu og auka þar með leikni nemenda í leiklistarhlutanum. Stefnan er að bjóða nemendum undirbúning fyrir atvinnumennsku á leiksviði og til þess þarf að forgangsraða rétt í skólastarfinu. Breytingar í heimi tónlistarleikhúss á síðustu áratugum valda því að auknar kröfur eru gerðar um leiklistarkennslu. Bregðast háskólar víða í Evrópu við í takt við þessar kröfur og við verðum einnig að gera það hér á landi. Á Íslandi er hægt að undirbúa nemendur fyrir nám í erlendum háskólum enn betur. Á dögunum heimsótti ég konunglega konservatoríumið í Antwerpen þar sem fimm útskrifaðir nemendur úr SSD stunda nú nám. Árangur þeirra er góður því þau gegndu öll veigamiklum hlutverkum í uppfærslu skólans á Töfraflautu Mozarts. Þessir nemendur voru vel undirbúnir en hefðu getað verið enn betur í stakk búnir til að takast á við námið ytra og það sem því fylgir. Væntanlega þurfum við ekki að efast um mikilvægi fjölbreytileika í íslenskri menningu. Um áhuga Íslendinga fyrir tónlistarleikhúsi þarf ekki að fjölyrða og augljóst er að hér á landi er hæfileikafólk hvert sem litið er. Við eigum alþjóðlega listamenn sem gera garðinn frægan allt árið um kring en til þess að við getum áfram verið í fremstu röð þurfum við sem menntum fólk fyrir framtíðina skilning stjórnvalda og aukið svigrúm fyrir menntun sem er í takt við nútímann.Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Uppgangur tónlistarleikhúss á Íslandi síðustu ár ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum. Óperur hafa vissulega verið misjafnlega vinsælar síðustu ár en þegar best tekst til er þjóðin sólgin í þær. Í því sambandi má nefna sýningar á borð við Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson fyrir um fjórum árum. Þó að algengara sé að óperur íslenskra tónskálda séu frumfluttar í útlöndum rata þær stundum hingað á klakann, landanum til ómældrar gleði. Stóru leikhúsin keppast um að setja upp glæsilegar söngleikjasýningar og virðist eftirspurn oftast vera meiri en framboð. Á söngleikjasýningum grunnskóla og framhaldsskóla er meira að segja fullt út úr dyrum. Sjálfstæðir leikhópar láta ekki sitt eftir liggja og ráðast í uppsetningar á söngleikjum og barnasýningum þar sem söngur og tónlist er í aðalhlutverki. Ætti öllum að vera í fersku minni sú mikla athygli sem stórsýning TMB viðburða á söngleiknum Phantom of the Opera í Hörpu hlaut. Sjálfur gleðst ég mjög yfir gróskunni enda stýri ég skóla sem hefur á síðustu árum m.a. lagt áherslu á samruna listgreinanna leiklistar og tónlistar. Í haust var stofnaður kór á vegum skólans með nemendum einsöngsdeildar og söngleikjadeildar til að syngja í Phantom of the Opera. Fengu nemendurnir ómetanlega reynslu með þátttöku í þessu metnaðarfulla verkefni. Nemendurnir komu á óvart en þó ber að hafa í huga að stór hluti af starfi SSD hverfist um að setja upp sýningar á óperum og söngleikjum. Það væri ósk okkar að skólanum yrði gert kleift að auka leiklistarkennslu til að ná betra jafnvægi í kennslu og auka þar með leikni nemenda í leiklistarhlutanum. Stefnan er að bjóða nemendum undirbúning fyrir atvinnumennsku á leiksviði og til þess þarf að forgangsraða rétt í skólastarfinu. Breytingar í heimi tónlistarleikhúss á síðustu áratugum valda því að auknar kröfur eru gerðar um leiklistarkennslu. Bregðast háskólar víða í Evrópu við í takt við þessar kröfur og við verðum einnig að gera það hér á landi. Á Íslandi er hægt að undirbúa nemendur fyrir nám í erlendum háskólum enn betur. Á dögunum heimsótti ég konunglega konservatoríumið í Antwerpen þar sem fimm útskrifaðir nemendur úr SSD stunda nú nám. Árangur þeirra er góður því þau gegndu öll veigamiklum hlutverkum í uppfærslu skólans á Töfraflautu Mozarts. Þessir nemendur voru vel undirbúnir en hefðu getað verið enn betur í stakk búnir til að takast á við námið ytra og það sem því fylgir. Væntanlega þurfum við ekki að efast um mikilvægi fjölbreytileika í íslenskri menningu. Um áhuga Íslendinga fyrir tónlistarleikhúsi þarf ekki að fjölyrða og augljóst er að hér á landi er hæfileikafólk hvert sem litið er. Við eigum alþjóðlega listamenn sem gera garðinn frægan allt árið um kring en til þess að við getum áfram verið í fremstu röð þurfum við sem menntum fólk fyrir framtíðina skilning stjórnvalda og aukið svigrúm fyrir menntun sem er í takt við nútímann.Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun