Áskoranir í persónuvernd– er þitt sveitarfélag tilbúið? Telma Halldórsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Í dag, 25. maí, á evrópska persónuverndardeginum tekur gildi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Reglugerðin öðlast gildi á Íslandi eftir að Alþingi setur lög um málið. Hér á landi voru drög að frumvarpi kynnt fyrir stuttu og hafa stjórnvöld lýst því yfir að stefnt sé að innleiðingu nýrra laga um persónuvernd eins nálægt deginum í dag og hægt er. Er því ljóst að ástæða er fyrir sveitarfélög landsins að spýta í lófana enda er sá tími sem er til stefnu, frá því að frumvarp er kynnt og þar til lögin munu öðlast gildi, afar stuttur. Sveitarfélög fara með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum sem hluta af lögbundinni þjónustu þeirra, m.a. við rekstur grunnskóla, leikskóla, félagsþjónustu, öldrunarþjónustu, leyfisveitingar, starfsmannahald o.fl. Sveitarfélög bera ábyrgð á meðferð allra þessara upplýsinga og að farið sé að lögum um persónuvernd. Innleiðing nýrra persónuverndarlöggjafar kallar auk þess á umfangsmiklar breytingar og því má heita ljóst að innleiðing nýrra laga felur í sér sérlega umfangsmikið verkefni innan stjórnsýslu sveitarfélaga. Afar mikilvægt er því að sveitarstjórnarmenn geri sér grein fyrir þeim ríku skyldum sem hvíla á þeim í þessum efnum og taki nauðsynleg skref við innleiðingu og undirbúning fyrir ný lög til að verja sveitarfélögin gegn mögulegum málaferlum og stjórnsýslusektum. Hér er um að ræða verkefni sem nýjar sveitarstjórnir verða að setja framarlega í forgangsröðina strax að kosningum loknum, en á meðal þess sem öll sveitarfélög þurfa að fara yfir, hvert í sínu ranni, er eftirfarandi:Er kominn persónuverndarfulltrúi hjá sveitarfélaginu, sem uppfyllir þær ríku kröfur sem gerðar eru í lögunum?Hefur vinnsla sveitarfélagsins verið skoðuð og vinnsluskrá gerð?Hafa öryggiskerfi og skjalakerfi sveitarfélagsins verið skoðuð m.v. kröfur í nýjum lögum?Hafa samningar við vinnsluaðila verið yfirfarnir?Hefur sveitarfélagið sett sér persónuverndarstefnu og önnur skjöl sem lögin gera ráð fyrir?Er sveitarfélagið með áætlun um innleiðingu og hlítingu? Sé undirbúningur skammt á veg kominn, er mikilvægt að tímasett verkefnaáætlun verði gerð sem sýnir hvernig sveitarfélagið ætli sér að uppfylla kröfur laganna. Þar sem þessi vinna er ekki bara tímafrek heldur líka kostnaðarsöm skiptir skipulag höfuðmáli. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið mikið starf við undirbúning nýju laganna og má finna bæði leiðbeiningar og hagnýta fyrirlestra um efnið á vef þess. Einnig hafa stöðluð skjöl verið mótuð og aðlöguð að löggjöfinni af lögfræðingahópi um persónuvernd og UT hópi um persónuvernd hjá sambandinu sem nýtast sveitarfélögunum. Þá hefur með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mikið starf verið unnið að undanförnu í grunnskólum landsins vegna rafrænna kerfa, áhættumats o.fl. Frekari vinna er svo að fara af stað við innleiðingu í grunnskólum, leikskólum og frístundastarfi í samvinnu við Reykjavíkurborg sem deilt verður með öllum sveitarfélögum. Ljóst er að verkefnið er stórt, en tækifæri til úrbóta eru jafnframt mikil. Sameiginlegir hagsmunir bæði sveitarfélaga og íbúa eru augljóslega að gætt sé að persónuverndarupplýsingum og meðferð þeirra. Sambandið óskar öllum gleðilegs persónuverndardags og hvetur sveitarfélög landsins áfram til góðra verka á sviði persónuverndar.Höfundur er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 25. maí, á evrópska persónuverndardeginum tekur gildi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Reglugerðin öðlast gildi á Íslandi eftir að Alþingi setur lög um málið. Hér á landi voru drög að frumvarpi kynnt fyrir stuttu og hafa stjórnvöld lýst því yfir að stefnt sé að innleiðingu nýrra laga um persónuvernd eins nálægt deginum í dag og hægt er. Er því ljóst að ástæða er fyrir sveitarfélög landsins að spýta í lófana enda er sá tími sem er til stefnu, frá því að frumvarp er kynnt og þar til lögin munu öðlast gildi, afar stuttur. Sveitarfélög fara með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum sem hluta af lögbundinni þjónustu þeirra, m.a. við rekstur grunnskóla, leikskóla, félagsþjónustu, öldrunarþjónustu, leyfisveitingar, starfsmannahald o.fl. Sveitarfélög bera ábyrgð á meðferð allra þessara upplýsinga og að farið sé að lögum um persónuvernd. Innleiðing nýrra persónuverndarlöggjafar kallar auk þess á umfangsmiklar breytingar og því má heita ljóst að innleiðing nýrra laga felur í sér sérlega umfangsmikið verkefni innan stjórnsýslu sveitarfélaga. Afar mikilvægt er því að sveitarstjórnarmenn geri sér grein fyrir þeim ríku skyldum sem hvíla á þeim í þessum efnum og taki nauðsynleg skref við innleiðingu og undirbúning fyrir ný lög til að verja sveitarfélögin gegn mögulegum málaferlum og stjórnsýslusektum. Hér er um að ræða verkefni sem nýjar sveitarstjórnir verða að setja framarlega í forgangsröðina strax að kosningum loknum, en á meðal þess sem öll sveitarfélög þurfa að fara yfir, hvert í sínu ranni, er eftirfarandi:Er kominn persónuverndarfulltrúi hjá sveitarfélaginu, sem uppfyllir þær ríku kröfur sem gerðar eru í lögunum?Hefur vinnsla sveitarfélagsins verið skoðuð og vinnsluskrá gerð?Hafa öryggiskerfi og skjalakerfi sveitarfélagsins verið skoðuð m.v. kröfur í nýjum lögum?Hafa samningar við vinnsluaðila verið yfirfarnir?Hefur sveitarfélagið sett sér persónuverndarstefnu og önnur skjöl sem lögin gera ráð fyrir?Er sveitarfélagið með áætlun um innleiðingu og hlítingu? Sé undirbúningur skammt á veg kominn, er mikilvægt að tímasett verkefnaáætlun verði gerð sem sýnir hvernig sveitarfélagið ætli sér að uppfylla kröfur laganna. Þar sem þessi vinna er ekki bara tímafrek heldur líka kostnaðarsöm skiptir skipulag höfuðmáli. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið mikið starf við undirbúning nýju laganna og má finna bæði leiðbeiningar og hagnýta fyrirlestra um efnið á vef þess. Einnig hafa stöðluð skjöl verið mótuð og aðlöguð að löggjöfinni af lögfræðingahópi um persónuvernd og UT hópi um persónuvernd hjá sambandinu sem nýtast sveitarfélögunum. Þá hefur með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mikið starf verið unnið að undanförnu í grunnskólum landsins vegna rafrænna kerfa, áhættumats o.fl. Frekari vinna er svo að fara af stað við innleiðingu í grunnskólum, leikskólum og frístundastarfi í samvinnu við Reykjavíkurborg sem deilt verður með öllum sveitarfélögum. Ljóst er að verkefnið er stórt, en tækifæri til úrbóta eru jafnframt mikil. Sameiginlegir hagsmunir bæði sveitarfélaga og íbúa eru augljóslega að gætt sé að persónuverndarupplýsingum og meðferð þeirra. Sambandið óskar öllum gleðilegs persónuverndardags og hvetur sveitarfélög landsins áfram til góðra verka á sviði persónuverndar.Höfundur er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar