Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2018 12:32 Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri hlupu á sig þegar þeir létu mynda sig í íslenska landsliðsbúningnum. Vísir Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri voru full borubrattir þegar þeir létu mynda sig í landsliðsbúningnum á dögunum og birtu. Ýmsum þótti þetta skjóta skökku við og bárust KSÍ ábendingar úr ýmsum áttum um að þarna hlytu hinir ungu pólitísku Akureyringar komnir yfir strikið.Freisting að vilja tengja sig við liðið þegar vel gengur Darri Johanssen hjá Pipar\TBWA segir þetta rétt, en KSÍ og Pipar auglýsingastofa gerðu með sér samstarfssamning um sérstaka vörumerkjavöktun. „Það er alltaf ákveðin freisting hjá auglýsendum að tengja sig liðinu í markaðsefni, ekki síst þegar vel gengur – og það er eðlilegt. Öll þjóðin fylgist með og allir vilja veg liðsins sem mestan. En um þetta gilda hinsvegar mjög strangar reglur. Merki KSÍ og landsliðsbúningurinn eru skrásett vörumerki og öll notkun myndefnis sem sýnir merkið, búninginn eða leikmenn íklædda honum er með öllu óheimil, nema samstarfsaðilum KSÍ,“ sagði Ómar Smárason, markaðsstjóri hjá KSÍ, þegar sá samningur var kynntur.Tóku myndina úr birtingu umsvifalaust Darri segir að þegar hinum ungu Sjálfstæðismönnum hafi borist ábending um að þeir væru líkast til innan landhelgi með þetta uppátæki sitt hafi þeir haft samband við KSÍ af fyrra bragði. Þá til að kynna sér stöðu sína. „KSÍ tjáði þeim þá að það gæti ekki heimilað þessa tilteknu notkun á búningnum. Þau brugðust hratt og vel við og tóku myndina úr birtingu um leið, fannst þetta afar leiðinlegt, báðust velvirðingar á því og þannig lauk málinu. Engir eftirmálar.“ Darri segir segir eðlilegt að fólk almennt viti ekki hvar línurnar í þessu liggja og um að gera sé að hafa samband við Pipar\TBWA eða KSÍ til að ganga úr skugga um það ef vafi leiki á um. Ekki megi nota búningana í markaðslegum tilgangi en einstaklingum er hins vegar eftir sem áður heimilt að birta myndir af sér í búningunum: Áfram Ísland! Kosningar 2018 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri voru full borubrattir þegar þeir létu mynda sig í landsliðsbúningnum á dögunum og birtu. Ýmsum þótti þetta skjóta skökku við og bárust KSÍ ábendingar úr ýmsum áttum um að þarna hlytu hinir ungu pólitísku Akureyringar komnir yfir strikið.Freisting að vilja tengja sig við liðið þegar vel gengur Darri Johanssen hjá Pipar\TBWA segir þetta rétt, en KSÍ og Pipar auglýsingastofa gerðu með sér samstarfssamning um sérstaka vörumerkjavöktun. „Það er alltaf ákveðin freisting hjá auglýsendum að tengja sig liðinu í markaðsefni, ekki síst þegar vel gengur – og það er eðlilegt. Öll þjóðin fylgist með og allir vilja veg liðsins sem mestan. En um þetta gilda hinsvegar mjög strangar reglur. Merki KSÍ og landsliðsbúningurinn eru skrásett vörumerki og öll notkun myndefnis sem sýnir merkið, búninginn eða leikmenn íklædda honum er með öllu óheimil, nema samstarfsaðilum KSÍ,“ sagði Ómar Smárason, markaðsstjóri hjá KSÍ, þegar sá samningur var kynntur.Tóku myndina úr birtingu umsvifalaust Darri segir að þegar hinum ungu Sjálfstæðismönnum hafi borist ábending um að þeir væru líkast til innan landhelgi með þetta uppátæki sitt hafi þeir haft samband við KSÍ af fyrra bragði. Þá til að kynna sér stöðu sína. „KSÍ tjáði þeim þá að það gæti ekki heimilað þessa tilteknu notkun á búningnum. Þau brugðust hratt og vel við og tóku myndina úr birtingu um leið, fannst þetta afar leiðinlegt, báðust velvirðingar á því og þannig lauk málinu. Engir eftirmálar.“ Darri segir segir eðlilegt að fólk almennt viti ekki hvar línurnar í þessu liggja og um að gera sé að hafa samband við Pipar\TBWA eða KSÍ til að ganga úr skugga um það ef vafi leiki á um. Ekki megi nota búningana í markaðslegum tilgangi en einstaklingum er hins vegar eftir sem áður heimilt að birta myndir af sér í búningunum: Áfram Ísland!
Kosningar 2018 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira