Frekari tölvupóstssamskipti varpa ljósi á endurtekið samráð oddvita og framkvæmdaaðila Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. maí 2018 12:30 Guðmundur Ingi, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar, sendi beiðni á Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita Árneshrepps, og hún leitaði ráða hjá Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra HS Orku og stjórnarformanns Vesturverks. Vísir/samsett Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, leitaði til framkvæmdaaðilanna Vesturverks og HS Orku þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar og núverandi umhverfisráðherra, bað Evu þann 26. júní 2017 um að senda sér afrit af gögnum og/eða bréfum er varðar Vesturverk með vísan til upplýsingalaga. Tölvupóstssamskipti á milli Evu og forsvarsmanna Vesturverks og HS Orku sýna að oddvitinn leitaði talsvert til þeirra Gunnars Gauks Magnússonar, framkvæmdastjóra Vesturverks, og Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra HS Orku og stjórnarformanns Vesturverks, með hin ýmsu mál sem tengjast hreppsnefndinni og Hvalárvirkjun sem stendur til að reisa í Ófeigsfjarðarheiði á Ströndum.Sjá frétt Vísis um töluvpóstssamskiptin. Pétur Húni Björnsson, stjórnarmaður í Rjúkanda - samtökum um verndun umhverfis, náttúru og menningarminja í Árneshreppi, fékk afrit af tölvupóstssamskiptum Evu og þeirra Gunnars og Ásgeirs á grundvelli upplýsingalaga.Hér má sjá tölvupóstinn sem Guðmundur Ingi sendi á oddvita Árneshrepps.„Þessi beiðni Landverndar er dæmigerð“ Þann 27. júní 2017, daginn eftir að Evu barst erindi Guðmundar Inga, þáverandi framkvæmdastjóra Landverndar, leitaði hún til Gunnars Gauks, framkvæmdastjóra Vesturverks, og Ásgeirs, forstjóra HS Orku og stjórnarformanns. „Ég fékk þennan póst frá Guðmundi Inga í gær og vildi leyfa ykkur að sjá hann. Ég vil bara vera alveg viss um hvernig ég á að svara þessu, hann vitnar þarna til upplýsingalaga og það er engin ástæða til annars en að virða þau.“ Sama dag, 26. júní 2017, svaraði Ásgeir bréfi Evu og segir beiðni Landverndar vera „dæmigerða“. „Nú þekki ég ekki nógu vel til upplýsingalaganna og skylda sveitarfélaga til að bregðast við og set því Finn, lögfræðing okkar, með á skeytið. Hann getur eflaust gefið okkur góð ráð í þessu. Ég hefði sjálfur haldið að þessi skylda næði ekki til óformlegra vinnugagna, að þetta næði frekar til gerða samninga, sem ekki eru enn til staðar en verða það vonandi fljótlega,“ segir í svari Ásgeirs til Evu. Hann segir að lokum að honum þyki einsýnt að Landvernd reyni að nota hvað sem þau fái í hendurnar gegn „málefninu“. Hann leggur til við Evu að þau heyri hvað Finnur Beck, lögfræðingur HS Orku, hafi um málið að segja og bregðist við beiðni Guðmundar í framhaldi af því.Hér má sjá tölvupóstinn sem Eva sendi á Ásgeir, forstjóra HS Orku, og Gunnar Gauk, framkvæmdastjóra Vesturverks.Segir oddvitann einleikara Pétur Húni, sem sóttist eftir gögnunum, gagnrýnir harðlega stjórnunarhætti oddvitans. „Í staðinn fyrir að gera eitthvað í þessu á forsendum Hreppsnefndarinnar þá talar hún strax við Vesturverk og HS Orku.“ Honum þykir ámælisvert að Eva skuli hafa sent áfram til framkvæmdaaðila fyrirspurnir sem henni sjálfri var ætlað að svara. „Í mínum huga er þetta þannig að oddvitinn er í rauninni bara að spila sóló. Ég veit ekki hvað það er sem raunverulega vakir fyrir henni. Ég veit ekki hvaða hvatir liggja að baki því að hún hegðar sér eins og hún gerir en hún er bara alveg grjótharður stuðningsmaður virkjunarinnar alveg sama hvað á dynur. Hún þylur upp aftur og aftur röksemdirnar sem HS Orka og Vesturverk hafa komið með fyrir þessu,“ segir Pétur sem treystir ekki framkvæmdaraðilum. „Við höfum fengið það á hreint að öll loforðin sem þeir eru að gefa eru annað hvort lygi eða ýkjur eða eitthvað sem þeir eiga ekkert með að lofa vegna þess að það er ekki einu sinni á þeirra borði að gera það. Þeir mega til dæmis ekkert fara að dreifa rafmagni í Árneshreppi, það er Orkubú Vestfjarða sem er með einkaleyfi á því.“Svar Ásgeirs við tölvupósti Evu. „Úff ég verð bara að sitjast niður“ Auði Magnúsdóttur, framkvæmdarstjóra Landverndar, var talsvert brugðið þegar hún komst að innihaldi tölupóstsamskiptanna en henni þykir gjörningurinn lýsandi fyrir aðstöðumun Landverndar og framkvæmdaaðilanna: „Mér finnst þetta rosalega lýsandi fyrir þá baráttu sem Landvernd er búin að vera í og fyrir það ofurefli sem við eigum við að etja; þetta batterí sem fer í gang.“ Auði þykir samskiptin ekki síður lýsandi fyrir erfiðar aðstæður sem vanmáttug sveitarfélög eru í. „Þetta sýnir í hvaða aðstöðu við erum en náttúrulega líka í hvaða aðstöðu lítil og vanmáttug sveitarfélög eru. Það er búið að setja þessa ábyrgð á þeirra herðar en áður en Kárahnjúkavirkjun kom þá hafði Skipulagsstofnun úrskurðarvald í svona málum en nú er búið að taka það vald af Skipulagsstofnun og færa það yfir til sveitarfélaganna sem gefa út þetta framkvæmdarleyfi og eiga að taka tillit til álits Skipulagsstofnunar en Skipulagsstofnun gefur bara út álit núna. Þessar gífurlegu mikilvægu ákvarðanir sem þarf rosalegt batterí til þess að geta tekið, það er núna sett í hendur á mjög vanmáttugum sveitarstjórnum í sumum tilvikum. Þetta er kannski skiljanlegt, að vissu leyti, að sveitarstjórinn skuli leita svona mikið til þessara sterku aðila. Þeir eru með lögfræðinga á sínum snærum.“Forstjóri Skipulagsstofnunar ætlar ekki að fella dóma Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, bíður upplýsinga frá Árneshreppi. „Það mál stendur þannig að við erum sem sagt með aðalskipulagsbreytingu til staðfestingar og við sendum erindi til sveitarfélagsins upp úr miðjum apríl þar sem við óskuðum eftir tilteknum skýringum og upplýsingum varðandi afgreiðslu þess máls og við höfum ekki fengið svar við því erindi þannig að það stendur bara þar.“ Hún vildi ekki tjá sig um tölvupóstssamskiptin á meðan Skipulagsstofnun er enn með málið til afgreiðslu. „Ég held að það verði bara að fá að hafa sinn gang. Þessi samskipti sem þarna var greint frá um helgina, þau varða annars vegar mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar sem lauk í apríl á síðastliðnu ári og svo varða þau einnig það ferli sem er enn þá í gangi, það er að segja skipulagsferlið sem er breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir virkjanaframkvæmdirnar. Það er bara málsmeðferð sem er enn í gangi og verður að fá að lúta þeim reglum sem um hana gilda. Þar eigum við eftir að taka ákvörðun þegar upplýsingar berast frá sveitarfélaginu þannig að ég ætla ekki að fella neina dóma um það að þessu stigi.“Svara þegar til þeirra er leitað Aðspurður hvort oddvitinn hafi gengið erinda HS Orku sagði Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, í Bítinu í gærmorgun að það væri af og frá. „Það er einfaldlega þannig í svona verkefnum að það er ekki hægt að vinna þau nema með samskiptum framkvæmdaraðilans og sveitarfélagsins.“ Spurður hvort það væri ekki óeðlilegt að biðja um orð og orðfæri framkvæmdaraðilans svaraði Ásgeir einnig neitandi: „Það get ég ekki séð, við einfaldlega svörum þegar til okkar er leitað.“Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, vildi ekki tjá sig um tölvupóstssamskipti sín við forsvarsmenn HS Orku og Vesturverks þegar til hennar var leitað.Uppfært klukkan 17:53Engin lögfræðiaðstoð veittÁsgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, vill koma því á framfæri að HS Orka hafi ekki veitt neina lögfræðiaðstoð vegna málsins. Finnur Beck, lögfærðingur HS Orku sagði í tölvupósti til Ásgeirs, Gunnars og Evu að sér væri óheimilt samkvæmt siðareglum lögmanna og lögum um lögmenn að veita sveitarfélaginu lögfræðiaðstoð. Evu er ráðlagt að leita til lögfræðinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þann 26. júní sendir Ásgeir nýjan tölvupóst til Evu þar sem hann gerir grein fyrir afstöðu sinni; HS Orka hafi ekkert að fela og því bæri henni að senda Landvernd umbeðnar upplýsingar. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hrafn Jökulsson fær að hafa lögheimili sitt í Árneshreppi Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Árneshrepp í lok apríl síðastliðnum standi. 24. maí 2018 11:16 Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, leitaði til framkvæmdaaðilanna Vesturverks og HS Orku þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar og núverandi umhverfisráðherra, bað Evu þann 26. júní 2017 um að senda sér afrit af gögnum og/eða bréfum er varðar Vesturverk með vísan til upplýsingalaga. Tölvupóstssamskipti á milli Evu og forsvarsmanna Vesturverks og HS Orku sýna að oddvitinn leitaði talsvert til þeirra Gunnars Gauks Magnússonar, framkvæmdastjóra Vesturverks, og Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra HS Orku og stjórnarformanns Vesturverks, með hin ýmsu mál sem tengjast hreppsnefndinni og Hvalárvirkjun sem stendur til að reisa í Ófeigsfjarðarheiði á Ströndum.Sjá frétt Vísis um töluvpóstssamskiptin. Pétur Húni Björnsson, stjórnarmaður í Rjúkanda - samtökum um verndun umhverfis, náttúru og menningarminja í Árneshreppi, fékk afrit af tölvupóstssamskiptum Evu og þeirra Gunnars og Ásgeirs á grundvelli upplýsingalaga.Hér má sjá tölvupóstinn sem Guðmundur Ingi sendi á oddvita Árneshrepps.„Þessi beiðni Landverndar er dæmigerð“ Þann 27. júní 2017, daginn eftir að Evu barst erindi Guðmundar Inga, þáverandi framkvæmdastjóra Landverndar, leitaði hún til Gunnars Gauks, framkvæmdastjóra Vesturverks, og Ásgeirs, forstjóra HS Orku og stjórnarformanns. „Ég fékk þennan póst frá Guðmundi Inga í gær og vildi leyfa ykkur að sjá hann. Ég vil bara vera alveg viss um hvernig ég á að svara þessu, hann vitnar þarna til upplýsingalaga og það er engin ástæða til annars en að virða þau.“ Sama dag, 26. júní 2017, svaraði Ásgeir bréfi Evu og segir beiðni Landverndar vera „dæmigerða“. „Nú þekki ég ekki nógu vel til upplýsingalaganna og skylda sveitarfélaga til að bregðast við og set því Finn, lögfræðing okkar, með á skeytið. Hann getur eflaust gefið okkur góð ráð í þessu. Ég hefði sjálfur haldið að þessi skylda næði ekki til óformlegra vinnugagna, að þetta næði frekar til gerða samninga, sem ekki eru enn til staðar en verða það vonandi fljótlega,“ segir í svari Ásgeirs til Evu. Hann segir að lokum að honum þyki einsýnt að Landvernd reyni að nota hvað sem þau fái í hendurnar gegn „málefninu“. Hann leggur til við Evu að þau heyri hvað Finnur Beck, lögfræðingur HS Orku, hafi um málið að segja og bregðist við beiðni Guðmundar í framhaldi af því.Hér má sjá tölvupóstinn sem Eva sendi á Ásgeir, forstjóra HS Orku, og Gunnar Gauk, framkvæmdastjóra Vesturverks.Segir oddvitann einleikara Pétur Húni, sem sóttist eftir gögnunum, gagnrýnir harðlega stjórnunarhætti oddvitans. „Í staðinn fyrir að gera eitthvað í þessu á forsendum Hreppsnefndarinnar þá talar hún strax við Vesturverk og HS Orku.“ Honum þykir ámælisvert að Eva skuli hafa sent áfram til framkvæmdaaðila fyrirspurnir sem henni sjálfri var ætlað að svara. „Í mínum huga er þetta þannig að oddvitinn er í rauninni bara að spila sóló. Ég veit ekki hvað það er sem raunverulega vakir fyrir henni. Ég veit ekki hvaða hvatir liggja að baki því að hún hegðar sér eins og hún gerir en hún er bara alveg grjótharður stuðningsmaður virkjunarinnar alveg sama hvað á dynur. Hún þylur upp aftur og aftur röksemdirnar sem HS Orka og Vesturverk hafa komið með fyrir þessu,“ segir Pétur sem treystir ekki framkvæmdaraðilum. „Við höfum fengið það á hreint að öll loforðin sem þeir eru að gefa eru annað hvort lygi eða ýkjur eða eitthvað sem þeir eiga ekkert með að lofa vegna þess að það er ekki einu sinni á þeirra borði að gera það. Þeir mega til dæmis ekkert fara að dreifa rafmagni í Árneshreppi, það er Orkubú Vestfjarða sem er með einkaleyfi á því.“Svar Ásgeirs við tölvupósti Evu. „Úff ég verð bara að sitjast niður“ Auði Magnúsdóttur, framkvæmdarstjóra Landverndar, var talsvert brugðið þegar hún komst að innihaldi tölupóstsamskiptanna en henni þykir gjörningurinn lýsandi fyrir aðstöðumun Landverndar og framkvæmdaaðilanna: „Mér finnst þetta rosalega lýsandi fyrir þá baráttu sem Landvernd er búin að vera í og fyrir það ofurefli sem við eigum við að etja; þetta batterí sem fer í gang.“ Auði þykir samskiptin ekki síður lýsandi fyrir erfiðar aðstæður sem vanmáttug sveitarfélög eru í. „Þetta sýnir í hvaða aðstöðu við erum en náttúrulega líka í hvaða aðstöðu lítil og vanmáttug sveitarfélög eru. Það er búið að setja þessa ábyrgð á þeirra herðar en áður en Kárahnjúkavirkjun kom þá hafði Skipulagsstofnun úrskurðarvald í svona málum en nú er búið að taka það vald af Skipulagsstofnun og færa það yfir til sveitarfélaganna sem gefa út þetta framkvæmdarleyfi og eiga að taka tillit til álits Skipulagsstofnunar en Skipulagsstofnun gefur bara út álit núna. Þessar gífurlegu mikilvægu ákvarðanir sem þarf rosalegt batterí til þess að geta tekið, það er núna sett í hendur á mjög vanmáttugum sveitarstjórnum í sumum tilvikum. Þetta er kannski skiljanlegt, að vissu leyti, að sveitarstjórinn skuli leita svona mikið til þessara sterku aðila. Þeir eru með lögfræðinga á sínum snærum.“Forstjóri Skipulagsstofnunar ætlar ekki að fella dóma Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, bíður upplýsinga frá Árneshreppi. „Það mál stendur þannig að við erum sem sagt með aðalskipulagsbreytingu til staðfestingar og við sendum erindi til sveitarfélagsins upp úr miðjum apríl þar sem við óskuðum eftir tilteknum skýringum og upplýsingum varðandi afgreiðslu þess máls og við höfum ekki fengið svar við því erindi þannig að það stendur bara þar.“ Hún vildi ekki tjá sig um tölvupóstssamskiptin á meðan Skipulagsstofnun er enn með málið til afgreiðslu. „Ég held að það verði bara að fá að hafa sinn gang. Þessi samskipti sem þarna var greint frá um helgina, þau varða annars vegar mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar sem lauk í apríl á síðastliðnu ári og svo varða þau einnig það ferli sem er enn þá í gangi, það er að segja skipulagsferlið sem er breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir virkjanaframkvæmdirnar. Það er bara málsmeðferð sem er enn í gangi og verður að fá að lúta þeim reglum sem um hana gilda. Þar eigum við eftir að taka ákvörðun þegar upplýsingar berast frá sveitarfélaginu þannig að ég ætla ekki að fella neina dóma um það að þessu stigi.“Svara þegar til þeirra er leitað Aðspurður hvort oddvitinn hafi gengið erinda HS Orku sagði Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, í Bítinu í gærmorgun að það væri af og frá. „Það er einfaldlega þannig í svona verkefnum að það er ekki hægt að vinna þau nema með samskiptum framkvæmdaraðilans og sveitarfélagsins.“ Spurður hvort það væri ekki óeðlilegt að biðja um orð og orðfæri framkvæmdaraðilans svaraði Ásgeir einnig neitandi: „Það get ég ekki séð, við einfaldlega svörum þegar til okkar er leitað.“Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, vildi ekki tjá sig um tölvupóstssamskipti sín við forsvarsmenn HS Orku og Vesturverks þegar til hennar var leitað.Uppfært klukkan 17:53Engin lögfræðiaðstoð veittÁsgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, vill koma því á framfæri að HS Orka hafi ekki veitt neina lögfræðiaðstoð vegna málsins. Finnur Beck, lögfærðingur HS Orku sagði í tölvupósti til Ásgeirs, Gunnars og Evu að sér væri óheimilt samkvæmt siðareglum lögmanna og lögum um lögmenn að veita sveitarfélaginu lögfræðiaðstoð. Evu er ráðlagt að leita til lögfræðinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þann 26. júní sendir Ásgeir nýjan tölvupóst til Evu þar sem hann gerir grein fyrir afstöðu sinni; HS Orka hafi ekkert að fela og því bæri henni að senda Landvernd umbeðnar upplýsingar.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hrafn Jökulsson fær að hafa lögheimili sitt í Árneshreppi Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Árneshrepp í lok apríl síðastliðnum standi. 24. maí 2018 11:16 Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hrafn Jökulsson fær að hafa lögheimili sitt í Árneshreppi Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Árneshrepp í lok apríl síðastliðnum standi. 24. maí 2018 11:16
Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56