Tómas tungulipri Birna Lárusdóttir skrifar 24. maí 2018 07:00 Nú rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur hitnað verulega í kolunum í umræðum um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Sannleiksástin er ekki alltaf í fyrirrúmi hjá öllum sem tjá sig um verkefnið. Þar sem málið er VesturVerki skylt, sem framkvæmdaaðila virkjunarinnar, erum við knúin til að bregðast við. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu á þriðjudag fer Tómas Guðbjartsson enn á stúfana í baráttu sinni gegn verkefninu. Tómas kemur svo í viðtal í útvarpsþáttinn „Í bítið“ á Bylgjunni þann sama morgun þar sem hann fylgir grein sinn eftir og fer mikinn. Svo margt í málflutningi Tómasar þarfnast leiðréttingar en hér verður aðeins tæpt á örlitlu. Vegna plássleysis í blaðinu gefst hvorki svigrúm til að fjalla um rangfærslur hans um raforkumál almennt og umhverfisáhrif virkjunarinnar né fölsuðu fossamyndina sem hann birtir með. Það er efni í aðra grein.Sár yfir fundarsókn Tómas ber sig aumlega yfir því að vestfirskir ráðamenn hafi ekki sótt fyrirlestur og myndasýningu hans á Ísafirði fyrir skömmu. Hins vegar hafi fjölmenni sótt opinn fund um raforkumál á Vestfjörðum, sem haldinn var af VesturVerki viku síðar. Dylgjar Tómas um að samhengi hljóti að vera þar á milli. Hið rétta er að fyrirlestur Tómasar var illa auglýstur hér vestra og fréttu margir Ísfirðingar af honum með dags fyrirvara. Engir forsvarsmenn sveitarfélaga fengu boð á fyrirlesturinn og enn síður við hjá VesturVerki. Einnig var tímasetningin óheppileg enda voru margir bæjarbúar að undirbúa hina árlegu Fossavatnsgöngu, risastórt samfélagsverkefni hér á Ísafirði. Fundur VesturVerks var hins vegar ágætlega auglýstur hér heima og vel sóttur fyrir vikið. Lítið gert úr Vestfirðingum og vilja þeirra Því miður fellur Tómas í þá freistni að gera lítið úr Vestfirðingum og áherslum þeirra á uppbyggingu í fjórðungnum. Hann gefur í skyn að valdamiklir aðilar hljóti að stýra umræðunni, orkurisar og ámóta. Starfsmenn VesturVerks eru tveir og hjá HS Orku, meirihlutaeiganda VesturVerks, eru 60 starfsmenn. Þessi fyrirtæki standa seint og illa undir nafnbótinni „orkurisi“. Eftir stendur að Tómas álítur Vestfirðinga ekki færa um að leggja sjálfstætt mat á það hvað er þeim fyrir bestu og með hvaða hætti sé skynsamlegast að nýta náttúruna, sem þeir kjósa að búa í sátt við. Ekki þarf að leita lengra en til Orkubús Vestfjarða, Landsnets, Orkustofnunar og Fjórðungssambands Vestfirðinga til að sjá að samhljómur er um mikilvægi Hvalárvirkjunar fyrir Vestfirði í heild ásamt þeim tengingum sem nauðsynlegar eru. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri kemst að sömu niðurstöðu í mati sínu á samfélagsáhrifum virkjunarinnar sem unnið var fyrir VesturVerk nýverið. Aldargömul hugmynd til hagsbóta fyrir Vestfirði Fyrstu hugmyndir um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði eru í það minnsta aldargamlar. Fyrir röskum áratug fór verkefnið að verða áhugavert. Einstaklingar á Ísafirði drógu vagninn, sömdu við landeigendur og fengu síðan nýja hluthafa til liðs við sig þegar verkefninu óx fiskur um hrygg. Þetta eru stórhuga heimamenn, sem unna náttúru Vestfjarða ekkert síður en aðrir landsmenn. Þeir komu Hvalárvirkjun á kortið í þeirri bjargföstu trú að hún yrði til hagsbóta fyrir Vestfirði og landið allt. Rétt er að halda þessu til haga.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nú rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur hitnað verulega í kolunum í umræðum um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Sannleiksástin er ekki alltaf í fyrirrúmi hjá öllum sem tjá sig um verkefnið. Þar sem málið er VesturVerki skylt, sem framkvæmdaaðila virkjunarinnar, erum við knúin til að bregðast við. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu á þriðjudag fer Tómas Guðbjartsson enn á stúfana í baráttu sinni gegn verkefninu. Tómas kemur svo í viðtal í útvarpsþáttinn „Í bítið“ á Bylgjunni þann sama morgun þar sem hann fylgir grein sinn eftir og fer mikinn. Svo margt í málflutningi Tómasar þarfnast leiðréttingar en hér verður aðeins tæpt á örlitlu. Vegna plássleysis í blaðinu gefst hvorki svigrúm til að fjalla um rangfærslur hans um raforkumál almennt og umhverfisáhrif virkjunarinnar né fölsuðu fossamyndina sem hann birtir með. Það er efni í aðra grein.Sár yfir fundarsókn Tómas ber sig aumlega yfir því að vestfirskir ráðamenn hafi ekki sótt fyrirlestur og myndasýningu hans á Ísafirði fyrir skömmu. Hins vegar hafi fjölmenni sótt opinn fund um raforkumál á Vestfjörðum, sem haldinn var af VesturVerki viku síðar. Dylgjar Tómas um að samhengi hljóti að vera þar á milli. Hið rétta er að fyrirlestur Tómasar var illa auglýstur hér vestra og fréttu margir Ísfirðingar af honum með dags fyrirvara. Engir forsvarsmenn sveitarfélaga fengu boð á fyrirlesturinn og enn síður við hjá VesturVerki. Einnig var tímasetningin óheppileg enda voru margir bæjarbúar að undirbúa hina árlegu Fossavatnsgöngu, risastórt samfélagsverkefni hér á Ísafirði. Fundur VesturVerks var hins vegar ágætlega auglýstur hér heima og vel sóttur fyrir vikið. Lítið gert úr Vestfirðingum og vilja þeirra Því miður fellur Tómas í þá freistni að gera lítið úr Vestfirðingum og áherslum þeirra á uppbyggingu í fjórðungnum. Hann gefur í skyn að valdamiklir aðilar hljóti að stýra umræðunni, orkurisar og ámóta. Starfsmenn VesturVerks eru tveir og hjá HS Orku, meirihlutaeiganda VesturVerks, eru 60 starfsmenn. Þessi fyrirtæki standa seint og illa undir nafnbótinni „orkurisi“. Eftir stendur að Tómas álítur Vestfirðinga ekki færa um að leggja sjálfstætt mat á það hvað er þeim fyrir bestu og með hvaða hætti sé skynsamlegast að nýta náttúruna, sem þeir kjósa að búa í sátt við. Ekki þarf að leita lengra en til Orkubús Vestfjarða, Landsnets, Orkustofnunar og Fjórðungssambands Vestfirðinga til að sjá að samhljómur er um mikilvægi Hvalárvirkjunar fyrir Vestfirði í heild ásamt þeim tengingum sem nauðsynlegar eru. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri kemst að sömu niðurstöðu í mati sínu á samfélagsáhrifum virkjunarinnar sem unnið var fyrir VesturVerk nýverið. Aldargömul hugmynd til hagsbóta fyrir Vestfirði Fyrstu hugmyndir um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði eru í það minnsta aldargamlar. Fyrir röskum áratug fór verkefnið að verða áhugavert. Einstaklingar á Ísafirði drógu vagninn, sömdu við landeigendur og fengu síðan nýja hluthafa til liðs við sig þegar verkefninu óx fiskur um hrygg. Þetta eru stórhuga heimamenn, sem unna náttúru Vestfjarða ekkert síður en aðrir landsmenn. Þeir komu Hvalárvirkjun á kortið í þeirri bjargföstu trú að hún yrði til hagsbóta fyrir Vestfirði og landið allt. Rétt er að halda þessu til haga.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun