Kyrrstaða og þróun Björn Gunnlaugsson skrifar 23. maí 2018 12:00 Árið 1950 voru geimferðir fjarlægur draumur. Stórveldi kalda stríðsins eltust við þann draum þar til hundurinn Laika, Júrí Gagarín og Neil Armstrong skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Seinna urðu til geimferjur, alþjóðleg geimstöð og meira að segja risastór sjónauki sem sér út til endimarka alheimsins, eða þar um bil. Árið 1950 hafði enginn Íslendingur unnið Nóbelsverðlaun í bókmenntum þótt við litum á okkur sem mikla bókaþjóð. Fimm árum síðar skráði Halldór Laxness nafn sitt á spjöld sögunnar og síðan þá hefur hróður íslenskra höfunda breiðst út um allan heim. Verk eftir Einar Má og Einar Kárason hafa verið kvikmynduð, Arnaldur og Yrsa eru þýdd á fjölmörg tungumál, Blái hnötturinn hans Andra Snæs var næstum búinn að gera hann svo frægan að hann yrði forseti. Næstum, en ekki alveg. Eins hafði enginn Íslendingur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum árið 1950 en Vilhjálmur Einarsson skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í Melbourne og í kjölfarið fylgdu Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir og svo strákarnir okkar. Við urðum stórasta land í heimi árið 2008. Á fleiri en einn hátt. Sama ár og Ísland gerði handknattleikinn heimsfrægan varð hér hrun sem kom okkur nú aldeilis í heimsfréttirnar. Hrunið var afleiðing af útþenslustefnu sem kannski má rekja alla leið aftur til miðrar síðustu aldar, þegar landhelgin umhverfis Ísland hafði verið færð út í heilar fjórar mílur og Bretland beitti hryðjuverkalögum þess tíma og setti á okkur löndunarbann. Landhelgin var smám saman færð lengra og lengra út og er nú fimmtugföld á við það sem hún var 1950. Nei annars, það er nú kannski hæpið að tengja þetta við hrunið. Kannski. Árið 1950 var haldin í fyrsta sinn danslagakeppni á vegum Skemmtiklúbbs Templara og var það lagið Ástartöfrar eftir Valdimar Auðunsson sem var hlutskarpast í flokki nýju dansanna. Síðan þá höfum við séð rokk, bítl, diskó, pönk og kalt stríð milli aðdáenda Wham og Duran Duran. Mezzoforte slógu í gegn með einu lagi, Sykurmolarnir með einni plötu og svo komu Sigur Rós og Of Monsters and Men og skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Það er ómögulegt að Valdimar Auðunsson hafi gert sér grein fyrir því hvaða þróun hann var að hrinda af stað. Ekki séns að hann hafi látið sig dreyma um það, ekki frekar en að menn færu til tungslins. Ef við horfum út fyrir landsteinana sjáum við að á árunum eftir 1950 hafa stríðsátök brotist út og tekið enda í Kóreu, Víetnam, Júgóslavíu og Rúanda svo dæmi séu tekin. Heilu löndin hafa horfið af landakortinu, eins og Austur-Þýskaland, Bíafra og Tíbet. Lönd sem voru ekki til árið 1950 keppa nú í Júróvisjón og má þar nefna Litháen, Moldóvu og Tékkland. Árið 1950 settist Sjálfstæðisflokkurinn að völdum á Seltjarnarnesi, þar sem ég ólst upp sem barn og á heima í dag. Flokkur sá hefur setið einn að völdum á Nesinu samfleytt í þessi 68 ár, ávallt með hreinan meirihluta og hefur því aldrei svo mikið sem myndað meirihlutastjórn í samstarfi við aðra. Á laugardaginn gefst kjósendum í bænum mínum kostur á að skrá nöfn sín á spjöld sögunnar.Höfundur skipar 3. sæti á N-lista Viðreisnar og Neslistans á Seltjarnarnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Árið 1950 voru geimferðir fjarlægur draumur. Stórveldi kalda stríðsins eltust við þann draum þar til hundurinn Laika, Júrí Gagarín og Neil Armstrong skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Seinna urðu til geimferjur, alþjóðleg geimstöð og meira að segja risastór sjónauki sem sér út til endimarka alheimsins, eða þar um bil. Árið 1950 hafði enginn Íslendingur unnið Nóbelsverðlaun í bókmenntum þótt við litum á okkur sem mikla bókaþjóð. Fimm árum síðar skráði Halldór Laxness nafn sitt á spjöld sögunnar og síðan þá hefur hróður íslenskra höfunda breiðst út um allan heim. Verk eftir Einar Má og Einar Kárason hafa verið kvikmynduð, Arnaldur og Yrsa eru þýdd á fjölmörg tungumál, Blái hnötturinn hans Andra Snæs var næstum búinn að gera hann svo frægan að hann yrði forseti. Næstum, en ekki alveg. Eins hafði enginn Íslendingur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum árið 1950 en Vilhjálmur Einarsson skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í Melbourne og í kjölfarið fylgdu Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir og svo strákarnir okkar. Við urðum stórasta land í heimi árið 2008. Á fleiri en einn hátt. Sama ár og Ísland gerði handknattleikinn heimsfrægan varð hér hrun sem kom okkur nú aldeilis í heimsfréttirnar. Hrunið var afleiðing af útþenslustefnu sem kannski má rekja alla leið aftur til miðrar síðustu aldar, þegar landhelgin umhverfis Ísland hafði verið færð út í heilar fjórar mílur og Bretland beitti hryðjuverkalögum þess tíma og setti á okkur löndunarbann. Landhelgin var smám saman færð lengra og lengra út og er nú fimmtugföld á við það sem hún var 1950. Nei annars, það er nú kannski hæpið að tengja þetta við hrunið. Kannski. Árið 1950 var haldin í fyrsta sinn danslagakeppni á vegum Skemmtiklúbbs Templara og var það lagið Ástartöfrar eftir Valdimar Auðunsson sem var hlutskarpast í flokki nýju dansanna. Síðan þá höfum við séð rokk, bítl, diskó, pönk og kalt stríð milli aðdáenda Wham og Duran Duran. Mezzoforte slógu í gegn með einu lagi, Sykurmolarnir með einni plötu og svo komu Sigur Rós og Of Monsters and Men og skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Það er ómögulegt að Valdimar Auðunsson hafi gert sér grein fyrir því hvaða þróun hann var að hrinda af stað. Ekki séns að hann hafi látið sig dreyma um það, ekki frekar en að menn færu til tungslins. Ef við horfum út fyrir landsteinana sjáum við að á árunum eftir 1950 hafa stríðsátök brotist út og tekið enda í Kóreu, Víetnam, Júgóslavíu og Rúanda svo dæmi séu tekin. Heilu löndin hafa horfið af landakortinu, eins og Austur-Þýskaland, Bíafra og Tíbet. Lönd sem voru ekki til árið 1950 keppa nú í Júróvisjón og má þar nefna Litháen, Moldóvu og Tékkland. Árið 1950 settist Sjálfstæðisflokkurinn að völdum á Seltjarnarnesi, þar sem ég ólst upp sem barn og á heima í dag. Flokkur sá hefur setið einn að völdum á Nesinu samfleytt í þessi 68 ár, ávallt með hreinan meirihluta og hefur því aldrei svo mikið sem myndað meirihlutastjórn í samstarfi við aðra. Á laugardaginn gefst kjósendum í bænum mínum kostur á að skrá nöfn sín á spjöld sögunnar.Höfundur skipar 3. sæti á N-lista Viðreisnar og Neslistans á Seltjarnarnesi
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun