Afar viðburðarík vika hjá Kjartani Henry Hjörvar Ólafsson skrifar 23. maí 2018 10:00 Kjartan Henry fagnar marki með Horsens vísir/getty Síðustu dagar hafa verið mikil rússíbanareið hjá Kjartani Henry Finnbogasyni, framherja danska úrvalsdeildarliðsins Horsens. Kjartan Henry spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir lið sitt á föstudagskvöldið þar sem hann skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins og gerði Bröndby skráveifu í titilbaráttu liðsins. Um það bil 6.000 stuðningsmenn Bröndby gerðu sér ferð á heimavöll Horsens sem tekur um það bil 10.000 manns og það ætlaði allt um koll að keyra þegar dómari leiksins flautaði leikinn af. Stuðningsmenn Bröndby létu ófriðlega og kalla þurfti til sjúkrabíla til þess að koma slösuðu fólki til hjálpar vegna óláta stuðningsmannanna. „Þetta var ofboðslega skrýtinn leikur fyrir mig og það var allur tilfinningaskalinn þetta föstudagskvöldið. Fyrst og fremst var ég ánægður með að skora og aðstoða liðið mitt við að ná í stig. Okkur var svo kippt niður á jörðina strax eftir leik og það var svakalegt að sjá þessa slæmu hegðun stuðningsmanna Bröndby,“ segir Kjartan Henry um atburðarásina. Horsens heimsótti svo Midtjylland í lokaumferð deildarinnar á mánudagskvöldið, en sigur Midtjylland í þeim leik þýddi að liðið varð danskur meistari á kostnað Bröndby sem hafði verið í lykilstöðu í toppbaráttunni framan af móti. Eftir þann leik hefur tvenns konar áreiti herjað á Kjartan Henry og fjölskyldu hans. „Stuðningsmenn Bröndby hata mig og hafa sent mér afar ósmekkleg skilaboð. Þeir kenna okkur um hvernig fór og telja að mörkin mín hafi hrifsað frá þeim titilinn. Þetta er orðið vel þreytt og það verður gott að koma heim í frí frá þessu. Stuðningsmenn FC Köbenhavn eru hins vegar hæstánægðir með mig og ég var rétt í þessu að taka við körfu með kexi, ostum og rauðvíni sem verður fínt að dreypa á í fríinu,“ segir Kjartan Henry sposkur. Tilkynnt hefur verið að Kjartan Henry hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Horsens, í bili í það minnsta. Kjartan Henry segist búast við því að spila áfram í Danmörku og hann myndi helst vilja spila og búa áfram á Jótlandi. Þar líði honum og fjölskyldunni afar vel og hann hafi sýnt það og sannað undanfarnar tvær leiktíðir að hann geti staðið sig í efstu deild í Danmörku. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið mikil rússíbanareið hjá Kjartani Henry Finnbogasyni, framherja danska úrvalsdeildarliðsins Horsens. Kjartan Henry spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir lið sitt á föstudagskvöldið þar sem hann skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins og gerði Bröndby skráveifu í titilbaráttu liðsins. Um það bil 6.000 stuðningsmenn Bröndby gerðu sér ferð á heimavöll Horsens sem tekur um það bil 10.000 manns og það ætlaði allt um koll að keyra þegar dómari leiksins flautaði leikinn af. Stuðningsmenn Bröndby létu ófriðlega og kalla þurfti til sjúkrabíla til þess að koma slösuðu fólki til hjálpar vegna óláta stuðningsmannanna. „Þetta var ofboðslega skrýtinn leikur fyrir mig og það var allur tilfinningaskalinn þetta föstudagskvöldið. Fyrst og fremst var ég ánægður með að skora og aðstoða liðið mitt við að ná í stig. Okkur var svo kippt niður á jörðina strax eftir leik og það var svakalegt að sjá þessa slæmu hegðun stuðningsmanna Bröndby,“ segir Kjartan Henry um atburðarásina. Horsens heimsótti svo Midtjylland í lokaumferð deildarinnar á mánudagskvöldið, en sigur Midtjylland í þeim leik þýddi að liðið varð danskur meistari á kostnað Bröndby sem hafði verið í lykilstöðu í toppbaráttunni framan af móti. Eftir þann leik hefur tvenns konar áreiti herjað á Kjartan Henry og fjölskyldu hans. „Stuðningsmenn Bröndby hata mig og hafa sent mér afar ósmekkleg skilaboð. Þeir kenna okkur um hvernig fór og telja að mörkin mín hafi hrifsað frá þeim titilinn. Þetta er orðið vel þreytt og það verður gott að koma heim í frí frá þessu. Stuðningsmenn FC Köbenhavn eru hins vegar hæstánægðir með mig og ég var rétt í þessu að taka við körfu með kexi, ostum og rauðvíni sem verður fínt að dreypa á í fríinu,“ segir Kjartan Henry sposkur. Tilkynnt hefur verið að Kjartan Henry hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Horsens, í bili í það minnsta. Kjartan Henry segist búast við því að spila áfram í Danmörku og hann myndi helst vilja spila og búa áfram á Jótlandi. Þar líði honum og fjölskyldunni afar vel og hann hafi sýnt það og sannað undanfarnar tvær leiktíðir að hann geti staðið sig í efstu deild í Danmörku.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira