Skoðun

Umhverfismál

Valsteinn Stefánsson skrifar
Það er stefna Miðflokksins í Kópavogi að hefja LED væðingu í bæjarfélaginu, þ.e. götulýsingu og lýsingu í stærri fasteignum til dæmis íþróttahúsum, sundlaugum, bæjarskrifstofu og áhaldahúsi. Miðflokkurinn telur rétt að hefja undirbúning LED lýsinga sem fyrst vegna þess hversu orkusparandi Ledljós eru og hversu langan líftíma þau hafa. Líftíminn er að lágmarki 50,000 klukkustundir og þarfnast lítils viðhalds. Ledlýsing er ekki einungis orkusparandi fyrir sveitarfélagið, heldur samfélagið í heild. Að minnsta kosti 75% minni orku þarf fyrir Ledljós en annan ljósabúnað. Ledljósin gefa einnig frá sér minni hita en annar ljósabúnaður, en 90% af orku annarra ljósa er hiti. Minni hiti frá lýsingu eykur loftgæði.

Flóðlýsing íþróttamannvirkja

Þegar flóðlýsa á íþróttavelli með Ledlýsingu, bæði innan og utanhúss, þarf undirþúningur að vera mjög góður. Hönnun lýsingar þarf að vera þannig að jöfn birtudreyfing verði á öllum vellinum og ljósið verði ekki truflandi fyrir leikmenn sem og áhorfendur. Ef hönnun er ábótavant er hætt við að kostnaður verði allt of hár vegna endalausra endurbóta og óánægju allra sem málið varðar. Ná má fram miklum sparnaði í lýsingu íþróttahúsa bæjarins með Ledlýsingu þar sem núverandi lýsing þarfnast að öllum líkindum endurnýjunnar á perum á 800 klukkutíma fresti, þó getur það verið eitthvað misjafnt.



Götulýsing

Sama á við um götulýsingu, undirbúningur þarf alltaf að vera eins og best verður á kosið. Hugsanlega gæti meginreglan verið sú að hafa kalt ljós á stofnbrautum (6000k), hlýrra ljós á tengigötum inn í hverfin (4000k) þá enn hlýrra í húsagötum og göngustígum (3000k)



Samantekt

Lýsingatækni er alltaf að verða betri hér á landi. Þar má nefna fræðin bak við litarhita, endurgjöf, glýju og ljósmagn (Lm/w). Eigum við nokkra góða hönnuði og kennara hér á landi, má þar nefna Rósu Dögg Þorsteinsdóttur sem kennt hefur hjá HR, Meistaraskólanum og Rafiðnaðarskólanum.

Mikilvægt er að öll hönnun sé vönduð, það mun leiða til meiri sparnaðar. Einnig mætti fá hönnun á flóðlýsingum íþróttavalla hjá framleiðendum þeirra ljósa sem notuð verða.

Lítið hefur hér verið minnst á viðhaldskostnað þeirra ljósa sem nú er í notkunn en líklegt er að þar sparist umtalsvert fé.

Höfundur skipar 9 sæti á lista Miðflokksins í Kópavogi

 




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×