Deyfð yfir kosningabaráttunni að mati prófessors í stjórnmálafræði Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. maí 2018 14:45 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að fleiri hefðu kosið utan kjörfundar en á sama tíma 2014. Vísir/Stefán Deyfð hefur verið yfir kosningabaráttunni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar að mati prófessors í stjórnmálafræði. Greina megi minni áhuga kjósenda og fjölmiðla, en skoðanakannanir hafa verið gerðar í helmingi færri sveitarfélögum en 2014.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur.Vísir/AuðunnÍ skoðanakönnunum undanfarinna vikna hefur mátt merkja talsverðan fjölda svarenda sem ekki tekur afstöðu eða hyggst ekki kjósa í kosningunum næsta laugardag. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir nokkra deyfð hafa verið yfir kosningabaráttunni – sem hafi verið heldur tíðindalítil. „Hins vegar hefur mér svona fundist stærstu fjölmiðlarnir vera að koma svolítið öflugt inn með umfjallanir um bæjarfélög víða um landið, þannig að það virðist sem þetta sé svona styttri aðdragandi en kannski með meiri krafti en áður,“ segir Grétar.Sjá einnig: Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Hann bendir á að skoðanakannanir og umræður sem spinnast í kringum þær séu ágætur mælikvarði á áhuga, en slíkar kannanir hafi verið mun minna áberandi nú en síðast. „Fyrir síðustu kosningar voru gerðar kannanir í þrettán stærstu sveitarfélögunum á landinu. Það sem af er, þegar eru ekki nema fimm dagar í kosningar, þá er búið að gera kannanir í sex sveitarfélögum,“ bendir Grétar á. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að fleiri hefðu kosið utan kjörfundar en á sama tíma 2014. Aftur á móti benti það ekki endilega til aukinnar þátttöku, heldur hefði kjósendum einfaldlega fjölgað. Grétar segir erfitt að slá því föstu að kjörsókn verði minni nú en áður, en þó sé ýmislegt sem bendi til þess. Þannig hafi verið kosið óvenju oft til þings undanfarin ár og stutt frá síðustu Alþingiskosningum. Þá geti áhugaleysi yngri kjósenda einnig spilað inn í. „Það má vel vera að unga fólkinu finnist þessi málefni sem tekist er á um svona í þeirra næsta umhverfi séu kannski ekki jafn merkileg og landsmálin,“ segir Grétar að lokum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag. 18. maí 2018 20:00 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Deyfð hefur verið yfir kosningabaráttunni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar að mati prófessors í stjórnmálafræði. Greina megi minni áhuga kjósenda og fjölmiðla, en skoðanakannanir hafa verið gerðar í helmingi færri sveitarfélögum en 2014.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur.Vísir/AuðunnÍ skoðanakönnunum undanfarinna vikna hefur mátt merkja talsverðan fjölda svarenda sem ekki tekur afstöðu eða hyggst ekki kjósa í kosningunum næsta laugardag. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir nokkra deyfð hafa verið yfir kosningabaráttunni – sem hafi verið heldur tíðindalítil. „Hins vegar hefur mér svona fundist stærstu fjölmiðlarnir vera að koma svolítið öflugt inn með umfjallanir um bæjarfélög víða um landið, þannig að það virðist sem þetta sé svona styttri aðdragandi en kannski með meiri krafti en áður,“ segir Grétar.Sjá einnig: Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Hann bendir á að skoðanakannanir og umræður sem spinnast í kringum þær séu ágætur mælikvarði á áhuga, en slíkar kannanir hafi verið mun minna áberandi nú en síðast. „Fyrir síðustu kosningar voru gerðar kannanir í þrettán stærstu sveitarfélögunum á landinu. Það sem af er, þegar eru ekki nema fimm dagar í kosningar, þá er búið að gera kannanir í sex sveitarfélögum,“ bendir Grétar á. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að fleiri hefðu kosið utan kjörfundar en á sama tíma 2014. Aftur á móti benti það ekki endilega til aukinnar þátttöku, heldur hefði kjósendum einfaldlega fjölgað. Grétar segir erfitt að slá því föstu að kjörsókn verði minni nú en áður, en þó sé ýmislegt sem bendi til þess. Þannig hafi verið kosið óvenju oft til þings undanfarin ár og stutt frá síðustu Alþingiskosningum. Þá geti áhugaleysi yngri kjósenda einnig spilað inn í. „Það má vel vera að unga fólkinu finnist þessi málefni sem tekist er á um svona í þeirra næsta umhverfi séu kannski ekki jafn merkileg og landsmálin,“ segir Grétar að lokum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag. 18. maí 2018 20:00 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45
Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag. 18. maí 2018 20:00
Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00