Traust fjármál skila góðri þjónustu og uppbyggingu Almar Guðmundsson skrifar 20. maí 2018 17:05 Ný greining Samtaka atvinnulífsins á fjármálum og rekstri 12 stærstu sveitarfélaga landsins er athyglisverð. Greiningin lítur heildstætt á fjárhagslega mælikvarða, svo sem skuldastöðu, rekstrarafkomu og álögur á íbúa. Hún tekur líka tillit til ánægju íbúanna með ýmsa þjónustuþætti. Niðurstaðan er sú að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem allra best standa og er sterk staða bæjarins staðfest enn á ný. Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem gefin var út í desember 2017 gefur einnig góða mynd af stöðu Garðabæjar í samanburði við önnur sveitarfélög í landinu sem eru á meðal þeirra 10 stærstu (tölur um rekstur 2016). Þar má sjá að rekstrarniðurstaða Garðabæjar sem hlutfall af tekjum var 12% en meðaltal hinna sveitarfélaganna var 6%. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum var 21% í Garðabæ en 16% að meðaltali í samanburðarsveitarfélögum. Þá var skuldahlutfall samanburðarsveitarfélaganna (150%) að jafnaði nærri tvöfalt hærra en í Garðabæ (79%). Með öðrum orðum, Garðabær er í forystu meðal stærri sveitarfélaga landsins þegar kemur að fjármálum. Það er mikilvægt að átta sig á hverju þessi staða skilar. Traust fjárhagsstaða ein og sér er ekki markmið en hún skapar mikilvægan grunn. Grunn að betri þjónustu, lægri álögum, meiri fjárfestingagetu og svo mætti áfram telja. Góð afkoma og fjárhagsstaða í Garðabæ undanfarin ár og áratugi skilar sér m.a. í eftirtöldu: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist meðal sveitarfélaga. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Það er mikil ánægja með þjónustu við íbúa Garðabæjar enda skapar fjárhagsleg staða möguleika á að horfa sérstaklega til ólíkra þarfa og sveigjanleika við veitingu þjónustu. Í Garðabæ komast börn inn á leikskóla fyrr en almennt gerist eða við 12 mánaða aldur. Þá loka leikskólar ekki á sumrin þannig að það eru notendur þjónustunnar sem ráða því hvenær fríið er tekið, ekki kerfið. Annar stærsti útgjaldaliður í rekstri sveitarfélagsins eru útgjöld til félagsþjónustu. Reglum um húsnæðisstuðning og fjárhagsaðstoð var breytt á yfirstandandi kjörtímabili til að auka stuðning við þá sem þurfa. Þá má nefna að Garðabær hefur verið í fararbroddi í að veita Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA). Uppbygging á ýmsum sviðum er áberandi í bænum. Verið er að fjölga búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og félagslegum íbúðum. Þá hefur íþróttaaðstaða verið stórbætt og næstu verkefni eru m.a. að reisa fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri og að bæta aðstöðu til líkams- og heilsuræktar á Ásgarðssvæðinu. Undanfarin ár hafa verulegir fjármunir verið settir í viðhald á eignum og svæðum í bænum. Framundan er stórátak í viðhaldi gatna, gangstétta og opinna svæða. Hægt er að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Afkoma bæjarsjóðs á síðasta ári var jákvæð um 1,1 milljarð króna og staðan er sterk á alla mælikvarða. Það er til marks um góða stöðu að á sama tíma og skuldir vaxa ekki er unnt að fjárfesta fyrir tæpa 3 milljarða króna sem er met. Hröð uppbygging i bænum hefur ekki verið á kostnað þjónustu. Góð fjárhagsstaða tryggir að hægt er að byggja upp öfluga innviði samhliði uppbygingu hverfa. Gott dæmi um þetta er Urriðaholtsskóli, sem er glæsileg bygging og þjónar hverfinu strax frá upphafi. Ábyrg fjármálastjórn er einn af hornsteinum stefnu núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar og við viljum sækja umboð bæjarbúa til að halda áfram á þeirri braut. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að öflugri þjónustu, ánægju íbúa og kraftmikilli uppbyggingu. Um það vitna fjölmargar staðreyndir. Það skiptir máli að Garðabær sé í forystu í fjármálum.Höfundur er hagfræðingur, bæjarfulltrúi og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Kosningar 2018 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ný greining Samtaka atvinnulífsins á fjármálum og rekstri 12 stærstu sveitarfélaga landsins er athyglisverð. Greiningin lítur heildstætt á fjárhagslega mælikvarða, svo sem skuldastöðu, rekstrarafkomu og álögur á íbúa. Hún tekur líka tillit til ánægju íbúanna með ýmsa þjónustuþætti. Niðurstaðan er sú að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem allra best standa og er sterk staða bæjarins staðfest enn á ný. Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem gefin var út í desember 2017 gefur einnig góða mynd af stöðu Garðabæjar í samanburði við önnur sveitarfélög í landinu sem eru á meðal þeirra 10 stærstu (tölur um rekstur 2016). Þar má sjá að rekstrarniðurstaða Garðabæjar sem hlutfall af tekjum var 12% en meðaltal hinna sveitarfélaganna var 6%. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum var 21% í Garðabæ en 16% að meðaltali í samanburðarsveitarfélögum. Þá var skuldahlutfall samanburðarsveitarfélaganna (150%) að jafnaði nærri tvöfalt hærra en í Garðabæ (79%). Með öðrum orðum, Garðabær er í forystu meðal stærri sveitarfélaga landsins þegar kemur að fjármálum. Það er mikilvægt að átta sig á hverju þessi staða skilar. Traust fjárhagsstaða ein og sér er ekki markmið en hún skapar mikilvægan grunn. Grunn að betri þjónustu, lægri álögum, meiri fjárfestingagetu og svo mætti áfram telja. Góð afkoma og fjárhagsstaða í Garðabæ undanfarin ár og áratugi skilar sér m.a. í eftirtöldu: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist meðal sveitarfélaga. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Það er mikil ánægja með þjónustu við íbúa Garðabæjar enda skapar fjárhagsleg staða möguleika á að horfa sérstaklega til ólíkra þarfa og sveigjanleika við veitingu þjónustu. Í Garðabæ komast börn inn á leikskóla fyrr en almennt gerist eða við 12 mánaða aldur. Þá loka leikskólar ekki á sumrin þannig að það eru notendur þjónustunnar sem ráða því hvenær fríið er tekið, ekki kerfið. Annar stærsti útgjaldaliður í rekstri sveitarfélagsins eru útgjöld til félagsþjónustu. Reglum um húsnæðisstuðning og fjárhagsaðstoð var breytt á yfirstandandi kjörtímabili til að auka stuðning við þá sem þurfa. Þá má nefna að Garðabær hefur verið í fararbroddi í að veita Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA). Uppbygging á ýmsum sviðum er áberandi í bænum. Verið er að fjölga búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og félagslegum íbúðum. Þá hefur íþróttaaðstaða verið stórbætt og næstu verkefni eru m.a. að reisa fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri og að bæta aðstöðu til líkams- og heilsuræktar á Ásgarðssvæðinu. Undanfarin ár hafa verulegir fjármunir verið settir í viðhald á eignum og svæðum í bænum. Framundan er stórátak í viðhaldi gatna, gangstétta og opinna svæða. Hægt er að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Afkoma bæjarsjóðs á síðasta ári var jákvæð um 1,1 milljarð króna og staðan er sterk á alla mælikvarða. Það er til marks um góða stöðu að á sama tíma og skuldir vaxa ekki er unnt að fjárfesta fyrir tæpa 3 milljarða króna sem er met. Hröð uppbygging i bænum hefur ekki verið á kostnað þjónustu. Góð fjárhagsstaða tryggir að hægt er að byggja upp öfluga innviði samhliði uppbygingu hverfa. Gott dæmi um þetta er Urriðaholtsskóli, sem er glæsileg bygging og þjónar hverfinu strax frá upphafi. Ábyrg fjármálastjórn er einn af hornsteinum stefnu núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar og við viljum sækja umboð bæjarbúa til að halda áfram á þeirri braut. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að öflugri þjónustu, ánægju íbúa og kraftmikilli uppbyggingu. Um það vitna fjölmargar staðreyndir. Það skiptir máli að Garðabær sé í forystu í fjármálum.Höfundur er hagfræðingur, bæjarfulltrúi og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun