14 dagar í HM: Þegar Nígeríumenn urðu óvænt heitasta og skemmtilegasta liðið á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2018 11:00 Rashidi Yekini fagnar fyrsta marki Nígeríu á HM. Vísir/Getty Íslendingar eru að fara að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Rússlandi eftir tvær vikur og mæta þar meðal annars Nígeríumönnum í riðlinum. Nígeríumenn voru í sömu stöðu á HM í Bandaríkjunum 1994 og slógu þá í gegn enda með yfirlýst markmið að ætla sér að skemmta fólki. Innkoma Nígeríumanna á HM fyrir 24 árum síðan var eftirminnileg í meira lagi. Afrek Kamerún frá því á HM á Ítalíu fjórum árum áður sýndi og sannaði að menn þurftu að fara taka Afríkuþjóðirnar meira alvarlega á HM en frammistaða nígeríska landsliðsins fékk suma til að spá því að fyrr en varir myndum við sjá afrískt landslið fara alla leið á HM. Nígeríumenn komu inn í keppnina í Bandaríkjunum af miklum krafti, náðu frábærum árangri í riðlakeppninni og heilluðu heiminn með krafti sínum og flottum fótbolta. Margir leikmenn liðsins áttu í framhaldinu eftir að komast að hjá stórum klúbbum í Evrópu. Það hafði tekið dágóðan tíma fyrir nígerískt landslið að stíga þetta skref og oftar en ekki hafði liðið klikkað á lokasprettinum. Nígeríumenn komust loksins á HM þegar keppnin fór fram í Bandaríkjunum 1994 en fjórum árum fyrr höfðu þeirr misst naumlega af sæti í lokakeppninni. Nú enduðu Nígeríumenn á því að skilja Fílbeinsströndina og Alsír eftir í sínum riðli. Hinar Afríkuþjóðirnar í heimsmeistarakeppninni 1994 voru Kamerún og Marokkó. Þjálfari nígeríska landsliðsins þetta sumar var Hollendingurinn Clemens Westerhof. Þetta var hans lið enda búinn að vera með liðið í fimm ár þegar kom að keppninni. Eftir að liðinu tókst ekki að ná jafntefli í lokaleik sínum í undankeppni HM 1990, jafntefli sem hefði tryggt liðinu HM-sæti, þá tók Westerhof þá ákvörðun að hann þyrfti að byggja upp nýtt lið sem og hann gerði. Riðillinn á HM 1994 var allt annað en auðveldur en hann innihélt evrópsku liðin Búlgaríu og Grikkland og svo Diego Maradona og félaga í Argentínu. Nígeríumenn stimpluðu sig aftur á móti inn og unnu 3-0 sigur á Búlgaríu í fyrsta leik sem fram fór í Dallas. Sá sigur er án vafa í hópi með þeim flottustu hjá nýliðum á HM og vakti mikla athygli. Í raun má segja að margir leikmenn Nígeríu hafi þarna öðlast heimsfrægð á einni kvöldstund.Rashidi Yekini skoraði fyrsta markið og fagnaði þannig að allir tóku eftir eða með því að hlaupa inn í markið og fagna með því að stinga höndum sínum í gegnum marknetið. Yekini var þarna þrítugur og bæði einn elsti og þekkasti leikmaður liðsins. Hin mörkin skoruðu þeir Daniel Amokachi og Emmanuel Amunike sem voru 23 ára og 21 árs gamlir. Einn af stærstu stjörnum liðsins var hinn tvítugi Jay-Jay Okocha og hinn 19 ára gamli Sunday Oliseh var líka í stóru hlutverki á miðju liðsins. Allt ungir framtíðarmenn. Sóknarmenn nígeríska liðsins voru ekkert að hika þegar þeir fengu boltann heldur keyrðu á varnarmenn mótherjanna sem áttu mjög erfitt með að ráða við styrk þeirra og hraða. Búlgarirnir vissu oft ekki hvað á sig stóð veðrið í þessum leik sem fram fór 21. júní 1994. „Við komum til Bandaríkjanna til að sýna að við getum leikið knattspyrnu í Afríku en við höfum verið að vinna með þetta lið í fimm ár. Ef til vill töpum við næsta leik wn það skiptir ekki máli. Við komum hingað til að skemmta fólki," sagði Clemens Westerhof eftir sigurinn á Búlgaríu. Nígería tapaði næsta leik naumlega á móti Argentínu en tryggði sér síðan sigur í riðlinum með 2-0 sigri á Grikklandi í lokaleiknum. Amokachi var þar aftur á skotskónum.Vísir/GettyArgentínumenn komust áfram úr riðlinum þökk sé sigrum í fyrstu tveimur leikjunum en þeir höfðu misstu máttinn þegar Maradona féll á lyfjaprófi og duttu út í 16 liða úrslitunum. Búlgarir komust áfram með sigri á Argentínu í lokaumferðinni og áttu síðan eftir að komast alla leið í undanúrslit keppninnar. Nígeríumenn unnu riðilinn en höfðu samt ekki heppnina með sér hvað varðar mótherja í sextán liða úrslitunum. Þeirra biðu Ítalir sem höfðu skriðið áfram sem eitt af liðunum með bestan árangur í þriðja sæti. Nígeríumenn mættu í leikinn sem eitt heitasta lið keppninnar á sama tíman að flestir voru farnir að efast um Ítali eftir aðeins 1 sigur og 2 mörk í þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Nígeríumenn komust í 1-0 á móti Ítalíu með marki Emmanuel Amunike á 25. mínútu og þannig var staðan allt þar til á 88. mínútu þegar Roberto Baggio bjargaði sínum mönnum og tryggði Ítalíu framlengingu. Baggio skoraði síðan sitt annað mark í framlengingunni og tryggði Ítölum sæti í átta liða úrslitunum. Nígeríumenn voru því á heimleið eftir magnað mót en Ítalir fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Brasilíu í vítakeppni. Roberto Baggio kláraði ekki aðeins Nígeríu í 16 liða úrslitunum því hann skoraði sigurmarkið á móti Spáni í átta liða úrslitunum og bæði mörkin á móti Búlgaríu í undanúrslitunum. Baggio færði Brasilíumönnum aftur á móti heimsmeistaratitilinn með því að klikka á síðustu spyrnunni í vítakeppninni. Nígeríska landsliðið varð Ólympíumeistari í Atalanta 1996 og stóð sig einnig vel á HM í Frakklandi 1998 þar til að lið steinlá 4-1 á móti Danmörku í sextán liða úrslitunum. Nígeríu vann meðal annars 3-2 sigur á Spáni sem kostaði Spánverja sæti í sextán liða úrslitunum. Nígería á enn eftir að gera betur en á HM 1994 en komst í þriðja sinn í sextán liða úrslitin á HM í Brasilíu fyrir fjórum árum. Þar tapaði liðið 2-0 fyrir Frakklandi í 16 liða úrslitunum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Íslendingar eru að fara að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Rússlandi eftir tvær vikur og mæta þar meðal annars Nígeríumönnum í riðlinum. Nígeríumenn voru í sömu stöðu á HM í Bandaríkjunum 1994 og slógu þá í gegn enda með yfirlýst markmið að ætla sér að skemmta fólki. Innkoma Nígeríumanna á HM fyrir 24 árum síðan var eftirminnileg í meira lagi. Afrek Kamerún frá því á HM á Ítalíu fjórum árum áður sýndi og sannaði að menn þurftu að fara taka Afríkuþjóðirnar meira alvarlega á HM en frammistaða nígeríska landsliðsins fékk suma til að spá því að fyrr en varir myndum við sjá afrískt landslið fara alla leið á HM. Nígeríumenn komu inn í keppnina í Bandaríkjunum af miklum krafti, náðu frábærum árangri í riðlakeppninni og heilluðu heiminn með krafti sínum og flottum fótbolta. Margir leikmenn liðsins áttu í framhaldinu eftir að komast að hjá stórum klúbbum í Evrópu. Það hafði tekið dágóðan tíma fyrir nígerískt landslið að stíga þetta skref og oftar en ekki hafði liðið klikkað á lokasprettinum. Nígeríumenn komust loksins á HM þegar keppnin fór fram í Bandaríkjunum 1994 en fjórum árum fyrr höfðu þeirr misst naumlega af sæti í lokakeppninni. Nú enduðu Nígeríumenn á því að skilja Fílbeinsströndina og Alsír eftir í sínum riðli. Hinar Afríkuþjóðirnar í heimsmeistarakeppninni 1994 voru Kamerún og Marokkó. Þjálfari nígeríska landsliðsins þetta sumar var Hollendingurinn Clemens Westerhof. Þetta var hans lið enda búinn að vera með liðið í fimm ár þegar kom að keppninni. Eftir að liðinu tókst ekki að ná jafntefli í lokaleik sínum í undankeppni HM 1990, jafntefli sem hefði tryggt liðinu HM-sæti, þá tók Westerhof þá ákvörðun að hann þyrfti að byggja upp nýtt lið sem og hann gerði. Riðillinn á HM 1994 var allt annað en auðveldur en hann innihélt evrópsku liðin Búlgaríu og Grikkland og svo Diego Maradona og félaga í Argentínu. Nígeríumenn stimpluðu sig aftur á móti inn og unnu 3-0 sigur á Búlgaríu í fyrsta leik sem fram fór í Dallas. Sá sigur er án vafa í hópi með þeim flottustu hjá nýliðum á HM og vakti mikla athygli. Í raun má segja að margir leikmenn Nígeríu hafi þarna öðlast heimsfrægð á einni kvöldstund.Rashidi Yekini skoraði fyrsta markið og fagnaði þannig að allir tóku eftir eða með því að hlaupa inn í markið og fagna með því að stinga höndum sínum í gegnum marknetið. Yekini var þarna þrítugur og bæði einn elsti og þekkasti leikmaður liðsins. Hin mörkin skoruðu þeir Daniel Amokachi og Emmanuel Amunike sem voru 23 ára og 21 árs gamlir. Einn af stærstu stjörnum liðsins var hinn tvítugi Jay-Jay Okocha og hinn 19 ára gamli Sunday Oliseh var líka í stóru hlutverki á miðju liðsins. Allt ungir framtíðarmenn. Sóknarmenn nígeríska liðsins voru ekkert að hika þegar þeir fengu boltann heldur keyrðu á varnarmenn mótherjanna sem áttu mjög erfitt með að ráða við styrk þeirra og hraða. Búlgarirnir vissu oft ekki hvað á sig stóð veðrið í þessum leik sem fram fór 21. júní 1994. „Við komum til Bandaríkjanna til að sýna að við getum leikið knattspyrnu í Afríku en við höfum verið að vinna með þetta lið í fimm ár. Ef til vill töpum við næsta leik wn það skiptir ekki máli. Við komum hingað til að skemmta fólki," sagði Clemens Westerhof eftir sigurinn á Búlgaríu. Nígería tapaði næsta leik naumlega á móti Argentínu en tryggði sér síðan sigur í riðlinum með 2-0 sigri á Grikklandi í lokaleiknum. Amokachi var þar aftur á skotskónum.Vísir/GettyArgentínumenn komust áfram úr riðlinum þökk sé sigrum í fyrstu tveimur leikjunum en þeir höfðu misstu máttinn þegar Maradona féll á lyfjaprófi og duttu út í 16 liða úrslitunum. Búlgarir komust áfram með sigri á Argentínu í lokaumferðinni og áttu síðan eftir að komast alla leið í undanúrslit keppninnar. Nígeríumenn unnu riðilinn en höfðu samt ekki heppnina með sér hvað varðar mótherja í sextán liða úrslitunum. Þeirra biðu Ítalir sem höfðu skriðið áfram sem eitt af liðunum með bestan árangur í þriðja sæti. Nígeríumenn mættu í leikinn sem eitt heitasta lið keppninnar á sama tíman að flestir voru farnir að efast um Ítali eftir aðeins 1 sigur og 2 mörk í þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Nígeríumenn komust í 1-0 á móti Ítalíu með marki Emmanuel Amunike á 25. mínútu og þannig var staðan allt þar til á 88. mínútu þegar Roberto Baggio bjargaði sínum mönnum og tryggði Ítalíu framlengingu. Baggio skoraði síðan sitt annað mark í framlengingunni og tryggði Ítölum sæti í átta liða úrslitunum. Nígeríumenn voru því á heimleið eftir magnað mót en Ítalir fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Brasilíu í vítakeppni. Roberto Baggio kláraði ekki aðeins Nígeríu í 16 liða úrslitunum því hann skoraði sigurmarkið á móti Spáni í átta liða úrslitunum og bæði mörkin á móti Búlgaríu í undanúrslitunum. Baggio færði Brasilíumönnum aftur á móti heimsmeistaratitilinn með því að klikka á síðustu spyrnunni í vítakeppninni. Nígeríska landsliðið varð Ólympíumeistari í Atalanta 1996 og stóð sig einnig vel á HM í Frakklandi 1998 þar til að lið steinlá 4-1 á móti Danmörku í sextán liða úrslitunum. Nígeríu vann meðal annars 3-2 sigur á Spáni sem kostaði Spánverja sæti í sextán liða úrslitunum. Nígería á enn eftir að gera betur en á HM 1994 en komst í þriðja sinn í sextán liða úrslitin á HM í Brasilíu fyrir fjórum árum. Þar tapaði liðið 2-0 fyrir Frakklandi í 16 liða úrslitunum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira