Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2018 07:16 Ríkisstjórn Trump vísaði til þjóðaröryggis þegar hún ákvað að leggja verndartolla á innflutt stál og ál. Vísir/EPA Stjórnvöld í Mexíkó hafa ákveðið að leggja innflutningstolla á viskí, osta, stál og svínakjöt frá Bandaríkjunum. Tollarnir eru svar Mexíkó við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að setja háa verndartolla á innflutt stál og ál frá helstu bandalagsríkjum sínum. Sérfræðingar hafa varað við viðskiptastríði í kjölfar ákvörðunar Trump. Leiðtogar Evrópu og Kanada hafa fordæmt hana og hótað að svara í sömu mynt. Í tilfelli Mexíkó og Kanada hefur Trump reynt að nota tollana sem skiptimynt í viðræðum ríkjanna þriggja um framtíð NAFTA-fríverslunarsamningsins. Mexíkósku tollunum er ætlað að bíta í heimaríkjunum nokkurra þingmanna repúblikana í Bandaríkjunum eins og Kentucky og Iowa fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. Mexíkó er stærsti innflytjandi bandarísks svínakjöts, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú mun það bera 20% innflutningstoll. Þá ætla Mexíkóar að leggja 25% toll á ýmsar bandarískar stálvörur og 20-25% toll á ákveðna osta og viskítegundir. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stjórnvöld í Mexíkó hafa ákveðið að leggja innflutningstolla á viskí, osta, stál og svínakjöt frá Bandaríkjunum. Tollarnir eru svar Mexíkó við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að setja háa verndartolla á innflutt stál og ál frá helstu bandalagsríkjum sínum. Sérfræðingar hafa varað við viðskiptastríði í kjölfar ákvörðunar Trump. Leiðtogar Evrópu og Kanada hafa fordæmt hana og hótað að svara í sömu mynt. Í tilfelli Mexíkó og Kanada hefur Trump reynt að nota tollana sem skiptimynt í viðræðum ríkjanna þriggja um framtíð NAFTA-fríverslunarsamningsins. Mexíkósku tollunum er ætlað að bíta í heimaríkjunum nokkurra þingmanna repúblikana í Bandaríkjunum eins og Kentucky og Iowa fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. Mexíkó er stærsti innflytjandi bandarísks svínakjöts, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú mun það bera 20% innflutningstoll. Þá ætla Mexíkóar að leggja 25% toll á ýmsar bandarískar stálvörur og 20-25% toll á ákveðna osta og viskítegundir.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30
Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36