Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 23:23 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, feynir að höggva á hnútinn á Alþingi með tillögu um málsmeðferð veiðigjalda. vísir/sigtryggur ari Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. Tillagan þýðir að frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda fer ekki í gegnum þingið heldur verður lagt fram nýtt frumvarp sem kveður á um að óbreytt kerfi skuli framlengt tímabundið. Frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar hefur sett þingstörfin undanfarna daga í uppnám. Þinglok áttu að vera næstkomandi fimmtudag en ljóst er að þing mun starfa lengur. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að koma seint fram með málið og að keyra hafi átt jafn pólitískt mál í gegnum þingið. Í samtali við Vísi kveðst Katrín ekkert vilja tjá sig um tillöguna sem hún lagði fram í dag um málsmeðferð veiðigjalda og segir að ekki sé komin lending í það hvernig þingstörfin verða fram að þinglokum. „Ég lagði fram ákveðna tillögu um málsmeðferð veiðigjalda en vildi áður en við tækjum afstöðu til þess fá heildarmynd á þinghaldið. Það er ekki komin lending í það en við hyggjumst funda áfram á morgun,“ segir Katrín. Hún segir að sér finnist allir hafa verið mjög lausnamiðaðir í dag og kveðst leyfa sér að vera bjartsýn á að það takist að semja um þinglok á morgun. Mörg stór mál bíða afgreiðslu þingsins, til að mynda frumvarp um nýja persónuverndarlöggjöf og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Sjá meira
Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. Tillagan þýðir að frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda fer ekki í gegnum þingið heldur verður lagt fram nýtt frumvarp sem kveður á um að óbreytt kerfi skuli framlengt tímabundið. Frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar hefur sett þingstörfin undanfarna daga í uppnám. Þinglok áttu að vera næstkomandi fimmtudag en ljóst er að þing mun starfa lengur. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að koma seint fram með málið og að keyra hafi átt jafn pólitískt mál í gegnum þingið. Í samtali við Vísi kveðst Katrín ekkert vilja tjá sig um tillöguna sem hún lagði fram í dag um málsmeðferð veiðigjalda og segir að ekki sé komin lending í það hvernig þingstörfin verða fram að þinglokum. „Ég lagði fram ákveðna tillögu um málsmeðferð veiðigjalda en vildi áður en við tækjum afstöðu til þess fá heildarmynd á þinghaldið. Það er ekki komin lending í það en við hyggjumst funda áfram á morgun,“ segir Katrín. Hún segir að sér finnist allir hafa verið mjög lausnamiðaðir í dag og kveðst leyfa sér að vera bjartsýn á að það takist að semja um þinglok á morgun. Mörg stór mál bíða afgreiðslu þingsins, til að mynda frumvarp um nýja persónuverndarlöggjöf og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Sjá meira
Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00
Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00