Innlent

Drógu dauðan hval lengst út í hafs­auga

Árni Sæberg skrifar
Frá aðgerð Landhelgisgæslunnar í Ísafjarðardjúpi í gær.
Frá aðgerð Landhelgisgæslunnar í Ísafjarðardjúpi í gær. Landhelgisgæslan

Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gær til að kanna aðstæður í fjörunni við Illdranga í Ísafjarðardjúpi en þar hafði dauðan búrhval rekið á land. 

Í færslu Landhelgisgæslunnar um aðgerðina segir að áhöfnin hafi sent léttabát frá skipinu til að kanna aðstæður umhverfis hræið en um nokkuð langan búrhval hafi verið að ræða.

„Taugar voru settar í sporð búrhvalsins og að því búnu var hræið dregið á haf út. Búrhvalurinn var dreginn um 25 sjómílur vestur af Straumnesi þar sem honum var sleppt utan við sjávarfallastrauma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×