WOW air sleppur við bætur vegna fugls Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2018 21:14 Flugi WOW var aflýst vegna skemmda á hreyfli vélarinnar. Vísir/Getty WOW air þarf ekki að greiða átta einstaklingum skaðabætur eftir að flugi flugfélagsins frá Kaupmannahafnar til Keflavíkur þann 23. október síðastliðinn var aflýst. Samgöngustofa hafnaði kröfu farþeganna. Fluginu var aflýst eftir að í ljós kom við skoðun á vélinni fyrir flugtak að alvarlegar skemmdir væru á öðrum hreyfli vélarinnar sem rekja mátti til áreksturs fugls við hreyfilinn.Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma urðu nokkrar raskanir á leiðakerfi WOW air vegna bilunarinnar. Hluti farþega vélarinnar fékk far með öðru flugi um tólf tímum eftir áætlað flugtak en aðrir farþegar biðu í rúmlega sólarhring. Átta farþegar sem áttu bókað far með vélinni sendu inn fimm kvartanir til Samgöngustofu þar sem farið var fram á skaðabætur vegna þeirra tafa sem urðu á för þeirra vegna bilunarinnar.Flugfélagið telur sig ekki hafa stjórn á fuglum WOW air hafnaði bótaskyldu vegna allra kvartananna á þeim grundvelli að það atvik að fugl fari í hreyfil flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður í skilningu laga. Fuglar séu hluti af náttúrunni, lúti ekki stjórn neins og að flugfélagið hafi engin úrræði til þess að koma í veg fyrir að fuglar fljúgi í hreyfla flugvéla flugfélagsins. Þá hafi flugfélagið einnig gert allt sem í sínu valdi stóð til að takmarka seinkunina. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir stofnunin telji þau atvik þar sem fugl fer í hreyfil flugvélar vera tilviljanakennd og óviðráðanleg af hálfu viðkomandi flugfélags. Ómögulegt væri fyrir flugrekendur að afstýra slíkum atvikum. Því væri WOW air ekki skaðabótaskylt vegna þeirra tafa sem farþegarnir urðu fyrir. Segir einnig að það atvik sem olli því að fluginu var aflýst hafi gert flugvélina óflughæfa og því ekki óeðlilegt að verulega raskanir yrðu á flugferð þeirra sem kvörtuðu. WOW air hafi hins vegar gert sitt til þess að lágmarka neikvæðar afleiðingar bilunarinnar með því að bjóða farþegum endurgreiðslu eða að komast á ákvörðunarstað með öðru flugferðum sem áttu sér stað 12 eða 24 klukkutímum eftir upphaflegan brottfarartíma. Af þeim sem kvörtuðu voru tveir sem fengu far með seinni ferðinni og þurftu þeir því að bíða í 24 tíma. Þarf WOW air að greiða þeim kostnað vegna farar til og frá flugvelli, sem og dagpeninga og hótelkostnað, samtals 360 evrur, um 45 þúsund krónur. Niðurstöðu Samgöngustofu má sjá hér, hér, hér, hér og hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn "Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr.“ 24. október 2017 15:59 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
WOW air þarf ekki að greiða átta einstaklingum skaðabætur eftir að flugi flugfélagsins frá Kaupmannahafnar til Keflavíkur þann 23. október síðastliðinn var aflýst. Samgöngustofa hafnaði kröfu farþeganna. Fluginu var aflýst eftir að í ljós kom við skoðun á vélinni fyrir flugtak að alvarlegar skemmdir væru á öðrum hreyfli vélarinnar sem rekja mátti til áreksturs fugls við hreyfilinn.Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma urðu nokkrar raskanir á leiðakerfi WOW air vegna bilunarinnar. Hluti farþega vélarinnar fékk far með öðru flugi um tólf tímum eftir áætlað flugtak en aðrir farþegar biðu í rúmlega sólarhring. Átta farþegar sem áttu bókað far með vélinni sendu inn fimm kvartanir til Samgöngustofu þar sem farið var fram á skaðabætur vegna þeirra tafa sem urðu á för þeirra vegna bilunarinnar.Flugfélagið telur sig ekki hafa stjórn á fuglum WOW air hafnaði bótaskyldu vegna allra kvartananna á þeim grundvelli að það atvik að fugl fari í hreyfil flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður í skilningu laga. Fuglar séu hluti af náttúrunni, lúti ekki stjórn neins og að flugfélagið hafi engin úrræði til þess að koma í veg fyrir að fuglar fljúgi í hreyfla flugvéla flugfélagsins. Þá hafi flugfélagið einnig gert allt sem í sínu valdi stóð til að takmarka seinkunina. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir stofnunin telji þau atvik þar sem fugl fer í hreyfil flugvélar vera tilviljanakennd og óviðráðanleg af hálfu viðkomandi flugfélags. Ómögulegt væri fyrir flugrekendur að afstýra slíkum atvikum. Því væri WOW air ekki skaðabótaskylt vegna þeirra tafa sem farþegarnir urðu fyrir. Segir einnig að það atvik sem olli því að fluginu var aflýst hafi gert flugvélina óflughæfa og því ekki óeðlilegt að verulega raskanir yrðu á flugferð þeirra sem kvörtuðu. WOW air hafi hins vegar gert sitt til þess að lágmarka neikvæðar afleiðingar bilunarinnar með því að bjóða farþegum endurgreiðslu eða að komast á ákvörðunarstað með öðru flugferðum sem áttu sér stað 12 eða 24 klukkutímum eftir upphaflegan brottfarartíma. Af þeim sem kvörtuðu voru tveir sem fengu far með seinni ferðinni og þurftu þeir því að bíða í 24 tíma. Þarf WOW air að greiða þeim kostnað vegna farar til og frá flugvelli, sem og dagpeninga og hótelkostnað, samtals 360 evrur, um 45 þúsund krónur. Niðurstöðu Samgöngustofu má sjá hér, hér, hér, hér og hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn "Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr.“ 24. október 2017 15:59 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn "Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr.“ 24. október 2017 15:59