Fjárfesta í Meniga fyrir 380 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2018 08:12 Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segist hæstánægður með samstarfið. aðsend Ítalski bankinn Unicredit hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga fyrir 3.1 milljónir evra, eða sem nemur 382 milljónum króna. Til viðbótar við fjárfestinguna hefur bankinn hafið innleiðingu á snjallsíma- og netbankalausnum Meniga. Fram kemur í tilkynningu frá íslenska fyrirtækinu að um sé að ræða „stærsta samning sinnar tegundar sem gerður hefur verið í Evrópu.“ Samstarfið var kynnt á Money 20/20, stærstu fjártækni-ráðstefnu Evrópu, í Amsterdam í dag. Í tilkynningunni segir að samstarfið muni meðal annars fela í sér endurbætur á snjallsíma- og netbankalausn bankans. Haft er eftir Georgi Lúðvíkssyni, forstjóra og eins stofnenda Meninga, að hans fólk sé spennt fyrir að taka þátt í „stafrænu umbreytingarferli UniCredit,“ og að geta innleitt nýjar lausnir fyrir viðskiptavini þessa stóra banka.Gianni Franco Papa, framkvæmdastjóri UniCredit.aðsend„Fjárfesting UniCredit mun gera okkur kleift að einblína á áframhaldandi vöxt og þróun fjármálalausna í fremstu röð. UniCredit er einn stærsti banki Evrópu með starfsemi í 17 löndum og það er mikill heiður fyrir Meniga að banki af þessari stærðargráðu hafi ákveðið að fjárfesta í Meniga og velja okkur sem lykilsamstarfsaðila bankans í nýsköpun og fjártækni.“ segir Georg. Í sömu tilkynningu er jafnframt haft eftir Gianni Franco Papa, framkvæmdastjóra UniCredit, að samstarfið sé mikilvægur liður í vegferð bankans. UniCredit hafi lagt mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á „persónulega upplifun“ og lausnir Meniga falli vel að þeirri áherslu. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 100. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur yfir 50 milljón manns í 23 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru margir stærstu banka heims, þeirra á meðal Swedbank, Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo. Tækni Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Ítalski bankinn Unicredit hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga fyrir 3.1 milljónir evra, eða sem nemur 382 milljónum króna. Til viðbótar við fjárfestinguna hefur bankinn hafið innleiðingu á snjallsíma- og netbankalausnum Meniga. Fram kemur í tilkynningu frá íslenska fyrirtækinu að um sé að ræða „stærsta samning sinnar tegundar sem gerður hefur verið í Evrópu.“ Samstarfið var kynnt á Money 20/20, stærstu fjártækni-ráðstefnu Evrópu, í Amsterdam í dag. Í tilkynningunni segir að samstarfið muni meðal annars fela í sér endurbætur á snjallsíma- og netbankalausn bankans. Haft er eftir Georgi Lúðvíkssyni, forstjóra og eins stofnenda Meninga, að hans fólk sé spennt fyrir að taka þátt í „stafrænu umbreytingarferli UniCredit,“ og að geta innleitt nýjar lausnir fyrir viðskiptavini þessa stóra banka.Gianni Franco Papa, framkvæmdastjóri UniCredit.aðsend„Fjárfesting UniCredit mun gera okkur kleift að einblína á áframhaldandi vöxt og þróun fjármálalausna í fremstu röð. UniCredit er einn stærsti banki Evrópu með starfsemi í 17 löndum og það er mikill heiður fyrir Meniga að banki af þessari stærðargráðu hafi ákveðið að fjárfesta í Meniga og velja okkur sem lykilsamstarfsaðila bankans í nýsköpun og fjártækni.“ segir Georg. Í sömu tilkynningu er jafnframt haft eftir Gianni Franco Papa, framkvæmdastjóra UniCredit, að samstarfið sé mikilvægur liður í vegferð bankans. UniCredit hafi lagt mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á „persónulega upplifun“ og lausnir Meniga falli vel að þeirri áherslu. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 100. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur yfir 50 milljón manns í 23 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru margir stærstu banka heims, þeirra á meðal Swedbank, Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo.
Tækni Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira