Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Jóhann Óli Eiðsson og Jón Hákon Halldórsson skrifa 5. júní 2018 06:00 Forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. Vísir Varlega áætlað má gera ráð fyrir að stórar útgerðir, það er útgerðir sem greiða 30 milljónir eða meira í veiðileyfagjald, taki til sín að minnsta kosti 80 prósent af þeirri lækkun veiðileyfagjalds á næsta fiskveiðiári sem boðað frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis felur í sér. Þetta sýna útreikningar Fréttablaðsins. Stóru útgerðirnar eru á sjötta tug talsins. Heildarlækkun veiðigjaldanna nemur um 2,6 milljörðum króna, verði lækkun veiðigjaldanna 24 prósent eins og frumvarpið gerir ráð fyrir á algengustu tegundirnar. Fágætari tegundir eiga það til að lækka meira og því gæti heildarlækkunin orðið enn meiri. Af þessum 2,6 milljörðum munu gjöld 10 stærstu útgerðanna lækka um rúmlega 1,3 milljarða með breytingunum. Þær munu, með öðrum orðum, taka til sín um helming lækkunarinnar. Í umsögnum um frumvarpið hefur verið gagnrýnt að það hygli stórum fyrirtækjum. „Hin augljósa niðurstaða veiðigjaldafrumvarpsins er sú að þegar öll gjöld eru lækkuð skilar það sér mest til þeirra stærstu þó að reynt sé að telja fólki trú um að aðgerðin sé fyrst og fremst hugsuð til að bæta hag lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Til að koma til móts við rekstur þeirra fyrirtækja sem kunna að eiga í erfiðleikum eru til aðrar mun einfaldari aðgerðir sem þurfa ekki jafnframt að fela í sér eftirgjöf til allra útgerða, stórra og smárra,“ segir í umsögn Bolla Héðinssonar hagfræðings. „Það er verið að auka vægi sértækra afslátta gagnvart litlu og meðalstóru fyrirtækjunum. Það er ein kerfisbreytingin sem felst í málinu. Það er verið að koma sérstaklega til móts við þær. Ef kerfið væri óbreytt þá myndi það ekki skila sér,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um frumvarpið. Katrín segist skilja gagnrýni stjórnarandstöðunnar á frumvarpið, enda liggi það alveg skýrt fyrir að það sé lagt fram seint. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. 1. júní 2018 19:30 Kvótasalar fá helming umframhagnaðar Hið opinbera hefur frá 2010 tekið um 20 prósent af umframhagnaði sjávarútvegsfyrirtækja í auðlindagjald. 80 prósent umframhagnaðarins hafa farið til núverandi útgerðarfyrirtækja og fyrrverandi eigenda aflaheimilda. 12. apríl 2018 06:00 Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Varlega áætlað má gera ráð fyrir að stórar útgerðir, það er útgerðir sem greiða 30 milljónir eða meira í veiðileyfagjald, taki til sín að minnsta kosti 80 prósent af þeirri lækkun veiðileyfagjalds á næsta fiskveiðiári sem boðað frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis felur í sér. Þetta sýna útreikningar Fréttablaðsins. Stóru útgerðirnar eru á sjötta tug talsins. Heildarlækkun veiðigjaldanna nemur um 2,6 milljörðum króna, verði lækkun veiðigjaldanna 24 prósent eins og frumvarpið gerir ráð fyrir á algengustu tegundirnar. Fágætari tegundir eiga það til að lækka meira og því gæti heildarlækkunin orðið enn meiri. Af þessum 2,6 milljörðum munu gjöld 10 stærstu útgerðanna lækka um rúmlega 1,3 milljarða með breytingunum. Þær munu, með öðrum orðum, taka til sín um helming lækkunarinnar. Í umsögnum um frumvarpið hefur verið gagnrýnt að það hygli stórum fyrirtækjum. „Hin augljósa niðurstaða veiðigjaldafrumvarpsins er sú að þegar öll gjöld eru lækkuð skilar það sér mest til þeirra stærstu þó að reynt sé að telja fólki trú um að aðgerðin sé fyrst og fremst hugsuð til að bæta hag lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Til að koma til móts við rekstur þeirra fyrirtækja sem kunna að eiga í erfiðleikum eru til aðrar mun einfaldari aðgerðir sem þurfa ekki jafnframt að fela í sér eftirgjöf til allra útgerða, stórra og smárra,“ segir í umsögn Bolla Héðinssonar hagfræðings. „Það er verið að auka vægi sértækra afslátta gagnvart litlu og meðalstóru fyrirtækjunum. Það er ein kerfisbreytingin sem felst í málinu. Það er verið að koma sérstaklega til móts við þær. Ef kerfið væri óbreytt þá myndi það ekki skila sér,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um frumvarpið. Katrín segist skilja gagnrýni stjórnarandstöðunnar á frumvarpið, enda liggi það alveg skýrt fyrir að það sé lagt fram seint.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. 1. júní 2018 19:30 Kvótasalar fá helming umframhagnaðar Hið opinbera hefur frá 2010 tekið um 20 prósent af umframhagnaði sjávarútvegsfyrirtækja í auðlindagjald. 80 prósent umframhagnaðarins hafa farið til núverandi útgerðarfyrirtækja og fyrrverandi eigenda aflaheimilda. 12. apríl 2018 06:00 Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. 1. júní 2018 19:30
Kvótasalar fá helming umframhagnaðar Hið opinbera hefur frá 2010 tekið um 20 prósent af umframhagnaði sjávarútvegsfyrirtækja í auðlindagjald. 80 prósent umframhagnaðarins hafa farið til núverandi útgerðarfyrirtækja og fyrrverandi eigenda aflaheimilda. 12. apríl 2018 06:00
Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00