Myndi engu breyta Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2018 15:53 Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. Hann hefur ekki beðið Monicu Lewinsky persónulega afsökunar, tuttugu árum eftir að samband þeirra skók heiminn og leiddi til þess að vantrauststillaga gegn honum var lögð fram á þinginu. Lewinsky var á þessum tíma starfsnemi í Hvíta húsinu. Þegar fregnir af sambandi þeirra bárust neitaði Clinton í fyrstu en viðurkenndi framhjáhaldið seinna meir. Þegar hann var spurður í morgun hvort hann myndi nálgast málið öðruvísi í dag sagði hann svo ekki vera „þrátt fyrir #MeToo hreyfinguna“. „Því fólk myndi notast við staðreyndir en ekki ímyndun. Ef staðreyndirnar væru þær sömu myndi ég ekki gera neitt öðruvísi,“ sagði Clinton í viðtali í þættinum Today á NBC. Forsetinn fyrrverandi var þar mættur til þess að kynna bókina The President is Missins sem hann skrifaði með rithöfundinum fræga James Petterson.Varðandi afsökunarbeiðni til Lewinsky sagðist Clinton hafa beðist ítrekað afsökunar með opinberum hætti og þar á meðal til Lewinsky. Hann hefði aldrei séð tilefni til að tala við hana persónulega og taldi hann ekki skulda henni afsökunarbeiðni. Clinton, sem einnig þurfti að eiga við sérstakan saksóknara Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir ljóst að ef Demókrati byggi í Hvíta húsinu væru umræður vegna vantrauststillögu þegar hafnar.„Ég held að ef hlutverkunum væri skipt, nú er ég bara að tala eftir minni reynslu, að ef Demókrati væri forseti og þessar sömu staðreyndir væru til staðar, flestir sem ég þekki í Washington trúa að vantrauststillaga væri þegar til umræðu.“ Rússarannsóknin svokallaða hefur leitt til 75 ákæra, fimm játanna og einnar sakfellingar. Bandaríkin Tengdar fréttir Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Lewinsky með opinskáa bók um dvölina í Hvíta húsinu Monica Lewinsky lærlingurinn í Hvíta húsinu sem gerði Bill Clinton þáverandi Bandaríkjanna lífið leitt, eða ljúft eftir því hvernig á það er litið, mun vera að leita sér að útgefenda að opinskárri bók um tímann í Hvíta húsinu. 14. september 2012 08:09 Munir úr eigu Moniku Lewinsky á uppboði Meðal muna sem boðnir verða upp eru svartur náttkjóll og bréf undirritað af Clinton til Lewinsky. 26. júní 2013 08:06 Hélt sjálfur framhjá meðan hann barði á Clinton Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildara bandaríkjaþings, hefur viðurkennt að hafa sjálfur haldið framhjá eiginkonu sinni, meðan hann stýrði sókninni gegn Bill Clinton, fyrir samband hans við Moniku Lewinsky. Hugsanlegt er að Gingrich verði frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum. 9. mars 2007 16:51 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. Hann hefur ekki beðið Monicu Lewinsky persónulega afsökunar, tuttugu árum eftir að samband þeirra skók heiminn og leiddi til þess að vantrauststillaga gegn honum var lögð fram á þinginu. Lewinsky var á þessum tíma starfsnemi í Hvíta húsinu. Þegar fregnir af sambandi þeirra bárust neitaði Clinton í fyrstu en viðurkenndi framhjáhaldið seinna meir. Þegar hann var spurður í morgun hvort hann myndi nálgast málið öðruvísi í dag sagði hann svo ekki vera „þrátt fyrir #MeToo hreyfinguna“. „Því fólk myndi notast við staðreyndir en ekki ímyndun. Ef staðreyndirnar væru þær sömu myndi ég ekki gera neitt öðruvísi,“ sagði Clinton í viðtali í þættinum Today á NBC. Forsetinn fyrrverandi var þar mættur til þess að kynna bókina The President is Missins sem hann skrifaði með rithöfundinum fræga James Petterson.Varðandi afsökunarbeiðni til Lewinsky sagðist Clinton hafa beðist ítrekað afsökunar með opinberum hætti og þar á meðal til Lewinsky. Hann hefði aldrei séð tilefni til að tala við hana persónulega og taldi hann ekki skulda henni afsökunarbeiðni. Clinton, sem einnig þurfti að eiga við sérstakan saksóknara Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir ljóst að ef Demókrati byggi í Hvíta húsinu væru umræður vegna vantrauststillögu þegar hafnar.„Ég held að ef hlutverkunum væri skipt, nú er ég bara að tala eftir minni reynslu, að ef Demókrati væri forseti og þessar sömu staðreyndir væru til staðar, flestir sem ég þekki í Washington trúa að vantrauststillaga væri þegar til umræðu.“ Rússarannsóknin svokallaða hefur leitt til 75 ákæra, fimm játanna og einnar sakfellingar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Lewinsky með opinskáa bók um dvölina í Hvíta húsinu Monica Lewinsky lærlingurinn í Hvíta húsinu sem gerði Bill Clinton þáverandi Bandaríkjanna lífið leitt, eða ljúft eftir því hvernig á það er litið, mun vera að leita sér að útgefenda að opinskárri bók um tímann í Hvíta húsinu. 14. september 2012 08:09 Munir úr eigu Moniku Lewinsky á uppboði Meðal muna sem boðnir verða upp eru svartur náttkjóll og bréf undirritað af Clinton til Lewinsky. 26. júní 2013 08:06 Hélt sjálfur framhjá meðan hann barði á Clinton Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildara bandaríkjaþings, hefur viðurkennt að hafa sjálfur haldið framhjá eiginkonu sinni, meðan hann stýrði sókninni gegn Bill Clinton, fyrir samband hans við Moniku Lewinsky. Hugsanlegt er að Gingrich verði frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum. 9. mars 2007 16:51 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45
Lewinsky með opinskáa bók um dvölina í Hvíta húsinu Monica Lewinsky lærlingurinn í Hvíta húsinu sem gerði Bill Clinton þáverandi Bandaríkjanna lífið leitt, eða ljúft eftir því hvernig á það er litið, mun vera að leita sér að útgefenda að opinskárri bók um tímann í Hvíta húsinu. 14. september 2012 08:09
Munir úr eigu Moniku Lewinsky á uppboði Meðal muna sem boðnir verða upp eru svartur náttkjóll og bréf undirritað af Clinton til Lewinsky. 26. júní 2013 08:06
Hélt sjálfur framhjá meðan hann barði á Clinton Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildara bandaríkjaþings, hefur viðurkennt að hafa sjálfur haldið framhjá eiginkonu sinni, meðan hann stýrði sókninni gegn Bill Clinton, fyrir samband hans við Moniku Lewinsky. Hugsanlegt er að Gingrich verði frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum. 9. mars 2007 16:51