Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2018 13:15 Vindmyllan í Vigri er rúmlega 150 ára gömul. Davíð Ólafsson Miklir tekjumöguleikar eru sagðir í boði fyrir hvern þann sem festir kaup á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eigendur Vigurs til tæps aldarfjórðungs hafa sett eyjuna á sölu en á bilinu tíu til ellefu þúsund ferðamenn sækja hana heim á hverju ári. Vigur var auglýstur til sölu í morgun og segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, að fyrirspurnir hafi þegar borist. Eyjan hefur verið í eigu bændanna Salvars Baldurssonar og Hugrúnar Magnúsdóttur frá árinu 1994. Þau ætla að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Húsakosturinn í Vigri. Viktoríuhúsið er hluti af gulu byggingunni á miðri myndinni, lengst til vinstri.Davíð ÓlafssonVigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins. Hluti af Vigur er friðland en þar er líflegt fuglalíf og æðarvarp. Þrátt fyrir það og friðuð húsin segir Davíð að engar kvaðir verði á kaupanda eyjunnar. „Það má byggja þarna og það má bæta húsakost,“ segir hann. Brunabótamat á húsakostinum í Vigur en Davíð vill ekki ljóstra upp um mögulegt kaupverð á eyjunni. Óskað sé eftir tilboðum. „Eyjan er mikils virði og gefur mikla tekjumöguleika,“ segir hann.Áttæringurinn Vigur-Breiður er talinn hátt í tvö hundruð ára gamall. Hann var notaður til fjárflutningaDavíð Ólafsson Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Miklir tekjumöguleikar eru sagðir í boði fyrir hvern þann sem festir kaup á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eigendur Vigurs til tæps aldarfjórðungs hafa sett eyjuna á sölu en á bilinu tíu til ellefu þúsund ferðamenn sækja hana heim á hverju ári. Vigur var auglýstur til sölu í morgun og segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, að fyrirspurnir hafi þegar borist. Eyjan hefur verið í eigu bændanna Salvars Baldurssonar og Hugrúnar Magnúsdóttur frá árinu 1994. Þau ætla að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Húsakosturinn í Vigri. Viktoríuhúsið er hluti af gulu byggingunni á miðri myndinni, lengst til vinstri.Davíð ÓlafssonVigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins. Hluti af Vigur er friðland en þar er líflegt fuglalíf og æðarvarp. Þrátt fyrir það og friðuð húsin segir Davíð að engar kvaðir verði á kaupanda eyjunnar. „Það má byggja þarna og það má bæta húsakost,“ segir hann. Brunabótamat á húsakostinum í Vigur en Davíð vill ekki ljóstra upp um mögulegt kaupverð á eyjunni. Óskað sé eftir tilboðum. „Eyjan er mikils virði og gefur mikla tekjumöguleika,“ segir hann.Áttæringurinn Vigur-Breiður er talinn hátt í tvö hundruð ára gamall. Hann var notaður til fjárflutningaDavíð Ólafsson
Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira