Vítahringur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. júní 2018 07:00 Á síðustu metrum þingsins fyrir sumarfrí virðist stjórnarmeirihlutinn ætla að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert er ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld fari úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan hefur boðað málþóf. Réttlætingin er kunnugleg, veiðigjaldið dragi úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Þótt stærri útgerðir geti að einhverju leyti staðið af sér slíkar sviptingar komi þetta sérstaklega niður á þeim smærri, en fram kemur í frumvarpi með lögunum að aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört – um tæp 60 prósent á tólf árum. Harmakvein útgerðarinnar þekkja Íslendingar vel. Áður fyrr var það leyst með gengisfellingu krónunnar. Útgerðin gat þá haldið uppteknum hætti með sitt ódýra vinnuafl og framleiðslukostnað. Sjávarútvegurinn græddi en almenningur tapaði, og fann fyrir því áþreifanlega með veikari krónu á ferðum sínum erlendis og dýrum innfluttum varningi. Sem betur fer heyra gengisfellingar í þágu einstakra atvinnugreina sögunni til. Lækkun veiðigjalda er hins vegar náskylt fyrirbæri. Tæki hins opinbera til að hygla atvinnurekstri sem enga aðstoð þarf. Staðreyndin er að samkvæmt opinberum tölum er arðsemi eigna í sjávarútvegi meiri en tíðkast í öðrum geirum. Árið 2016 var hún 13 prósent en til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25 prósent árið 2012. Lækkunin er auðvitað til komin vegna styrkingar krónunnar. Ástæða þess að arðsemi í sjávarútvegi er meiri en í öðrum atvinnugreinum er sú að útgerðin greiðir ekkert gjald sem heitið getur fyrir vörur sínar. Kaupmaðurinn þarf að borga fyrir lagerinn og klæðskerinn fyrir efnið sem fer í flíkina. Útgerðarmenn greiða hins vegar smánarlegt gjald fyrir fiskinn í sjónum. Auðvitað má ekki blása á sjónarmið um að styðja eigi við smærri útgerðir í dreifðum byggðum landsins. Þess vegna skýtur skökku við að langstærsti hluti lækkunarinnar fari í vasa stærstu útgerðanna, jafnvel þótt svokallaðan persónuafslátt eigi að hækka á þær smærri. Þessi aðgerð snertir ekkert fílinn í herberginu, íslensku krónuna. Ef útgerðarmönnum væri alvara með því að laga ástandið til langs tíma væru þeir auðvitað að beita sér fyrir upptöku annars og stöðugri gjaldmiðils. Til þess hafa þeir það hins vegar alltof gott. Þeir eru einfaldlega vanir að njóta ávaxtanna meðan krónan er veik, en velta vandamálinu annað um leið og hún styrkist. Þeir stjórnarþingmenn, og rétt er að minna á að spegla allan hinn pólitíska ás, sem beita sér fyrir skammsýnisaðgerðum á borð við þessa skyndilegu lækkun veiðigjalda ættu að virða spegilmynd sína vel fyrir sér. Engin von er um að sátt skapist um þetta gamla þrætuepli íslenskra stjórnmála meðan óþarfa skyndilausnir sem þessar eru bornar á borð. Útgerðarmenn, eins og aðrir, eiga að greiða sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Alveg sama þótt eigandinn sé íslenska þjóðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á síðustu metrum þingsins fyrir sumarfrí virðist stjórnarmeirihlutinn ætla að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert er ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld fari úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan hefur boðað málþóf. Réttlætingin er kunnugleg, veiðigjaldið dragi úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Þótt stærri útgerðir geti að einhverju leyti staðið af sér slíkar sviptingar komi þetta sérstaklega niður á þeim smærri, en fram kemur í frumvarpi með lögunum að aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört – um tæp 60 prósent á tólf árum. Harmakvein útgerðarinnar þekkja Íslendingar vel. Áður fyrr var það leyst með gengisfellingu krónunnar. Útgerðin gat þá haldið uppteknum hætti með sitt ódýra vinnuafl og framleiðslukostnað. Sjávarútvegurinn græddi en almenningur tapaði, og fann fyrir því áþreifanlega með veikari krónu á ferðum sínum erlendis og dýrum innfluttum varningi. Sem betur fer heyra gengisfellingar í þágu einstakra atvinnugreina sögunni til. Lækkun veiðigjalda er hins vegar náskylt fyrirbæri. Tæki hins opinbera til að hygla atvinnurekstri sem enga aðstoð þarf. Staðreyndin er að samkvæmt opinberum tölum er arðsemi eigna í sjávarútvegi meiri en tíðkast í öðrum geirum. Árið 2016 var hún 13 prósent en til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25 prósent árið 2012. Lækkunin er auðvitað til komin vegna styrkingar krónunnar. Ástæða þess að arðsemi í sjávarútvegi er meiri en í öðrum atvinnugreinum er sú að útgerðin greiðir ekkert gjald sem heitið getur fyrir vörur sínar. Kaupmaðurinn þarf að borga fyrir lagerinn og klæðskerinn fyrir efnið sem fer í flíkina. Útgerðarmenn greiða hins vegar smánarlegt gjald fyrir fiskinn í sjónum. Auðvitað má ekki blása á sjónarmið um að styðja eigi við smærri útgerðir í dreifðum byggðum landsins. Þess vegna skýtur skökku við að langstærsti hluti lækkunarinnar fari í vasa stærstu útgerðanna, jafnvel þótt svokallaðan persónuafslátt eigi að hækka á þær smærri. Þessi aðgerð snertir ekkert fílinn í herberginu, íslensku krónuna. Ef útgerðarmönnum væri alvara með því að laga ástandið til langs tíma væru þeir auðvitað að beita sér fyrir upptöku annars og stöðugri gjaldmiðils. Til þess hafa þeir það hins vegar alltof gott. Þeir eru einfaldlega vanir að njóta ávaxtanna meðan krónan er veik, en velta vandamálinu annað um leið og hún styrkist. Þeir stjórnarþingmenn, og rétt er að minna á að spegla allan hinn pólitíska ás, sem beita sér fyrir skammsýnisaðgerðum á borð við þessa skyndilegu lækkun veiðigjalda ættu að virða spegilmynd sína vel fyrir sér. Engin von er um að sátt skapist um þetta gamla þrætuepli íslenskra stjórnmála meðan óþarfa skyndilausnir sem þessar eru bornar á borð. Útgerðarmenn, eins og aðrir, eiga að greiða sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Alveg sama þótt eigandinn sé íslenska þjóðin.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun