Tollstjóri verður ríkisskattstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2018 11:59 Snorri Olsen tekur við starfinu þann 1. október. Vísir/Pjetur Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið skipa Snorra Olsen tollstjóra í embætti ríkisskattstjóra frá og með 1. október 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Skúli Eggert Þórðarson var skipaður ríkisskattsstjóri árið 2006 þegar hann tók við af Indriða H. Þorlákssyni. Skúli lét af störfum 1. maí þegar hann tók við embætti ríkisendurskoðanda. Síðan þá hefur Ingvar J. Rögnvaldsson verið settur ríkisskattstjóri og verður í embættinu til 1. október þegar Snorri tekur til starfa. Athygli vekur að starfið var ekki auglýst til umsóknar heldur skipaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Snorra í starfið. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir í samtali við RÚV að Bjarni hafi nýtt sér heimild í lögum til að flytja opinberan starfsmann á milli embætta. Snorri lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1984. Hann hóf störf í fjármálaráðuneytinu í apríl 1984 og gegndi þar m.a. starfi skrifstofustjóra á sviði skattamála. Snorri var settur ríkisskattstjóri á árunum 1995 til 1997. Snorri hefur verið tollstjóri frá 1. október 1997. Á þeim tíma hefur embætti tollstjóra tekið miklum breytingum í ljósi samfélagsþróunar, ekki síst m.t.t. aukinnar rafvæðingar. Verkefni hafa verið sameinuð sem leitt hefur til aukinnar skilvirkni, hagræðingar og bættrar þjónustu. Sú þróun hófst árið 1998 þegar Gjaldheimtan í Reykjavík var sameinuð tollstjóranum í Reykjavík. Árið 2001 var embætti ríkistollstjóra lagt niður og verkefnin fluttust til tollstjórans í Reykjavík. Árið 2009 varð embætti tollstjóra til, tók við verkefnum annarra tollstjóra og landið varð eitt tollumdæmi. Kjarnaverkefni tollstjóra eru tvö, annað á sviði tollamála og tolleftirlits og hitt er innheimta opinberra gjalda. Gert er ráð fyrir að embætti tollstjóra verði auglýst að loknum sumarleyfum. Embætti ríkisskattstjóra var stofnað 1. október 1962. Í ársbyrjun 2010 voru embætti ríkisskattstjóra og níu skattstjóra sameinuð í eitt. Starfsmenn þess eru nú u.þ.b. 240 sem starfa víðs vegar um landið á átta starfsstöðvum. Meginverkefni ríkisskattstjóra er að annast álagningu skatta og gjalda og hafa með höndum skatteftirlit. „Á undanförnum árum hefur ríkisskattstjóri verið leiðandi í rafrænni stjórnsýslu og m.a. er gerð og skil skattframtala og annarra skýrslna nánast eingöngu rafræn. Af því tilefni hlaut ríkisskattstjóri og embættið upplýsingatækniverðlaun SKÝ árið 2016. Ríkisskattstjóri hefur á undanförnum tíu árum verið í fremstu röð í kjöri um stofnun ársins á vegum stéttarfélaga, og þar af fjórum sinnum í fyrsta sæti,“ segir í tilkynningunni. Ráðningar Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið skipa Snorra Olsen tollstjóra í embætti ríkisskattstjóra frá og með 1. október 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Skúli Eggert Þórðarson var skipaður ríkisskattsstjóri árið 2006 þegar hann tók við af Indriða H. Þorlákssyni. Skúli lét af störfum 1. maí þegar hann tók við embætti ríkisendurskoðanda. Síðan þá hefur Ingvar J. Rögnvaldsson verið settur ríkisskattstjóri og verður í embættinu til 1. október þegar Snorri tekur til starfa. Athygli vekur að starfið var ekki auglýst til umsóknar heldur skipaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Snorra í starfið. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir í samtali við RÚV að Bjarni hafi nýtt sér heimild í lögum til að flytja opinberan starfsmann á milli embætta. Snorri lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1984. Hann hóf störf í fjármálaráðuneytinu í apríl 1984 og gegndi þar m.a. starfi skrifstofustjóra á sviði skattamála. Snorri var settur ríkisskattstjóri á árunum 1995 til 1997. Snorri hefur verið tollstjóri frá 1. október 1997. Á þeim tíma hefur embætti tollstjóra tekið miklum breytingum í ljósi samfélagsþróunar, ekki síst m.t.t. aukinnar rafvæðingar. Verkefni hafa verið sameinuð sem leitt hefur til aukinnar skilvirkni, hagræðingar og bættrar þjónustu. Sú þróun hófst árið 1998 þegar Gjaldheimtan í Reykjavík var sameinuð tollstjóranum í Reykjavík. Árið 2001 var embætti ríkistollstjóra lagt niður og verkefnin fluttust til tollstjórans í Reykjavík. Árið 2009 varð embætti tollstjóra til, tók við verkefnum annarra tollstjóra og landið varð eitt tollumdæmi. Kjarnaverkefni tollstjóra eru tvö, annað á sviði tollamála og tolleftirlits og hitt er innheimta opinberra gjalda. Gert er ráð fyrir að embætti tollstjóra verði auglýst að loknum sumarleyfum. Embætti ríkisskattstjóra var stofnað 1. október 1962. Í ársbyrjun 2010 voru embætti ríkisskattstjóra og níu skattstjóra sameinuð í eitt. Starfsmenn þess eru nú u.þ.b. 240 sem starfa víðs vegar um landið á átta starfsstöðvum. Meginverkefni ríkisskattstjóra er að annast álagningu skatta og gjalda og hafa með höndum skatteftirlit. „Á undanförnum árum hefur ríkisskattstjóri verið leiðandi í rafrænni stjórnsýslu og m.a. er gerð og skil skattframtala og annarra skýrslna nánast eingöngu rafræn. Af því tilefni hlaut ríkisskattstjóri og embættið upplýsingatækniverðlaun SKÝ árið 2016. Ríkisskattstjóri hefur á undanförnum tíu árum verið í fremstu röð í kjöri um stofnun ársins á vegum stéttarfélaga, og þar af fjórum sinnum í fyrsta sæti,“ segir í tilkynningunni.
Ráðningar Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira