Lars: Sérstakt að koma hingað aftur Hjörvar Ólafsson skrifar 1. júní 2018 07:30 Lars á blaðamananfundinum í gær. fréttablaðið/ Lars Lagerbäck er mættur hingað til lands með lærisveina sína hjá norska karlalandsliðinu í knattspyrnu, en Noregur mætir Íslandi í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er andstæðingur íslenska liðsins síðan hann hætti störfum hjá liðinu eftir Evrópumótið árið 2016. Lars rifjaði upp gamla tíma frá Íslandi þegar hann ræddi við blaðamenn á blaðamannafundi fyrir æfingu norska liðsins í gær. „Það er vissulega sérstakt að koma hingað aftur eftir góða tíma hér. Ég þekki alla leikmenn hins liðsins, þjálfarateymi andstæðingsins og þá sem vinna í kringum liðið afar vel og það gefur þessum leik sérstakan blæ. Ísland mun ávallt eiga stað í mínu hjarta, en nú er ég hér sem þjálfari Noregs og verð að sýna fagmennsku í því starfi." „Ég mun reyna að hitta á Heimi utan þéttrar dagskrár hjá okkur báðum, en annars verður þetta bara hefðbundinn undirbúningur. Við Heimir erum reglulega í sambandi, en það fer hins vegar eftir því hversu mikið er að gera hjá hvorum um sig hversu títt við ræðum saman og svo hve lengi við spjöllum saman,“ sagði Lars. „Mér eru minnisstæðastir leikirnir tveir gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 þar sem við unnum hollenska liðið einkar sannfærandi í báðum leikjunum, án þess að þeir næðu skapa mörg teljandi færi. Svo kemur leikurinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum á EM að sjálfsögðu fljótt upp í hugann þegar ég er beðinn um að rifja upp tíma minn við stjórnvölinn hjá Íslandi, en ég held að það sé besti leikur íslenska liðsins undir minni stjórn Ég hef aldrei tapað fyrir Englandi á þjálfaraferli mínum og mér þykir vænt um þá staðreynd,“ sagði Lars. „Ég tel að íslenska liðið eigi ágætis möguleika á HM í sumar, en það verður að hafa það í huga að liðið er í erfiðum riðli og því verður að gera raunhæfar væntingar til þess. Þó svo að liðið mæti til leiks sem minni spámaður þá myndi ég aldrei afskrifa það að það nái góðum árangri." „Það er lykilatriði fyrir liðið að Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verði komnir í gott form þegar á mótið kemur. Það veikir liðið vissulega að Kolbeinn Sigþórsson sé meiddur, en liðið sýndi það hins vegar í undankeppninni að liðið getur vel plumað sig án hans. Ég ætla ekki að fara til Rússlands og vera á meðal áhorfenda á HM, mun þess í stað horfa á leikina í sjónvarpi. Þannig næ að horfa á fleiri leiki en ég gæti ef ég væri á svæðinu,“ sagði Lars. Leikurinn á morgun er næst síðasti leikur íslenska liðsins fyrir fyrsta leik liðsins í lokakeppni HM, en liðið mætir Gana, einnig á Laugardalsvelli, á fimmtudaginn í lokaleik sínum fyrir leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní." Það verður sérstök stund að sjá Lars ganga inn á Laugardalsvöllinn og setjast í varamannaskýli andstæðinganna og segja andstæðingum íslenska liðsins fyrir verkum. Þegar á hólminn verður komið mun hins vegar athyglin beinast að leikmönnum liðanna sem vonandi sýna góða frammistöðu inni á vellinum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira
Lars Lagerbäck er mættur hingað til lands með lærisveina sína hjá norska karlalandsliðinu í knattspyrnu, en Noregur mætir Íslandi í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er andstæðingur íslenska liðsins síðan hann hætti störfum hjá liðinu eftir Evrópumótið árið 2016. Lars rifjaði upp gamla tíma frá Íslandi þegar hann ræddi við blaðamenn á blaðamannafundi fyrir æfingu norska liðsins í gær. „Það er vissulega sérstakt að koma hingað aftur eftir góða tíma hér. Ég þekki alla leikmenn hins liðsins, þjálfarateymi andstæðingsins og þá sem vinna í kringum liðið afar vel og það gefur þessum leik sérstakan blæ. Ísland mun ávallt eiga stað í mínu hjarta, en nú er ég hér sem þjálfari Noregs og verð að sýna fagmennsku í því starfi." „Ég mun reyna að hitta á Heimi utan þéttrar dagskrár hjá okkur báðum, en annars verður þetta bara hefðbundinn undirbúningur. Við Heimir erum reglulega í sambandi, en það fer hins vegar eftir því hversu mikið er að gera hjá hvorum um sig hversu títt við ræðum saman og svo hve lengi við spjöllum saman,“ sagði Lars. „Mér eru minnisstæðastir leikirnir tveir gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 þar sem við unnum hollenska liðið einkar sannfærandi í báðum leikjunum, án þess að þeir næðu skapa mörg teljandi færi. Svo kemur leikurinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum á EM að sjálfsögðu fljótt upp í hugann þegar ég er beðinn um að rifja upp tíma minn við stjórnvölinn hjá Íslandi, en ég held að það sé besti leikur íslenska liðsins undir minni stjórn Ég hef aldrei tapað fyrir Englandi á þjálfaraferli mínum og mér þykir vænt um þá staðreynd,“ sagði Lars. „Ég tel að íslenska liðið eigi ágætis möguleika á HM í sumar, en það verður að hafa það í huga að liðið er í erfiðum riðli og því verður að gera raunhæfar væntingar til þess. Þó svo að liðið mæti til leiks sem minni spámaður þá myndi ég aldrei afskrifa það að það nái góðum árangri." „Það er lykilatriði fyrir liðið að Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verði komnir í gott form þegar á mótið kemur. Það veikir liðið vissulega að Kolbeinn Sigþórsson sé meiddur, en liðið sýndi það hins vegar í undankeppninni að liðið getur vel plumað sig án hans. Ég ætla ekki að fara til Rússlands og vera á meðal áhorfenda á HM, mun þess í stað horfa á leikina í sjónvarpi. Þannig næ að horfa á fleiri leiki en ég gæti ef ég væri á svæðinu,“ sagði Lars. Leikurinn á morgun er næst síðasti leikur íslenska liðsins fyrir fyrsta leik liðsins í lokakeppni HM, en liðið mætir Gana, einnig á Laugardalsvelli, á fimmtudaginn í lokaleik sínum fyrir leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní." Það verður sérstök stund að sjá Lars ganga inn á Laugardalsvöllinn og setjast í varamannaskýli andstæðinganna og segja andstæðingum íslenska liðsins fyrir verkum. Þegar á hólminn verður komið mun hins vegar athyglin beinast að leikmönnum liðanna sem vonandi sýna góða frammistöðu inni á vellinum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira