Óvíst hvort grói um heilt í Eyjum TG skrifar 16. júní 2018 08:00 Páll Magnússon Vísir/Anton Brink „Ég hef verið í samskiptum við forystuna,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. „Við erum með okkar hugmyndir en við viljum aðallega koma okkar hlið á framfæri og heyra í þeim hljóðið og út frá því munum við hugsanlega ræða okkar væntingar til málsins.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá lýsti fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum yfir fullu vantrausti á Pál Magnússon í harðorðri ályktun. Ljóst er að ólga er innan flokksins og óskaði fulltrúaráðið í Eyjum eftir fundi með forystu flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari staðfesti í samtali við Fréttablaðið að forysta flokksins hefði farið yfir stöðuna og ráðgert sé að eiga fund með Eyjamönnum á næstunni. Eyjamenn og Valhöll leita núna að heppilegum fundartíma en vonast er eftir því að hann verði sem fyrst svo hægt sé að ræða málin. Aðspurður hvort hann haldi að grói um heilt segir Jarl: „Ég sé það ekki fyrir mér, þarna er bara fólk sem er búið að stofna annan flokk. Það eru núna þrír flokkar í Vestmannaeyjum og það er bara fínt fyrir lýðræðið að hafa úr nægu að velja, en maður veit aldrei hvað gerst.“ Jarl segir að viðbrögðin við ályktun fulltrúaráðsins hafi verið blendin og samkvæmt heimildum blaðsins er forystan talin vera í þröngri stöðu. „Menn skiptast í flokka eftir því hvernig þeir taka þessu. Mér finnst flestir hafa skilning á því að við óskum eftir fundi, það er ekki hægt að láta þetta hjá líða án þess að eitthvað sé gert.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Flokksforystan í þröngri stöðu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar skýringar á klofningi í flokknum. Brynjar Níelsson segir vandamálið í höfuðvíginu Vestmannaeyjum að Páll Magússon hafi ekki stutt flokkinn og það dragi dilk á eftir sér. 15. júní 2018 08:00 Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
„Ég hef verið í samskiptum við forystuna,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. „Við erum með okkar hugmyndir en við viljum aðallega koma okkar hlið á framfæri og heyra í þeim hljóðið og út frá því munum við hugsanlega ræða okkar væntingar til málsins.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá lýsti fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum yfir fullu vantrausti á Pál Magnússon í harðorðri ályktun. Ljóst er að ólga er innan flokksins og óskaði fulltrúaráðið í Eyjum eftir fundi með forystu flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari staðfesti í samtali við Fréttablaðið að forysta flokksins hefði farið yfir stöðuna og ráðgert sé að eiga fund með Eyjamönnum á næstunni. Eyjamenn og Valhöll leita núna að heppilegum fundartíma en vonast er eftir því að hann verði sem fyrst svo hægt sé að ræða málin. Aðspurður hvort hann haldi að grói um heilt segir Jarl: „Ég sé það ekki fyrir mér, þarna er bara fólk sem er búið að stofna annan flokk. Það eru núna þrír flokkar í Vestmannaeyjum og það er bara fínt fyrir lýðræðið að hafa úr nægu að velja, en maður veit aldrei hvað gerst.“ Jarl segir að viðbrögðin við ályktun fulltrúaráðsins hafi verið blendin og samkvæmt heimildum blaðsins er forystan talin vera í þröngri stöðu. „Menn skiptast í flokka eftir því hvernig þeir taka þessu. Mér finnst flestir hafa skilning á því að við óskum eftir fundi, það er ekki hægt að láta þetta hjá líða án þess að eitthvað sé gert.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Flokksforystan í þröngri stöðu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar skýringar á klofningi í flokknum. Brynjar Níelsson segir vandamálið í höfuðvíginu Vestmannaeyjum að Páll Magússon hafi ekki stutt flokkinn og það dragi dilk á eftir sér. 15. júní 2018 08:00 Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
Flokksforystan í þröngri stöðu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar skýringar á klofningi í flokknum. Brynjar Níelsson segir vandamálið í höfuðvíginu Vestmannaeyjum að Páll Magússon hafi ekki stutt flokkinn og það dragi dilk á eftir sér. 15. júní 2018 08:00
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels