Gjörningur í beinni frá Reykjavík og á skjá í Gent Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. júní 2018 06:00 Elísabet verður í góðum gír heima í herbergi að sýna Belgum gjörning. Listakonan Elísabet Birta Sveinsdóttir sýnir gjörning í Gent í Belgíu í kvöld – en gjörninginn fremur Elísabet inni í herberginu sínu í Reykjavík og honum verður varpað á vegg í galleríinu In De Ruimte í Belgíu. Svona er nútímatæknin. Allir geta fylgst með gjörningnum í beinni útsendingu á Instagram-reikningi Elísabetar og á Facebook-síðu viðburðarins. Elísabet er einnig með myndbandsverk á þessari sömu samsýningu í Belgíu þar sem hún sýnir með hóp listamanna en sýningin verður opin í viku. „Í staðinn fyrir að vera á staðnum þá fannst sýningarstjóranum sniðugt að ég myndi gera gjörning í gegnum netið. Ég verð hérna heima á Íslandi og mun sýna gjörninginn í beinni frá svefnherberginu mínu í Reykjavík. Í stað þess að varpa bara gjörningnum í rýmið í Belgíu, af hverju þá ekki bara að opna það og leyfa fleirum að sjá? Ég ætla því að hafa þetta opið og í beinni fyrir veröldina,“ segir Elísabet Birta. Sýningin nefnist About you og er þema hennar sjálfsmyndin. Elísabet mun meðal annars notast við texta sem þær Ísabella Katarína Márusdóttir sömdu fyrir annað sviðsverk. „Af því að ég er að gera gjörninginn beint úr mínu einkarými þá verður þetta pínu svona „á bak við tjöldin“ og fjallar um ástandið sem ég er í þegar ég er að skapa, það sem er á bak við verkin mín almennt. Þetta er textavinna úr fyrri verkum, tónlist og svo verð ég með uppstoppaðan ref hjá mér, hundana mína og kindagæru sem ég keypti um daginn – ég verð líka klædd englavængjum. Þarna verð ég í kúri, mjög kósí stund með þessa leikmuni og mun halda eins manns tónleika með sjálfri mér sem ég deili með heiminum.“ Elísabet segir að í textanum sem hún flytur í gjörningnum megi finna ákveðinn lykil að verkinu. „Það er margt sem kemur fram í lagatextunum sem sýnir um hvað verkið fjallar. Þeir varpa ljósi á að þarna er í raun karaktersköpun og þeir samdir út frá því að ég sé ákveðin birtingarmynd tegundarinnar, mannsins, og sýna líka mínar tilfinningar gagnvart því að vera manneskja á jörðinni og samskipti mín við aðrar tegundir og manneskjur. Þarna má líka finna ástina og sitthvað fleira.“ Gjörningurinn fer fram um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og má fylgjast með honum á Instagram-síðu Elísabetar á instagram.com/elisabetbirta. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Listakonan Elísabet Birta Sveinsdóttir sýnir gjörning í Gent í Belgíu í kvöld – en gjörninginn fremur Elísabet inni í herberginu sínu í Reykjavík og honum verður varpað á vegg í galleríinu In De Ruimte í Belgíu. Svona er nútímatæknin. Allir geta fylgst með gjörningnum í beinni útsendingu á Instagram-reikningi Elísabetar og á Facebook-síðu viðburðarins. Elísabet er einnig með myndbandsverk á þessari sömu samsýningu í Belgíu þar sem hún sýnir með hóp listamanna en sýningin verður opin í viku. „Í staðinn fyrir að vera á staðnum þá fannst sýningarstjóranum sniðugt að ég myndi gera gjörning í gegnum netið. Ég verð hérna heima á Íslandi og mun sýna gjörninginn í beinni frá svefnherberginu mínu í Reykjavík. Í stað þess að varpa bara gjörningnum í rýmið í Belgíu, af hverju þá ekki bara að opna það og leyfa fleirum að sjá? Ég ætla því að hafa þetta opið og í beinni fyrir veröldina,“ segir Elísabet Birta. Sýningin nefnist About you og er þema hennar sjálfsmyndin. Elísabet mun meðal annars notast við texta sem þær Ísabella Katarína Márusdóttir sömdu fyrir annað sviðsverk. „Af því að ég er að gera gjörninginn beint úr mínu einkarými þá verður þetta pínu svona „á bak við tjöldin“ og fjallar um ástandið sem ég er í þegar ég er að skapa, það sem er á bak við verkin mín almennt. Þetta er textavinna úr fyrri verkum, tónlist og svo verð ég með uppstoppaðan ref hjá mér, hundana mína og kindagæru sem ég keypti um daginn – ég verð líka klædd englavængjum. Þarna verð ég í kúri, mjög kósí stund með þessa leikmuni og mun halda eins manns tónleika með sjálfri mér sem ég deili með heiminum.“ Elísabet segir að í textanum sem hún flytur í gjörningnum megi finna ákveðinn lykil að verkinu. „Það er margt sem kemur fram í lagatextunum sem sýnir um hvað verkið fjallar. Þeir varpa ljósi á að þarna er í raun karaktersköpun og þeir samdir út frá því að ég sé ákveðin birtingarmynd tegundarinnar, mannsins, og sýna líka mínar tilfinningar gagnvart því að vera manneskja á jörðinni og samskipti mín við aðrar tegundir og manneskjur. Þarna má líka finna ástina og sitthvað fleira.“ Gjörningurinn fer fram um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og má fylgjast með honum á Instagram-síðu Elísabetar á instagram.com/elisabetbirta.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira