Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 08:00 Hér má sjá einn hjólahópinn sem Maggi Gylfa leiddi um stræti og strönd Kabardinka. vísir/vilhelm „Þetta er búið að vera mjög gott. Völlurinn er góður, hótelið fínt þannig það er ekki yfir neinu að klaga. Við erum í flottum aðstæðum hérna til að gera okkur klára í leikinn,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, um lífið í Gelendzikh þar sem að strákarnir okkar dvelja og æfa á meðan HM stendur.Sjá einnig:Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Hótellífið er ekkert fyrir alla og mikilvægt að finna sér eitthvað að gera en Ólafur og okkar menn eru duglegir að hafa eitthvað fyrir stafni og þeim leiðist ekkert. „Við reynum að halda lífi og fjöri í þessu inn á milli þegar að það koma einhverjir klukkutímar inn á milli. Við erum náttúrlega ekki búnir að vera svo lengi hérna. Menn eru bara spenntir og við erum svolítið bara að bíða eftir leiknum á laugardaginn. Það hefur ekki verið neitt vandamál að drepa tímann,“ segir Ólafur Ingi.Strákranir keyrðu púlsinn upp í fyrradag og fengu frídag á móti.vísri/vilhelmAðstæður leyfa betri bolta Árbæingurinn er ekkert mikið fyrir að sleikja sólina allan daginn. Það eru aðrir í landsliðinu sem elska að vera sólbrúnir og sætir og vinna hart í því. „Það er eins og sumir vilji alltaf blómum á sig bæta. Ég er nú ekki mikið fyrir það að vera á sundlaugabakkanum eins og sést þar sem ég er nú hvítari heldur en flestir hérna. En þetta er bara gott. Menn hafa þetta bara eins og þeir vilja. Sumum finnst gott að sleikja sólina en aðrir vilja frekar vera inni og spila,“ segir Ólafur Ingi. Miðjumaðurinn segir æfingarnar í Kabardinka þar sem að æfingavöllurinn er vera alveg frábæran sem skilar betri æfingum. Laugardalsvöllur var strákunum erfiður miðað við þessa flöt sem boðið er upp á. „Aðstæður hérna leyfa betri fótbolta. Völlurinn er svo geggjaður og það skilar meira tempó á æfingum. Boltinn gengur hraðar þannig að menn þurfa að hreyfa sig hraðar og taka ákvarðanir fyrr. Það er bara búið að vera mjög hollt fyrir okkur að vera á svona góðum grasvelli með fullri virðingu fyrir Laugardalsvellinum. Hann er náttúrlega ekkert í líkingu við þetta enda veðrið allt öðruvísi,“ segir Ólafur Ingi.Ólafur Ingi Skúlason í viðtölum á æfingunni í fyrradag.vísir/vilhelmVöldu frídaginn sjálfir „Við erum búnir að skerpa vel á okkur. Við áttum góða æfingu í fyrradag og svo fengu menn frídag í gær og gátu hlaðið batteríin. Það verður svo tekið á því í dag, hlutirnir fínpússaðir á morgun og svo verðum við klárir á laugardaginn.“ Okkar menn fengu frídag í gær. Þeir þurftu ekki að æfa og nýttu margir hverjir tækifærið til að hjóla um Kabardinka og slaka á. Þetta var eitthvað sem strákarnir vildu og þeir unnu sér inn fyrir frídeginum. „Við fengum að velja þetta sjálfir. Við tókum í staðinn mjög góða en erfiða æfingu á þriðjudaginn. Við kusum það frekar að taka vel á því á þeirri æfingu og þrýsta upp púlsinum aðeins. Á móti fengum við frídag í gær. Það er bara gott að fá einn dag þar sem við gátum kúplað okkur út og hugsað um líkamann,“ segir Ólafur Ingi Skúlason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
„Þetta er búið að vera mjög gott. Völlurinn er góður, hótelið fínt þannig það er ekki yfir neinu að klaga. Við erum í flottum aðstæðum hérna til að gera okkur klára í leikinn,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, um lífið í Gelendzikh þar sem að strákarnir okkar dvelja og æfa á meðan HM stendur.Sjá einnig:Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Hótellífið er ekkert fyrir alla og mikilvægt að finna sér eitthvað að gera en Ólafur og okkar menn eru duglegir að hafa eitthvað fyrir stafni og þeim leiðist ekkert. „Við reynum að halda lífi og fjöri í þessu inn á milli þegar að það koma einhverjir klukkutímar inn á milli. Við erum náttúrlega ekki búnir að vera svo lengi hérna. Menn eru bara spenntir og við erum svolítið bara að bíða eftir leiknum á laugardaginn. Það hefur ekki verið neitt vandamál að drepa tímann,“ segir Ólafur Ingi.Strákranir keyrðu púlsinn upp í fyrradag og fengu frídag á móti.vísri/vilhelmAðstæður leyfa betri bolta Árbæingurinn er ekkert mikið fyrir að sleikja sólina allan daginn. Það eru aðrir í landsliðinu sem elska að vera sólbrúnir og sætir og vinna hart í því. „Það er eins og sumir vilji alltaf blómum á sig bæta. Ég er nú ekki mikið fyrir það að vera á sundlaugabakkanum eins og sést þar sem ég er nú hvítari heldur en flestir hérna. En þetta er bara gott. Menn hafa þetta bara eins og þeir vilja. Sumum finnst gott að sleikja sólina en aðrir vilja frekar vera inni og spila,“ segir Ólafur Ingi. Miðjumaðurinn segir æfingarnar í Kabardinka þar sem að æfingavöllurinn er vera alveg frábæran sem skilar betri æfingum. Laugardalsvöllur var strákunum erfiður miðað við þessa flöt sem boðið er upp á. „Aðstæður hérna leyfa betri fótbolta. Völlurinn er svo geggjaður og það skilar meira tempó á æfingum. Boltinn gengur hraðar þannig að menn þurfa að hreyfa sig hraðar og taka ákvarðanir fyrr. Það er bara búið að vera mjög hollt fyrir okkur að vera á svona góðum grasvelli með fullri virðingu fyrir Laugardalsvellinum. Hann er náttúrlega ekkert í líkingu við þetta enda veðrið allt öðruvísi,“ segir Ólafur Ingi.Ólafur Ingi Skúlason í viðtölum á æfingunni í fyrradag.vísir/vilhelmVöldu frídaginn sjálfir „Við erum búnir að skerpa vel á okkur. Við áttum góða æfingu í fyrradag og svo fengu menn frídag í gær og gátu hlaðið batteríin. Það verður svo tekið á því í dag, hlutirnir fínpússaðir á morgun og svo verðum við klárir á laugardaginn.“ Okkar menn fengu frídag í gær. Þeir þurftu ekki að æfa og nýttu margir hverjir tækifærið til að hjóla um Kabardinka og slaka á. Þetta var eitthvað sem strákarnir vildu og þeir unnu sér inn fyrir frídeginum. „Við fengum að velja þetta sjálfir. Við tókum í staðinn mjög góða en erfiða æfingu á þriðjudaginn. Við kusum það frekar að taka vel á því á þeirri æfingu og þrýsta upp púlsinum aðeins. Á móti fengum við frídag í gær. Það er bara gott að fá einn dag þar sem við gátum kúplað okkur út og hugsað um líkamann,“ segir Ólafur Ingi Skúlason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira