„Sláandi“ verðmunur á matvöru í nýrri verðkönnun ASÍ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2018 11:30 ASÍ segir verðmuninn í könnuninni sláandi. vísir/ernir Ný verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ sýnir að mjög mikill verðmunur er á hinum ýmsu vörum í öllum vöruflokkum. Í frétt á vef ASÍ um verðmuninn á matarkörfunni kemur fram að í 52 tilvikum af 100 var yfir 40 prósent munur á hæsta og lægsta verði. Í 24 tilvikum var verðmunurinn svo yfir 70 prósent. Iceland var oftast með hæsta verðið, eða í 35 tilvikum af 100. Bónus var svo oftast með lægsta verðið, eða í 63 tilvikum af 100. Hagkaup var sú verslun sem var næstoftast með hæsta verðið, eða í 21 tilviki af 100. Verðkönnunin var framkvæmd í átta stærstu verslunum landsins. Þá sýnir samanburður á lítilli vörukörfu með þrettán vörum að hún er 3.108 krónum ódýrari í Bónus heldur en Iceland. Vörukarfa þessi inniheldur vörur eins og brauð, djús, kjötbollur, banana, cheerios, handsápu og þvottaefni. Verðmuninn má sjá í töflunni hér fyrir neðan. Iceland Bónus Verðmunur í % Verðmunur í krónum Fitty samlokubrauð - 500 gr 499 349 43% 150 Tíðartappar OB original 16 stk 449 259 73% 190 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 Handsápa Palmolive Almond milk m/pumpu 300 ml 399 229 74% 170 Cheerios - ódýrasta kg verð 1.542 750 106% 792 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 St. Dalfour bláberja sulta 284 gr 669 398 68% 271 Trópí tríó - 3pl (250 ml *3) 369 195 89% 174 1944 - Hakkbollur í brúnni sósu m. kartöflumús 729 595 23% 134 Góu Hraunbitar 349 223 57% 126 Bananar 399 179 123% 220 Lyle's golden syrup 454 gr dós 399 189 111% 210 Knorr Aromat 90 gr. staukur 329 249 32% 80 Verðmunur á vörukörfu 3.108 Á vef ASÍ segir að niðurstöður verðkönnunarinnar séu „sláandi“ enda sýni þær að gríðarlegur verðmunur sé á flestum vörunum í könnuninni. „Á mörgum vörum var yfir 40% verðmunur milli dýrasta og ódýrasta valkostsins og 70% verðmunur var á fjórðungi varanna. 100% verðmunur var á frosnu lambalæri, lægsta verðið mátti finna í Bónus og í Nettó þar sem það kostaði 1.098 kr. en hæsta verðið var í í Kjörbúðinni Sandgerði þar sem það kostaði 2.109 kr. Litlu ódýrara var það í Hagkaup þar sem kílóverðið var 2.099 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á svínakótilettum var 64%, lægst var verðið í Krónunni, 1.399 kr. kg en hæst var það í Iceland á 2.299 kr. Þá var 42% eða 801 kr. verðmunur á ferskum laxi, lægsta verðið var í Nettó, 1.898 kr. en það hæsta í Iceland 2.698 kr. en Hagkaup var einungis einni krónu lægra með 2.698 kr. kílóið. Mjög mikill verðmunur var einnig á ávöxtum og grænmeti, drykkjarvörum, þurrvörum og dósamat, brauði og kextmeti,“ segir á vef ASÍ en töfluna í heild sinni má sjá hér. Neytendur Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Ný verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ sýnir að mjög mikill verðmunur er á hinum ýmsu vörum í öllum vöruflokkum. Í frétt á vef ASÍ um verðmuninn á matarkörfunni kemur fram að í 52 tilvikum af 100 var yfir 40 prósent munur á hæsta og lægsta verði. Í 24 tilvikum var verðmunurinn svo yfir 70 prósent. Iceland var oftast með hæsta verðið, eða í 35 tilvikum af 100. Bónus var svo oftast með lægsta verðið, eða í 63 tilvikum af 100. Hagkaup var sú verslun sem var næstoftast með hæsta verðið, eða í 21 tilviki af 100. Verðkönnunin var framkvæmd í átta stærstu verslunum landsins. Þá sýnir samanburður á lítilli vörukörfu með þrettán vörum að hún er 3.108 krónum ódýrari í Bónus heldur en Iceland. Vörukarfa þessi inniheldur vörur eins og brauð, djús, kjötbollur, banana, cheerios, handsápu og þvottaefni. Verðmuninn má sjá í töflunni hér fyrir neðan. Iceland Bónus Verðmunur í % Verðmunur í krónum Fitty samlokubrauð - 500 gr 499 349 43% 150 Tíðartappar OB original 16 stk 449 259 73% 190 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 Handsápa Palmolive Almond milk m/pumpu 300 ml 399 229 74% 170 Cheerios - ódýrasta kg verð 1.542 750 106% 792 Neutral storvask ódýrasta kílóverð 705 410 72% 295 St. Dalfour bláberja sulta 284 gr 669 398 68% 271 Trópí tríó - 3pl (250 ml *3) 369 195 89% 174 1944 - Hakkbollur í brúnni sósu m. kartöflumús 729 595 23% 134 Góu Hraunbitar 349 223 57% 126 Bananar 399 179 123% 220 Lyle's golden syrup 454 gr dós 399 189 111% 210 Knorr Aromat 90 gr. staukur 329 249 32% 80 Verðmunur á vörukörfu 3.108 Á vef ASÍ segir að niðurstöður verðkönnunarinnar séu „sláandi“ enda sýni þær að gríðarlegur verðmunur sé á flestum vörunum í könnuninni. „Á mörgum vörum var yfir 40% verðmunur milli dýrasta og ódýrasta valkostsins og 70% verðmunur var á fjórðungi varanna. 100% verðmunur var á frosnu lambalæri, lægsta verðið mátti finna í Bónus og í Nettó þar sem það kostaði 1.098 kr. en hæsta verðið var í í Kjörbúðinni Sandgerði þar sem það kostaði 2.109 kr. Litlu ódýrara var það í Hagkaup þar sem kílóverðið var 2.099 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á svínakótilettum var 64%, lægst var verðið í Krónunni, 1.399 kr. kg en hæst var það í Iceland á 2.299 kr. Þá var 42% eða 801 kr. verðmunur á ferskum laxi, lægsta verðið var í Nettó, 1.898 kr. en það hæsta í Iceland 2.698 kr. en Hagkaup var einungis einni krónu lægra með 2.698 kr. kílóið. Mjög mikill verðmunur var einnig á ávöxtum og grænmeti, drykkjarvörum, þurrvörum og dósamat, brauði og kextmeti,“ segir á vef ASÍ en töfluna í heild sinni má sjá hér.
Neytendur Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira