Opinbert einelti hjá Hafnarfjarðarbæ? Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Í vikunni hófst Vinnuskólinn í Hafnarfirði. Þar eiga að vera boðnir velkomnir allir unglingar sem eru á fjórtánda ári og eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum. Þetta eru tímamót, vekja með unglingunum eftirvæntingu og skrá dýrmæta minningu. En ekki fyrir alla þegar á reynir. Sonarsonur minn á þessum aldri, sem er hreyfihamlaður í hjólastól, fékk þau skilaboð frá hafnfirska stjórnsýslukerfinu, að hann væri ekki velkominn alveg strax, skyldi bíða heima, en hafa samband og athuga hvernig staðan verði eftir helgina. Fótfrár tvíburabróðir hans fékk aftur á móti skilaboð frá kerfinu hálfum mánuði áður en vinnan hófst, að hann væri strax velkominn. Nú hefur kerfissýslan í Hafnarfirði haft allan veturinn til að undirbúa Vinnuskólann. En gleymt að gera ráð fyrir að í bænum búa líka hreyfihamlaðir unglingar í hjólastól. Örfáir einstaklingar skipta líklega engu máli fyrir opinbert kerfi, sérstaklega ef þeir eigi við fötlun að stríða. Það snertir samt og særir viðkvæmt barnshjartað sem hefur lengi hlakkað til að fara á vinnumarkaðinn og fylgja jafnöldrum sínum í lífi og leik. Er ekki tímabært að kerfið átti sig á að hér á fólk hlut að máli með tilfinningar og þrár? Vonandi gildir það víðast fyrir fólkið í landinu. En ekki í stjórnsýslunni hjá Hafnarfjarðarbæ gagnvart hreyfihömluðum unglingum í hjólastól. Gæti það kallast opinbert einelti?Höfundur býr að Heydölum í Breiðdal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni hófst Vinnuskólinn í Hafnarfirði. Þar eiga að vera boðnir velkomnir allir unglingar sem eru á fjórtánda ári og eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum. Þetta eru tímamót, vekja með unglingunum eftirvæntingu og skrá dýrmæta minningu. En ekki fyrir alla þegar á reynir. Sonarsonur minn á þessum aldri, sem er hreyfihamlaður í hjólastól, fékk þau skilaboð frá hafnfirska stjórnsýslukerfinu, að hann væri ekki velkominn alveg strax, skyldi bíða heima, en hafa samband og athuga hvernig staðan verði eftir helgina. Fótfrár tvíburabróðir hans fékk aftur á móti skilaboð frá kerfinu hálfum mánuði áður en vinnan hófst, að hann væri strax velkominn. Nú hefur kerfissýslan í Hafnarfirði haft allan veturinn til að undirbúa Vinnuskólann. En gleymt að gera ráð fyrir að í bænum búa líka hreyfihamlaðir unglingar í hjólastól. Örfáir einstaklingar skipta líklega engu máli fyrir opinbert kerfi, sérstaklega ef þeir eigi við fötlun að stríða. Það snertir samt og særir viðkvæmt barnshjartað sem hefur lengi hlakkað til að fara á vinnumarkaðinn og fylgja jafnöldrum sínum í lífi og leik. Er ekki tímabært að kerfið átti sig á að hér á fólk hlut að máli með tilfinningar og þrár? Vonandi gildir það víðast fyrir fólkið í landinu. En ekki í stjórnsýslunni hjá Hafnarfjarðarbæ gagnvart hreyfihömluðum unglingum í hjólastól. Gæti það kallast opinbert einelti?Höfundur býr að Heydölum í Breiðdal
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun