Svörtustu spádómar um loftslagsbreytingar að rætast og mannkynið nánast fallið á tíma Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. júní 2018 23:30 Útlitið hefur sjaldan verið eins dökkt í loftslagsmálum og bráðnun íshellna verður brátt óafturkræf Vísir/Getty Íshella Suðurskautslandsins er farin að bráðna miklu hraðar en áður og nú er svo komið að meira en 200 milljarðar tonna af ís renna út í hafið á hverju ári og yfirborð sjávar hækkar um hálfan millimetra árlega. Alþjóðlegur hópur 80 vísindamanna greindi frá þessu í dag í svartri skýrslu um loftslagsmál. Niðurstöðurnar sýna að íshellan bráðnar nú þrefalt hraðar en fyrir aðeins tíu árum og hraðinn er enn að aukast. Með sama áframhaldi er útlit fyrir að margir verstu spádómar um loftslagsbreytingar verði að veruleika innan fárra áratuga. Mannkynið er nánast fallið á tíma vilji það afstýra hnattrænum hörmungum. Til að eiga einhvern möguleika á að laga stöðuna þyrfti að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda nú þegar eða í allra síðasta lagi innan tíu ára. Það er borin von í ljósi nýjustu fregna af loftslagssamþykktum sem Bandaríkjastjórn ætlar ekki að virða. Ef við lítum aðeins á þróun mála er útlitið dekkra en það hefur verið lengi. Á fimm ára tímabili frá 1992 til 1997 minnkaði íshella Suðurskautsins að jafnaði um 49 milljarða tonna af ís á ársgrundvelli. Aðeins áratug síðar, á tímabilinu frá 2002 til 2007, var bráðnunin komin upp í 73 milljarða tonna árlega. Frá 2012 til 2017 rauk þessi tala upp í 219 milljarða tonna. Það er einfaldlega allt annar veruleiki en íhaldssamari spár gerðu ráð fyrir þegar ríki heims voru að mynda loftslagsstefnu sína. Suðurskautslandið Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Nýr forstjóri NASA búinn að skipta um skoðun á loftslagsbreytingum Eins og aðrir repúblikanar vefengdi James Bridenstine loftslagsvísindi. Nú er hann tekinn við NASA og hefur skipt um skoðun. 7. júní 2018 10:23 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Íshella Suðurskautslandsins er farin að bráðna miklu hraðar en áður og nú er svo komið að meira en 200 milljarðar tonna af ís renna út í hafið á hverju ári og yfirborð sjávar hækkar um hálfan millimetra árlega. Alþjóðlegur hópur 80 vísindamanna greindi frá þessu í dag í svartri skýrslu um loftslagsmál. Niðurstöðurnar sýna að íshellan bráðnar nú þrefalt hraðar en fyrir aðeins tíu árum og hraðinn er enn að aukast. Með sama áframhaldi er útlit fyrir að margir verstu spádómar um loftslagsbreytingar verði að veruleika innan fárra áratuga. Mannkynið er nánast fallið á tíma vilji það afstýra hnattrænum hörmungum. Til að eiga einhvern möguleika á að laga stöðuna þyrfti að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda nú þegar eða í allra síðasta lagi innan tíu ára. Það er borin von í ljósi nýjustu fregna af loftslagssamþykktum sem Bandaríkjastjórn ætlar ekki að virða. Ef við lítum aðeins á þróun mála er útlitið dekkra en það hefur verið lengi. Á fimm ára tímabili frá 1992 til 1997 minnkaði íshella Suðurskautsins að jafnaði um 49 milljarða tonna af ís á ársgrundvelli. Aðeins áratug síðar, á tímabilinu frá 2002 til 2007, var bráðnunin komin upp í 73 milljarða tonna árlega. Frá 2012 til 2017 rauk þessi tala upp í 219 milljarða tonna. Það er einfaldlega allt annar veruleiki en íhaldssamari spár gerðu ráð fyrir þegar ríki heims voru að mynda loftslagsstefnu sína.
Suðurskautslandið Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Nýr forstjóri NASA búinn að skipta um skoðun á loftslagsbreytingum Eins og aðrir repúblikanar vefengdi James Bridenstine loftslagsvísindi. Nú er hann tekinn við NASA og hefur skipt um skoðun. 7. júní 2018 10:23 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51
Nýr forstjóri NASA búinn að skipta um skoðun á loftslagsbreytingum Eins og aðrir repúblikanar vefengdi James Bridenstine loftslagsvísindi. Nú er hann tekinn við NASA og hefur skipt um skoðun. 7. júní 2018 10:23
Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00