Lítil fyrirtæki nýta sér "strákana okkar“ í markaðsskyni í aðdraganda HM Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 21:34 Íslensku landsliðsmennirnir í tilheyrandi búningum merktum KSÍ fyrir leik á móti Noregi. Vísir/Andri Marinó Nokkuð hefur verið um að minni fyrirtæki nýti sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í téðri íþrótt næsta laugardag, í markaðsskyni. Þetta stríðir gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ en þurft hefur að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna þessa, að sögn markaðsráðgjafa sem starfar fyrir sambandið. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem reglur um notkun fyrirtækja á vörumerkjum sambandsins voru áréttaðar. Þar kemur fram að þónokkur dæmi um misnotkun hafi komið upp í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.Veitingastaðir, barir og bakarí gerst brotleg Darri Johansen, markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA, hefur fylgst með ólöglegri notkun fyrirtækja á vörumerki KSÍ og landsliðsbúningnum fyrir hönd KSÍ. Hann segir í samtali við Vísi að málin sem komið hafi upp á borð sambandsins snúi flest að litlum fyrirtækjum. „Það hefur eitthvað verið um að barir hafi verið að auglýsa að hægt sé að horfa á leikina hjá þeim, og jafnvel einhver bjór á tilboði,“ segir Darri. „Svo eru það veitingastaðir líka sem setja upp plaköt og svo höfum við séð tilboð hjá bakaríum þar sem fólk setur mynd af landsliðinu með. Þetta eru litlir aðilar og þá oft aðilar sem hlaupa fram úr sér og gera sér ekki grein fyrir því að þetta megi ekki.“Sjá einnig: Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Um ráðstafanir vegna brota á þessum reglum segir Darri að málin hafi verið leyst farsællega. „Þegar við komumst á snoðir um þetta höfum við haft samband við viðkomandi aðila og ég held að það megi segja að í öllum tilvikum hafi aðilarnar tekið allt strax úr umferð og beðist velvirðingar á þessu.“Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri hlupu á sig í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum þegar þeir létu mynda sig í íslenska landsliðsbúningnum.VísirTæmandi listi yfir samstarfsaðila Þá bendir hann á að vafamál geti auðvitað komið upp þegar reglurnar eru annars vegar. Þannig sé eðlilegt að leyfa t.d. verslunum sem selja landsliðsbúninginn að stilla upp veggspjöldum „Lykilatriði í þessu er auðvitað að það má ekki nota vörumerkið í markaðslegum tilgangi, að fyrirtækið sé ekki að kynna vöru eða þjónustu með því að nýta landsliðið á einhvern hátt.“ Á forsíðu vefsíðu KSÍ má sjá að samstarfsaðilar sambandsins eru Landsbankinn, Icelandair, N1, Vodafone, Advania og Coca Cola. Ný og stjörnum prýdd auglýsing þess síðastnefnda, sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði fyrir heimsmeistaramótið, hefur einmitt vakið mikla athygli á vefnum í dag. „Þetta eru aðilar sem kosta miklu til og gera vel,“ segir Darri um samstarfsaðilana. Hann ítrekar þó að umræddar reglur um vörumerki KSÍ snúa ekki að einstaklingum. „Það þarf ekki að óttast það að láta taka mynd af sér í treyjunni.“ HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44 Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt. 12. júní 2018 08:30 Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Samkvæmt lögum og reglum um vörumerkjanotkun máttu ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri ekki láta mynda sig í landsliðsbúningum. 24. maí 2018 12:32 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Nokkuð hefur verið um að minni fyrirtæki nýti sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, sem spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í téðri íþrótt næsta laugardag, í markaðsskyni. Þetta stríðir gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ en þurft hefur að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna þessa, að sögn markaðsráðgjafa sem starfar fyrir sambandið. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem reglur um notkun fyrirtækja á vörumerkjum sambandsins voru áréttaðar. Þar kemur fram að þónokkur dæmi um misnotkun hafi komið upp í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.Veitingastaðir, barir og bakarí gerst brotleg Darri Johansen, markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA, hefur fylgst með ólöglegri notkun fyrirtækja á vörumerki KSÍ og landsliðsbúningnum fyrir hönd KSÍ. Hann segir í samtali við Vísi að málin sem komið hafi upp á borð sambandsins snúi flest að litlum fyrirtækjum. „Það hefur eitthvað verið um að barir hafi verið að auglýsa að hægt sé að horfa á leikina hjá þeim, og jafnvel einhver bjór á tilboði,“ segir Darri. „Svo eru það veitingastaðir líka sem setja upp plaköt og svo höfum við séð tilboð hjá bakaríum þar sem fólk setur mynd af landsliðinu með. Þetta eru litlir aðilar og þá oft aðilar sem hlaupa fram úr sér og gera sér ekki grein fyrir því að þetta megi ekki.“Sjá einnig: Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Um ráðstafanir vegna brota á þessum reglum segir Darri að málin hafi verið leyst farsællega. „Þegar við komumst á snoðir um þetta höfum við haft samband við viðkomandi aðila og ég held að það megi segja að í öllum tilvikum hafi aðilarnar tekið allt strax úr umferð og beðist velvirðingar á þessu.“Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri hlupu á sig í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum þegar þeir létu mynda sig í íslenska landsliðsbúningnum.VísirTæmandi listi yfir samstarfsaðila Þá bendir hann á að vafamál geti auðvitað komið upp þegar reglurnar eru annars vegar. Þannig sé eðlilegt að leyfa t.d. verslunum sem selja landsliðsbúninginn að stilla upp veggspjöldum „Lykilatriði í þessu er auðvitað að það má ekki nota vörumerkið í markaðslegum tilgangi, að fyrirtækið sé ekki að kynna vöru eða þjónustu með því að nýta landsliðið á einhvern hátt.“ Á forsíðu vefsíðu KSÍ má sjá að samstarfsaðilar sambandsins eru Landsbankinn, Icelandair, N1, Vodafone, Advania og Coca Cola. Ný og stjörnum prýdd auglýsing þess síðastnefnda, sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði fyrir heimsmeistaramótið, hefur einmitt vakið mikla athygli á vefnum í dag. „Þetta eru aðilar sem kosta miklu til og gera vel,“ segir Darri um samstarfsaðilana. Hann ítrekar þó að umræddar reglur um vörumerki KSÍ snúa ekki að einstaklingum. „Það þarf ekki að óttast það að láta taka mynd af sér í treyjunni.“
HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44 Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt. 12. júní 2018 08:30 Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Samkvæmt lögum og reglum um vörumerkjanotkun máttu ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri ekki láta mynda sig í landsliðsbúningum. 24. maí 2018 12:32 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44
Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt. 12. júní 2018 08:30
Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Samkvæmt lögum og reglum um vörumerkjanotkun máttu ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri ekki láta mynda sig í landsliðsbúningum. 24. maí 2018 12:32