„Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 11:30 Albert gæti orðið leiðtogi í íslenska landsliðinu einn daginn en miklar vonir eru bundnar við hann í framtíðinni. Vísir/Vilhelm Albert Guðmundsson er einn efnilegasti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þetta er niðustaða Goal.com sem setti KR-inginn uppalda í áttunda sæti listans sem franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe leiðir. Albert segir lífið í Rússlandi rólegt en skemmtilegt. Það sé gott að vera kominn út, hér sé einbeitingin alfarið á verkefnið frekar en heima fyrir brottför þar sem áreitið var mikið. Á hótelinu sé allt til alls. „Staffið er að gera allt sitt besta svo við þurfum ekki að gera handtak,“ segir Albert. Ekkert hafi komið á óvart en sem komið en Albert á von á að það breytist þegar nær dregur leikjunum. „Þetta verður augljóslega stórt en þetta verður bara gaman.“Strákarnir á æfingu í Kabardinka í Gelendzhik þar sem sólin er alltaf í heimsókn.Vísir/VilhelmHann telur auðveldara fyrir íslenska liðið að undirbúa sig fyrir að mæta Argentínu en öfugt. „Við höfum séð þessa gæja spila í bestu liðum í Evrópu. Við vitum hvernig týpur þeir eru,“ segir Albert. Þeir séu kandídatar í að verða heimsmeistarar. „Já, þess vegna en ef þú hefðir spurt hvort við værum það hefði ég sagt það um okkur.“ Hann segist gera sér vonir um að spila í öllum leikjum. Þannig vilji hann undirbúa sig fyrir leiki og vera klár, ef og þegar kallið kemur. Frekar en að reikna ekki með mínútum og vera ekki klár á því augnabliki sem hans krafta er þörf.Þorgrímur Þráinsson og Ríkharður Daðason eru strákunum til halds og trausts.Vísir/VilhelmÁ hótelinu stytta strákarnir sér stundir í „players lounge“. „Þar erum við að chilla nokkrir saman. Þar erum við með pool borð, borðtennisborð, pílukast og bíósal,“ segir framherjinn og þar drepi þeir tíma. Svo er einhver rússneskur pool leikur sem fáir sklja nokkuð í. Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri hefur sagt vandamálið það að kúlurnar séu stærri en vasarnir sem þær eigi að fara ofan í. „Það er mjög erfitt að ná tökum á þessum leik, mjög erfitt að skora,“ segir Albert. Leikmennirnir þrír sem búa og spila fótbolta í Rússlandi geti lítið hjálpað þeim. „Þeir hafa ekki kynnt sér þetta nógu vel því það leit ekkert sérstaklega út þegar þeir voru að reyna að kenna okkur þetta,“ segir Albert. Björn Bergmann, Ragnar og Sverrir Ingi spila með liði Rostov í samnefndri borg.Blaðamaður Goal.com bendir réttilega á að Albert verður 21 árs þann 15. júní.Goal.comAlbert var í áttunda sæti á lista Goal.com á dögunum yfir efnilegustu leikmenn á HM. „Það er auðvitað mikill heiður að vera í þessum flotta hóp. Ég sá hann einmitt en þetta er ekkert sem er að fara að slá mig útaf laginu. Ég held mínum fókus og einbeiti mér að verkefninu,“ segir Albert. Í landsliðinu er grínast um allt og ekkert en Albert segir ekkert hafa verið skotið á hann útaf listanum góða. „Nei, ekki þannig. Ég held að þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi. Það er samt banter allan daginn en ekki beint um þetta,“ segir Albert. Honum líður vel í Rússlandi og til marks um það sefur hann afar vel. „Ég sef bara eins og barnið sem ég kannski er.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Albert Guðmundsson er einn efnilegasti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þetta er niðustaða Goal.com sem setti KR-inginn uppalda í áttunda sæti listans sem franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe leiðir. Albert segir lífið í Rússlandi rólegt en skemmtilegt. Það sé gott að vera kominn út, hér sé einbeitingin alfarið á verkefnið frekar en heima fyrir brottför þar sem áreitið var mikið. Á hótelinu sé allt til alls. „Staffið er að gera allt sitt besta svo við þurfum ekki að gera handtak,“ segir Albert. Ekkert hafi komið á óvart en sem komið en Albert á von á að það breytist þegar nær dregur leikjunum. „Þetta verður augljóslega stórt en þetta verður bara gaman.“Strákarnir á æfingu í Kabardinka í Gelendzhik þar sem sólin er alltaf í heimsókn.Vísir/VilhelmHann telur auðveldara fyrir íslenska liðið að undirbúa sig fyrir að mæta Argentínu en öfugt. „Við höfum séð þessa gæja spila í bestu liðum í Evrópu. Við vitum hvernig týpur þeir eru,“ segir Albert. Þeir séu kandídatar í að verða heimsmeistarar. „Já, þess vegna en ef þú hefðir spurt hvort við værum það hefði ég sagt það um okkur.“ Hann segist gera sér vonir um að spila í öllum leikjum. Þannig vilji hann undirbúa sig fyrir leiki og vera klár, ef og þegar kallið kemur. Frekar en að reikna ekki með mínútum og vera ekki klár á því augnabliki sem hans krafta er þörf.Þorgrímur Þráinsson og Ríkharður Daðason eru strákunum til halds og trausts.Vísir/VilhelmÁ hótelinu stytta strákarnir sér stundir í „players lounge“. „Þar erum við að chilla nokkrir saman. Þar erum við með pool borð, borðtennisborð, pílukast og bíósal,“ segir framherjinn og þar drepi þeir tíma. Svo er einhver rússneskur pool leikur sem fáir sklja nokkuð í. Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri hefur sagt vandamálið það að kúlurnar séu stærri en vasarnir sem þær eigi að fara ofan í. „Það er mjög erfitt að ná tökum á þessum leik, mjög erfitt að skora,“ segir Albert. Leikmennirnir þrír sem búa og spila fótbolta í Rússlandi geti lítið hjálpað þeim. „Þeir hafa ekki kynnt sér þetta nógu vel því það leit ekkert sérstaklega út þegar þeir voru að reyna að kenna okkur þetta,“ segir Albert. Björn Bergmann, Ragnar og Sverrir Ingi spila með liði Rostov í samnefndri borg.Blaðamaður Goal.com bendir réttilega á að Albert verður 21 árs þann 15. júní.Goal.comAlbert var í áttunda sæti á lista Goal.com á dögunum yfir efnilegustu leikmenn á HM. „Það er auðvitað mikill heiður að vera í þessum flotta hóp. Ég sá hann einmitt en þetta er ekkert sem er að fara að slá mig útaf laginu. Ég held mínum fókus og einbeiti mér að verkefninu,“ segir Albert. Í landsliðinu er grínast um allt og ekkert en Albert segir ekkert hafa verið skotið á hann útaf listanum góða. „Nei, ekki þannig. Ég held að þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi. Það er samt banter allan daginn en ekki beint um þetta,“ segir Albert. Honum líður vel í Rússlandi og til marks um það sefur hann afar vel. „Ég sef bara eins og barnið sem ég kannski er.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira