Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 12. júní 2018 10:32 Oliver Luckett ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Vísir/Valli Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn Oliver Luckett hefur snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Niceland Seafood en þar kemur fram að Luckett, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað miðilinn theAudience, hafi komið að stofnun Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Saman stofnuðu Luckett og Heiða fyrirtækið Efni árið 2015. Luckett segir í tilkynningu að eftir að hann seldi theAudience og skrifaði bókina The Social Organism hafi þurft frí frá hringiðu fræga fólksins og tæknigeiranum. Hann leitaði leiða til að ná kröftum til að halda sér skapandi.Frosti Gnarr, Þorsteinn Gestsson, Oliver Luckett, Júlíus Fjeldsted og Heiða Kristín Helgadóttir.AðsendHann segist hafa ákveðið að flytja til Íslands eftir að hafa heillast að landi og þjóð. „Þetta er friðsælasta land í heimi. Þau hafa ekki einu sinni her,“ segir Luckett. Hann segist hafa ákveðið að stofna nokkur fyrirtæki eftir nokkurra mánaða íhugun. Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum og nefnir þar aflamarkskerfið sem hann segir koma í veg fyrir ofveiði og haldi sjávarlífríkinu við Íslandsstrendur í jafnvægi. Þá segir hann tæknivæddar fiskvinnslur víða um landið tryggja að 98 prósent aflans séu nýtt.Hann segir þó leiðina frá norður Atlantshafinu til bandarískra neytenda vera langa og þess vegna hafi Niceland Seafood ákveðið að hanna rekjanleikakerfi sem fyrirtækið kýs að kalla „TraceabiliT“ þar sem neytendur geta rakið uppruna fisksins sem þeir neyta. Niceland Seafood verður hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum á matarráðstefnunni Aspen Food & Wine Classic í mánuðinum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að fjárfestingafélagið Eyrir Invest sé einn af bakhjörlum þess en Eyrir Invest er einn af stærstu hluthöfunum í Marel. Niceland Seafood verður með höfuðstöðvar í Denver í Bandaríkjunum í nálægð við samstarfsaðila sinn, fyrirtækið Seattle Fish Company en forstjóri þess fyrirtækis, Derek Figueroa segist afar spenntur fyrir samstarfinu. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn Oliver Luckett hefur snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Niceland Seafood en þar kemur fram að Luckett, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað miðilinn theAudience, hafi komið að stofnun Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Saman stofnuðu Luckett og Heiða fyrirtækið Efni árið 2015. Luckett segir í tilkynningu að eftir að hann seldi theAudience og skrifaði bókina The Social Organism hafi þurft frí frá hringiðu fræga fólksins og tæknigeiranum. Hann leitaði leiða til að ná kröftum til að halda sér skapandi.Frosti Gnarr, Þorsteinn Gestsson, Oliver Luckett, Júlíus Fjeldsted og Heiða Kristín Helgadóttir.AðsendHann segist hafa ákveðið að flytja til Íslands eftir að hafa heillast að landi og þjóð. „Þetta er friðsælasta land í heimi. Þau hafa ekki einu sinni her,“ segir Luckett. Hann segist hafa ákveðið að stofna nokkur fyrirtæki eftir nokkurra mánaða íhugun. Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum og nefnir þar aflamarkskerfið sem hann segir koma í veg fyrir ofveiði og haldi sjávarlífríkinu við Íslandsstrendur í jafnvægi. Þá segir hann tæknivæddar fiskvinnslur víða um landið tryggja að 98 prósent aflans séu nýtt.Hann segir þó leiðina frá norður Atlantshafinu til bandarískra neytenda vera langa og þess vegna hafi Niceland Seafood ákveðið að hanna rekjanleikakerfi sem fyrirtækið kýs að kalla „TraceabiliT“ þar sem neytendur geta rakið uppruna fisksins sem þeir neyta. Niceland Seafood verður hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum á matarráðstefnunni Aspen Food & Wine Classic í mánuðinum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að fjárfestingafélagið Eyrir Invest sé einn af bakhjörlum þess en Eyrir Invest er einn af stærstu hluthöfunum í Marel. Niceland Seafood verður með höfuðstöðvar í Denver í Bandaríkjunum í nálægð við samstarfsaðila sinn, fyrirtækið Seattle Fish Company en forstjóri þess fyrirtækis, Derek Figueroa segist afar spenntur fyrir samstarfinu.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira