Hvað er með þetta veður? Haukur Örn Birgisson skrifar 12. júní 2018 07:00 Helginni varði ég á fótboltamóti fyrir 7. flokk drengja á Akranesi. Sonur minn var að keppa og var mótið frábær skemmtun í alla staði. Eini ókosturinn við helgina var veðrið en við því gátu Skagamenn svo sem lítið gert. Það rigndi stóran hluta helgarinnar og þegar ekki rigndi, þá leit út fyrir að það væri að fara að rigna. Þetta var mikið rætt hjá okkur foreldrunum á tjaldsvæðinu. Af öllum þeim skemmtilegu samtölum sem ég átti þá snerust líklega 70% um veðrið. Það verður ekki af okkur tekið – Íslendingum finnst einstaklega gaman að tjá sig um veðrið. Þegar öllu er á botninn hvolft, hugsa ég að við eyðum full miklum tíma í að tala um veðrið. Líklegast hefur þetta alltaf verið svona og ég leiði stundum hugann að því hvað við hefðum getað gert í staðinn. Allur þessi tími sem fór í að tala um veðrið, þegar við gátum verið að gera eitthvað uppbyggilegt! Hugsið ykkur allar Íslendingasögurnar sem ekki voru ritaðar vegna þess að Sæmundur fróði og Snorri Sturluson voru að spjalla um lægðir yfir landinu við hina pabbana í götunni. Öll listaverkin, tónverkin og vísindauppgötvanirnar sem aldrei komust á blað út af því að við vorum að búa til 40 mismunandi orð yfir snjókomu. Það er svakalegt að hugsa til þess, en við erum líklegast mörgum kynslóðum á eftir þeim stað sem við gætum verið á, í þroska og menningarlegu uppeldi – út af veðrinu. Umræður um veðrið eru ekki mjög uppbyggilegar en mikið svakalega geta þær verið skemmtilegar. Frasar eins og „hann var búinn að spá því að hann myndi rigna“, „hann átti að snúa sér með kvöldinu“ og „hann er að rífa þetta af sér“ eru kannski eftir allt saman sannkallaðar perlur íslenskrar tungu og menningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Helginni varði ég á fótboltamóti fyrir 7. flokk drengja á Akranesi. Sonur minn var að keppa og var mótið frábær skemmtun í alla staði. Eini ókosturinn við helgina var veðrið en við því gátu Skagamenn svo sem lítið gert. Það rigndi stóran hluta helgarinnar og þegar ekki rigndi, þá leit út fyrir að það væri að fara að rigna. Þetta var mikið rætt hjá okkur foreldrunum á tjaldsvæðinu. Af öllum þeim skemmtilegu samtölum sem ég átti þá snerust líklega 70% um veðrið. Það verður ekki af okkur tekið – Íslendingum finnst einstaklega gaman að tjá sig um veðrið. Þegar öllu er á botninn hvolft, hugsa ég að við eyðum full miklum tíma í að tala um veðrið. Líklegast hefur þetta alltaf verið svona og ég leiði stundum hugann að því hvað við hefðum getað gert í staðinn. Allur þessi tími sem fór í að tala um veðrið, þegar við gátum verið að gera eitthvað uppbyggilegt! Hugsið ykkur allar Íslendingasögurnar sem ekki voru ritaðar vegna þess að Sæmundur fróði og Snorri Sturluson voru að spjalla um lægðir yfir landinu við hina pabbana í götunni. Öll listaverkin, tónverkin og vísindauppgötvanirnar sem aldrei komust á blað út af því að við vorum að búa til 40 mismunandi orð yfir snjókomu. Það er svakalegt að hugsa til þess, en við erum líklegast mörgum kynslóðum á eftir þeim stað sem við gætum verið á, í þroska og menningarlegu uppeldi – út af veðrinu. Umræður um veðrið eru ekki mjög uppbyggilegar en mikið svakalega geta þær verið skemmtilegar. Frasar eins og „hann var búinn að spá því að hann myndi rigna“, „hann átti að snúa sér með kvöldinu“ og „hann er að rífa þetta af sér“ eru kannski eftir allt saman sannkallaðar perlur íslenskrar tungu og menningar.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar