Spara sér aurinn með því að panta landsliðstreyjuna frá Skotlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2018 09:50 Landsliðstreyjan er lent. Vísir Íslendingar eru í auknum mæli farnir að panta sér íslensku landsliðstreyjuna frá Skotlandi í stað þess að kaupa hana hér heima. Svo virðist sem að rekja megi viðskiptin til hóps íslenskra kvenna sem litu við í verslun í Glasgow.Frá þessu er greint á vef Sunday Post í Skotlandi þar sem rætt er við Miller Greaves, framkvæmdastjóra Greaves Sport, íþróttavörubúð þar í landi. „Hópur kvenna kom hingað um síðustu helgi og keypti treyjur. Þau voru mjög hissa yfir verðinu og þau sögðu mér að verð á fótboltatreyjum væri mjög hátt á Íslandi, vegna skatta og annarra mála,“ segir Greaves. Þá segir hann að eftir að þær komu í verslunina hafi pantanir frá Íslandi farið að streyma inn. „Við gerum ráð fyrir því að þær hafi látið vini og vandamenn vita svo að þeir geti keypt sér ódýrari treyjur í Skotlandi,“ segir Greaves og bætir við að honum finnist ótrúlegt að það sé ódýrara fyrir fólk að kaupa treyjur frá Skotlandi en að kaupa þær á Íslandi, þar sem greiða þurfi sendingarkostnað frá Skotlandi til Íslands. Greaves selur íslensku treyjuna á 60 pund, um 8.500 krónur, en við bætist 20 punda sendingarkostnaður, um 2.800 krónur, sé treyjan send til Íslands. Í ljósi þess að algengt verð á landsliðstreyjunni hér á landi er um tólf þúsund krónur er ljóst að sparnaðurinn er þó ekki mikill ef treyjan er send til Íslands. HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Tekjur jukust um hundruð milljóna og hagnaður margfaldaðist hjá söluaðilum íslenska landsliðsbúningsins árið 2016. Urðu af tekjum vegna kaupa á eftirlíkingum sem aftur eru farnar að streyma til landsins í aðdraganda HM í sumar. 27. apríl 2018 08:00 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Íslendingar eru í auknum mæli farnir að panta sér íslensku landsliðstreyjuna frá Skotlandi í stað þess að kaupa hana hér heima. Svo virðist sem að rekja megi viðskiptin til hóps íslenskra kvenna sem litu við í verslun í Glasgow.Frá þessu er greint á vef Sunday Post í Skotlandi þar sem rætt er við Miller Greaves, framkvæmdastjóra Greaves Sport, íþróttavörubúð þar í landi. „Hópur kvenna kom hingað um síðustu helgi og keypti treyjur. Þau voru mjög hissa yfir verðinu og þau sögðu mér að verð á fótboltatreyjum væri mjög hátt á Íslandi, vegna skatta og annarra mála,“ segir Greaves. Þá segir hann að eftir að þær komu í verslunina hafi pantanir frá Íslandi farið að streyma inn. „Við gerum ráð fyrir því að þær hafi látið vini og vandamenn vita svo að þeir geti keypt sér ódýrari treyjur í Skotlandi,“ segir Greaves og bætir við að honum finnist ótrúlegt að það sé ódýrara fyrir fólk að kaupa treyjur frá Skotlandi en að kaupa þær á Íslandi, þar sem greiða þurfi sendingarkostnað frá Skotlandi til Íslands. Greaves selur íslensku treyjuna á 60 pund, um 8.500 krónur, en við bætist 20 punda sendingarkostnaður, um 2.800 krónur, sé treyjan send til Íslands. Í ljósi þess að algengt verð á landsliðstreyjunni hér á landi er um tólf þúsund krónur er ljóst að sparnaðurinn er þó ekki mikill ef treyjan er send til Íslands.
HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Tekjur jukust um hundruð milljóna og hagnaður margfaldaðist hjá söluaðilum íslenska landsliðsbúningsins árið 2016. Urðu af tekjum vegna kaupa á eftirlíkingum sem aftur eru farnar að streyma til landsins í aðdraganda HM í sumar. 27. apríl 2018 08:00 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15
Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30
Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Tekjur jukust um hundruð milljóna og hagnaður margfaldaðist hjá söluaðilum íslenska landsliðsbúningsins árið 2016. Urðu af tekjum vegna kaupa á eftirlíkingum sem aftur eru farnar að streyma til landsins í aðdraganda HM í sumar. 27. apríl 2018 08:00