Hundruð mótmælenda handteknir í Washington Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2018 06:36 Leikkonan Susan Sarandon var meðal mótmælendanna. Vísir/AP Næstum því sex hundruð mótmælendur, flestir þeirra konur, voru handteknir í Washington í gær. Hópurinn hafði safnast saman í skrifstofum öldungadeildar Bandaríkjaþings til að mótmæla aðskilnaði barna frá foreldrum sínum við komuna til landsins. Mótmælin eru sögð vera forsmekkurinn að því sem koma skal. Fyrirhugaðar eru kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna á morgun þar sem þess verður krafist að aðskilnaðinum verði hætt. Þá er talið að ákvörðun hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti á miðvikudag að hann myndi setjast í helgan stein, verði sem olía á eld mótmælendanna. Þeir óttast að Bandaríkjaforseti kunni að fylla skarð hans með íhaldsamari hæstaréttadómara og þannig torvelda innreið frjálslyndra laga í Bandaríkjunum. Meira um það í fréttaskýringu Vísis: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan TrumpsMótmælendurnir sem söfnuðust saman í öldungardeildarskrifstofunum í gær voru þar í friðsælum tilgangi. Þeir settust á gólfið og réttu hnefa upp í loft til marks um andstöðu sína við innflytjendastefnuna. Þá höfðu margir þeirra vafið um sig álpappír sem sagður er vera vísun í yfirbreiðslur sem börnin, sem skilin eru frá foreldrum sínum, fá í flóttamannabúðunum. Þá hrópuðu mótmælendur slagorð þar sem farið var fram á að flóttamannastofnun Bandaríkjanna yrði lögð niður. Þá kölluðu þeir einnig að þeim væri ekki sama og svöruðu þar með umdeildum jakka forsetafrúar Bandaríkjanna, Melaniu Trump. Meðal þeirra handteknu var öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, Pramila Jayapal, sem tekið hafði þátt í mótmælunum. Hún segir að flóttamannastefnan sé ómannúðleg og að sem þingmaður vilji hún ekki að nafn hennar sé bendlað við stefnuna. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að alls hafi um 575 verið handteknir og kærðir fyrir að ólöglegar mótmælaaðgerðir. Mótmælendurnir hafi allir fengið að halda til síns heima eftir að mál þeirra voru komin í formlegt ferli. Nánar má fræðast um mótmælin á vef Guardian. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Nokkur slæm pólitísk tískuslys Melania Trump segist ekki hafa meint neitt illt með því að klæðast jakka með áletruninni „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaval hefur pólitískar afleiðingar. 22. júní 2018 13:15 Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Næstum því sex hundruð mótmælendur, flestir þeirra konur, voru handteknir í Washington í gær. Hópurinn hafði safnast saman í skrifstofum öldungadeildar Bandaríkjaþings til að mótmæla aðskilnaði barna frá foreldrum sínum við komuna til landsins. Mótmælin eru sögð vera forsmekkurinn að því sem koma skal. Fyrirhugaðar eru kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna á morgun þar sem þess verður krafist að aðskilnaðinum verði hætt. Þá er talið að ákvörðun hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti á miðvikudag að hann myndi setjast í helgan stein, verði sem olía á eld mótmælendanna. Þeir óttast að Bandaríkjaforseti kunni að fylla skarð hans með íhaldsamari hæstaréttadómara og þannig torvelda innreið frjálslyndra laga í Bandaríkjunum. Meira um það í fréttaskýringu Vísis: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan TrumpsMótmælendurnir sem söfnuðust saman í öldungardeildarskrifstofunum í gær voru þar í friðsælum tilgangi. Þeir settust á gólfið og réttu hnefa upp í loft til marks um andstöðu sína við innflytjendastefnuna. Þá höfðu margir þeirra vafið um sig álpappír sem sagður er vera vísun í yfirbreiðslur sem börnin, sem skilin eru frá foreldrum sínum, fá í flóttamannabúðunum. Þá hrópuðu mótmælendur slagorð þar sem farið var fram á að flóttamannastofnun Bandaríkjanna yrði lögð niður. Þá kölluðu þeir einnig að þeim væri ekki sama og svöruðu þar með umdeildum jakka forsetafrúar Bandaríkjanna, Melaniu Trump. Meðal þeirra handteknu var öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, Pramila Jayapal, sem tekið hafði þátt í mótmælunum. Hún segir að flóttamannastefnan sé ómannúðleg og að sem þingmaður vilji hún ekki að nafn hennar sé bendlað við stefnuna. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að alls hafi um 575 verið handteknir og kærðir fyrir að ólöglegar mótmælaaðgerðir. Mótmælendurnir hafi allir fengið að halda til síns heima eftir að mál þeirra voru komin í formlegt ferli. Nánar má fræðast um mótmælin á vef Guardian.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Nokkur slæm pólitísk tískuslys Melania Trump segist ekki hafa meint neitt illt með því að klæðast jakka með áletruninni „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaval hefur pólitískar afleiðingar. 22. júní 2018 13:15 Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Nokkur slæm pólitísk tískuslys Melania Trump segist ekki hafa meint neitt illt með því að klæðast jakka með áletruninni „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaval hefur pólitískar afleiðingar. 22. júní 2018 13:15
Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00
Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35