Hjörtur óskar eftir starfslokum hjá Sýn Tinni Sveinsson skrifar 27. júní 2018 11:12 Hjörtur Hjartarson. fréttablaðið/ernir Hjörtur Hjartarson, dagskrárgerðarmaður hjá Sýn, hefur óskað eftir starfslokum hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í færslu frá Hirti á Facebook. Hann var á sunnudag sendur heim af Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu vegna óviðeigandi hegðunar. Í færslunni segir Hjörtur að hann skilji mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma hans hafi vakið en í gær sendu yfir 100 fjölmiðlakonur frá sér yfirlýsingu þar sem þær kröfðust þess að yfirmenn fjölmiðla tryggðu öryggi þeirra og annarra starfsmanna á vinnustað. Þá mótmæltu þær því að í stéttinni starfi maður sem hafi ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi. „Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það,“ segir Hjörtur. Þá segir hann að lokum að honum þyki afar leitt að hafa brugðist því trausti sem honum hafi verið sýnt. Færslu Hjartar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Kæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma mín hefur vakið en hún varð þess valdandi að ég var kallaður heim frá Rússlandi fyrr en ætlað var. Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það. Ég vil að lokum ítreka að mér þykir afar leitt að hafa brugðist því trausti sem mér hefur verið sýnt. Mínir nánustu hafa mátt þola mikið vegna þessa, eitthvað sem er afar sárt að þurfa að horfast í augu við. Aukinheldur vil ég biðja alla hlutaðeigandi afsökunar, vinnuveitenda, kollega og samstarfsmenn einna helst. Með hlýrri kveðju, Hjörtur HjartarsonKæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu...Posted by Hjörtur Hjartarson on Wednesday, June 27, 2018Vísir er í eigu Sýnar hf. Tengdar fréttir Fjölmiðlakonur senda frá sér yfirlýsingu vegna Hjartar Hjartarsonar 102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar á HM í Rússlandi. 26. júní 2018 15:47 Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Hjörtur Hjartarson, dagskrárgerðarmaður hjá Sýn, hefur óskað eftir starfslokum hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í færslu frá Hirti á Facebook. Hann var á sunnudag sendur heim af Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu vegna óviðeigandi hegðunar. Í færslunni segir Hjörtur að hann skilji mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma hans hafi vakið en í gær sendu yfir 100 fjölmiðlakonur frá sér yfirlýsingu þar sem þær kröfðust þess að yfirmenn fjölmiðla tryggðu öryggi þeirra og annarra starfsmanna á vinnustað. Þá mótmæltu þær því að í stéttinni starfi maður sem hafi ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi. „Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það,“ segir Hjörtur. Þá segir hann að lokum að honum þyki afar leitt að hafa brugðist því trausti sem honum hafi verið sýnt. Færslu Hjartar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Kæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu viðbrögð sem framkoma mín hefur vakið en hún varð þess valdandi að ég var kallaður heim frá Rússlandi fyrr en ætlað var. Áfengisneysla er sannarlega engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Það er bæði sanngjörn og sjálfsögð krafa að fólki standi ekki stuggur af kollegum sínum og hárrétt að krefjast þess að öruggt vinnuumhverfi sé sett í fyrsta sæti, líkt og hópur kvenna í fjölmiðlastétt hefur gert. Ég hef af þeim sökum óskað eftir starfslokum hjá vinnuveitanda mínum. Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði nákomnum og öðrum. Ég hef þegar tekið skref í þá átt að takast á við þau vandamál sem ég á við að etja og ég er með sterkt net í kringum mig sem er að aðstoða mig við það. Ég vil að lokum ítreka að mér þykir afar leitt að hafa brugðist því trausti sem mér hefur verið sýnt. Mínir nánustu hafa mátt þola mikið vegna þessa, eitthvað sem er afar sárt að þurfa að horfast í augu við. Aukinheldur vil ég biðja alla hlutaðeigandi afsökunar, vinnuveitenda, kollega og samstarfsmenn einna helst. Með hlýrri kveðju, Hjörtur HjartarsonKæru vinir. Hér koma nokkur orð frá mér að gefnu tilefni. Ég vil koma því á framfæri að ég skil mætavel þau hörðu...Posted by Hjörtur Hjartarson on Wednesday, June 27, 2018Vísir er í eigu Sýnar hf.
Tengdar fréttir Fjölmiðlakonur senda frá sér yfirlýsingu vegna Hjartar Hjartarsonar 102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar á HM í Rússlandi. 26. júní 2018 15:47 Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Fjölmiðlakonur senda frá sér yfirlýsingu vegna Hjartar Hjartarsonar 102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar Hjartar Hjartarsonar á HM í Rússlandi. 26. júní 2018 15:47