Breyta rusli í gull Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. júní 2018 08:00 Jón Þórir Frantzson segir að Sorpa flytji út sorp í samkeppni við einkafyrirtæki. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Um 25-30 prósent af tekjum Íslenska gámafélagsins má rekja til útflutnings. Einkum er um að ræða pappír, járn, plast og spilliefni. „Við breytum þessum úrgangi í verðmæti erlendis,“ segir Jón Þórir Frantzson, einn af stofnendum og stjórnarformaður fyrirtækisins. „Það fer fram mikil nýsköpun innan veggja fyrirtækisins. Við breytum matarolíu í lífdísil og knýjum bílana okkar áfram á því eldsneyti. Við framleiðum um 150 þúsund lítra af lífdísil á ári. Honum er blandað saman við dísil í hlutfallinu 5 til 20 prósent eftir því hvort það er vetur eða sumar. Það er frábær vara og er gott dæmi um það þegar vandamál er leyst með hugvitsamlegum hætti. Matarolía er eitt það versta sem getur farið í holræsakerfið því hún stíflar það. Ýmsir freistuðust til að hella henni í niðurföll vegna þess hve dýrt það er að losa sig við hana. Við hins vegar bjóðumst til að sækja matarolíu frítt á veitingastaði og stóreldhús og breytum henni í verðmæta vöru. Við kurlum enn fremur timbur sem járnblendiverksmiðjan Elkem nýtir sem eldivið og breytum lífrænum úrgangi í mold,“ segir hann. Hluthafar Íslenska gámafélagsins, eignarhaldsfélagið Gufunes og fagfjárfestasjóðurinn Auður I sem eiga félagið til helminga, hafa ákveðið að bjóða til sölu allt hlutafé félagsins. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hefur umsjón með söluferlinu. Gufunes er meðal annars í eigu Jóns Þóris, sem var um árabil forstjóri Íslenska gámafélagsins, Ólafs Thordersen, framkvæmdastjóra þjónustu, og Guðjóns Egilssonar, rekstrarstjóra á Suðurlandi. „Við höfum haldist í hendur alla tíð í hluthafahópi fyrirtækisins. Þeir kenndu mér allt sem ég kann enda höfðu þeir verið lengi í rusli, um 20 ár, þegar við stofnuðum fyrirtækið árið 1999,“ segir Jón Þórir. Tekjur Íslenska gámafélagsins hafa aukist að meðaltali um 11 prósent á ári frá árinu 2012 og námu þær 4,3 milljörðum króna í fyrra. Á sama tíma hefur hagvöxtur aukist um 4 prósent á ári. Raunar er reiknað með 14 prósenta vexti í ár samanborið við 19 prósenta vöxt í fyrra. „Það hefur verið mikil vakning varðandi flokkun úrgangs sem hefur drifið áfram vöxt Íslenska gámafélagsins. Bransinn hefur tekið stórstígum framförum á skömmum tíma. Áður fyrr var allt rusl óflokkað og það endaði í landfyllingu. Nú er algengt að fyrirtæki geti sett um 70-80 prósent af úrgangi í endurvinnslu. Íslenska gámafélagið hefur þróast frá því að vera ruslafyrirtæki í umhverfisfyrirtæki. Frá því að urða sorp í að endurvinna það. Það má líkja þessu við þróunina í fiskiðnaði. Það er sífellt verið að reyna að nýta fiskinn betur. Sama hugsun hefur náð fram að ganga varðandi úrgang. Viðskiptavinir fyrirtækja gera slíkar kröfur til þeirra. Fyrir vikið hefur verið mikill vöxtur hjá sorpfyrirtækjum. Heimilin eru ekki jafn framarlega á þessu sviði. En samt sem áður er stór hluti pappírs sem kemur til landsins endurunninn. Fyrirtæki eins og okkar nýtur góðs af þessari þróun. Við fáum í staðinn að fara með vöruna í urðun og fáum greitt fyrir það, bæði erlendis og hérlendis.“Ekki hálfnuð á þeirri vegferðGetur vöxturinn haldið áfram með svipuðum hætti á næstu árum? „Já. Það eru miklir möguleikar á þessu sviði. Það er spurn eftir því að losa sig við úrgang með æ umhverfisvænni hætti. Besta leiðin til þess er að vinna úr honum verðmæti eða gera hann að minnsta kosti ekki mengandi. Við erum ekki hálfnuð á þeirri vegferð. Veltan hefur nánast alltaf aukist á milli ára frá stofnun.“ Fyrirfram gaf ég mér að rekstur sveiflaðist í takt við hagsveifluna. Og þú myndir nefna að fram undan væri aukin einkaneysla og bygging íbúða sem myndar rusl? „Ég lít á aukin efnahagsleg umsvif sem bónus fyrir reksturinn en undirliggjandi er þörfin fyrir æ umhverfisvænni lausnir sem knýr áfram vöxtinn. Við verðum að hugsa betur um jörðina og tryggja að við séum ekki að bæta við mengunina. Við eigum nú þegar nóg af plasti fyrir næstu árþúsundin ef við myndum endurvinna allt plast sem fellur til.“Fyrirtækið er væntanlega háð verðþróun hrávara og gengi krónunnar varðandi útflutning á sorpi? „Það er rétt. Til að jafna þær sveiflur var komið á fót Úrvinnslusjóði til að grafa ekki undan rekstrargrundvelli umhverfisvænnar starfsemi á borð við þessa þegar hrávörur eða gengi krónu sveiflast með óhagstæðum hætti. Þegar heildsali flytur inn til dæmis pappa greiðir hann endurvinnslugjald sem fer í þennan sjóð. Fyrirtæki sem koma pappírnum í endurvinnslu geta sótt fjármagn í þennan sjóð. Íslenska gámafélagið fær því greitt úr sjóðnum fyrir hvert kíló sem það kemur til endurvinnslu. Þessu til viðbótar fáum við einnig greitt fyrir flutning á vörunni ef það þarf að flytja hana um langan veg að næstu höfn. Hafnirnar eru þrjár. Á Akureyri, Reyðarfirði og Reykjavík. Þegar varan er sótt fáum við 10-15 krónur greiddar fyrir kílóið fyrir flutningsjöfnuð. Úrvinnslugjaldið er sömuleiðis 10-15 krónur á kílóið. Við fáum því allt að 30 krónur fyrir kílóið áður en varan hefur verið seld erlendis. Þetta á við um pappír, plast og spilliefni.“ Flytja út gullHvað er það verðmætasta sem þið flytjið út? „Gull er náttúrulega verðmætast. Gull er í örgjörvum og tölvum. Við söfnum örgjörvum og sendum í bræðslu. Þar fáum við úr því skorið hvað er mikið gull í sendingunni. En varan sem virðist hvað auðveldast að selja er bylgjupappír. Sá markaður er stöðugur. Það verður æ erfiðara að selja pappír eftir því sem hann er blandaðri. Það eru til dæmis ekki mikil verðmæti fólgin í dagblöðum. Eftir því sem við getum skilað frá okkur einsleitara efni fáum við meira fyrir það. Þess vegna skiptir öllu máli að koma vinnunni við flokkun til neytenda. Annars fer nánast allur ábatinn af sölunni í það að flokka. Því höfum við lagt áherslu á að fólk komist upp á lagið með að flokka. Það mun skila sér í ódýrari þjónustu til neytenda. “ Reykjavík stendur sig ekkiEru tækifæri í auknum einkarekstri í sorphirðu? „Það eru starfrækt tvö bákn. Annars vegar Reykjavíkurborg sem rekur stærstu sorphirðu landsins. Það skýtur skökku við að borgin skuli sinna þessum rekstri. Reka ruslabíla og annast starfsmannahald því tengt. Rekstur Reykjavíkurborgar á þessu sviði er ógagnsær og því er erfitt að átta sig á því hve dýr starfsemin er. Reykjavík er eitt fjögurra sveitarfélaga sem sinna þessu sjálf. Hin þrjú eru lítil sveitarfélög. Hvergi á landinu er flokkun vergi á landinu er flokkun til endurvinnslu verri en í Reykjavík. Höfuðborgin á að vera leiðandi á þessu sviði en þeir hafa ávallt verið lélegastir á þessum vettvangi. Við teljum að fyrr eða síðar muni Reykjavík sjá að sér og bjóða verkið út til verktaka og um leið draga úr kostnaði og bæta þjónustuna. Hins vegar ber að nefna Sorpu. Það er byggðasamlag sem rekið er af stærstu sveitarfélögum landsins. Sorpa býður út mikið af verkefnunum en er samt sem áður einnig á samkeppnismarkaði. Sorpa flytur út hráefni eins og pappír í samkeppni við einkafyrirtæki. Það er óeðlilegt og líta má á það með þeim augun að samkeppnisreksturinn sé niðurgreiddur af sveitarfélögum. Það er illa skilið á milli hvað er samkeppnisrekstur og hvað ekki hjá Sorpu. Sorpa ætti að draga sig úr þeirri starfsemi að vinna verðmæti úr úrgangi. Þegar Sorpa fær verðmæti eins og pappír ætti að koma honum til sérhæfðra fyrirtækja.“Færa má rök fyrir því að samkeppnisrekstur Sorpu sé niðurgreiddur af sveitarfélögunum að sögn Jóns.Vísir/VAlliAuður I í hluthafahópinn Árið 2013 gekk Auður I í hluthafahóp Íslenska gámafélagsins. „Fyrirtækið óx hratt á árunum fyrir hrun. Við yfirtókum fyrirtæki á fjögurra, fimm ára fresti. Því fylgdi skuldasöfnun. Það var því mikið högg fyrir efnahag félagsins þegar skuldir jukust um 120 prósent á einni nóttu við bankahrunið. Það tók okkur um fimm ár að vinna bug á þeim vanda. Það sem kom okkur í gegnum það var að reksturinn var ávallt í góðu horfi. Þegar skuldirnar bólgnuðu út þurftum við að hleypa fleirum inn í hluthafahópinn. Sem betur áttum við þann kost að velja úr hópi fjárfesta til að ganga til liðs við félagið og við völdum Auði I. Þegar litið er um öxl og til dómafordæma kemur í ljós að við greiddum alltof mikið af lánum til baka. En á þeim tíma áttum við engra annarra kosta völ. Við fórum ekki í dómsmál. Málinu lyktaði með þessum hætti og við fengum góða samstarfsmenn með okkur í lið. Auður I er ekki langtímafjárfestir heldur sjóður með vissan líftíma. Við hluthafarnir gerðum með okkur samkomulag um að þegar sjóðurinn þyrfti að selja sinn hlut myndum við gera það líka. Af þeim sökum er félagið allt til sölu.“Hvers vegna vilduð þið stofnendurnir selja ykkar hlut við sölu Auðar I? „Við teljum að það sé heppilegra fyrir nýja eigendur að eignast fyrirtækið í heild sinni. Við höfum átt félagið í 19 ár og það er dágóður tími.“Er ekki skrítin tilfinning að einhver annar fari að reka fyrirtækið þitt eftir allan þennan tíma? „Þegar þú hefur verið einráður innan fyrirtækis í öll þessi ár getur reynst erfitt að vera það ekki lengur. En ég hef haft aðlögunartíma. Ég hef verið í aðlögun í tvö ár þar sem ég hef smátt og smátt fjarlægst reksturinn. Við réðum nýjan forstjóra, Hauk Björnsson, fyrir tveimur og hálfu ári. Hugmyndin var að þjálfa einhvern góðan í starfið því ég tel það mikilvægt fyrir framtíð fyrirtækisins að hafa þjálfað upp góðan stjórnanda sem þekkir vel til. Þetta er nefnilega flókinn rekstur. Svo mun koma í ljós hvernig nýir eigendur vilja haga málum. Ég vann náið með honum sem starfandi stjórnarformaður þar til í febrúar en sit enn í stjórn Íslenska gámafélagsins.“ Tók við rekstri Vélasölunnar Jón Þórir keypti nýverið Vélasöluna ásamt viðskiptafélaga og tók við rekstri hennar í febrúar. Hann á aukinheldur stóran hlut í Ísorku. „Vélasalan er 78 ára gamalt fyrirtæki með mikla sögu í sjávarútvegi. Fyrirtækið stóð á tímamótum. Það var á seinni helmingi æviskeiðs síns. Það voru því mikil tækifæri til að koma inn í reksturinn og efla hann. Ég hef gaman af slíkri vinnu. Það mun taka tíma. Ísorka er lítið fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri rafhleðslustöðva fyrir rafbíla. Ég er því enn að sinna umhverfismálum. Eiginkona mín er líka í rekstri fyrirtækja. Hún rekur hótelið Frost og funa og veitingastaðinn Skyrgerðina í Hveragerði.“ Hjónin búa á Selfossi og Jón Þórir hefur alla tíð ekið í borgina til að sinna fyrirtækjarekstri. Hlutfall hagnaðar Íslenska gámafélagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, það er EBITDA, sem hlutfall af tekjum var 18-21 prósent á árunum fyrir hrun. Eftir hrun hefur hlutfallið verið 11-14 prósent. Fyrirtækið hagnaðist um 16 milljónir í fyrra og þrjár milljónir árið 2016. Eigið fé félagsins var 1,7 milljarðar króna við lok síðasta árs og eiginfjárhlutfallið 30 prósent.EBITDA-hlutfallið var mun hærra á árunum fyrir hrun en eftir hrun. Hvað veldur?„Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar hafði fyrirtækið ekki burði til að fjárfesta í nýjum tækjum á árunum eftir hrun. Það leiddi til þess að rekstrarkostnaður jókst. Á síðustu þremur árum höfum við fjárfest ríkulega í nýjum tækjum og því má gera ráð fyrir að hlutfallið muni batna í kjölfarið. Hins vegar fjárfestum við umtalsvert í innviðum með áherslu á ferla og tölvur. Við erum fyrsta ISO-vottaða fyrirtækið á okkar sviði. Það spilar einnig inn í að við nýttum tímann eftir hrun í ýmis þróunarverkefni. Sum þeirra báru ávöxt á meðan við urðum að hætta við önnur sem lagt hafði verið fé í. Það er stefnt að því að EBITDA-hlutfallið fari í 18-20 prósent, líkt og tíðkast erlendis hjá vel reknum fyrirtækjum á þessu sviði. Það þarf að fjárfesta myndarlega í tækjum og tólum í rekstri sem þessum og því þarf fyrirtækið að skila góðum EBITDA-hagnaði.“Gámaþjónustan stærsti keppinauturinnHverjir eru helstu keppinautar Íslenska gámafélagsins? „Gámaþjónustan er okkar stærsti keppinautur. Það er eini keppinauturinn sem býður upp á allsherjar lausn eins og við. Markaðshlutdeild fyrirtækjanna er sambærileg og fyrirtækin eru sambærileg að stærð. Við erum með meiri markaðshlutdeild varðandi þjónustu við sveitarfélög en Gámaþjónustan er stærri á fyrirtækjamarkaði. Við eigum einnig í harðri og virkri samkeppni við smærri fyrirtæki.“ Eru ekki umtalsverðar aðgangshindranir á markaðinn, er ekki dýrt að koma sér upp tækjum og tólum fyrir starfsemina? „Jú, ég held að það sé ástæða þess að það eru aðeins tvö fyrirtæki sem geta boðið upp á alla þjónustuna. En segjum sem svo að Reykjavíkurborg myndi bjóða út sorphirðu, þá þyrfti einungis að festa kaup á bílum og ráða mannskap. Aftur á móti þegar kemur að því að þjónusta fyrirtæki og flytja út flokkaðan úrgang þá þarf að kaupa dýra gáma og koma sér upp aðstöðu til að vinna vöruna. Það þarf þúsundir fermetra til að vinna vöruna, skemmur, tæki og tól. Það myndi kosta marga milljarða að kaupa öll tæki fyrirtækisins ný.“Er dýrt að endurvinna hráefni samanborið við að frumvinna það? „Í sumum tilfellum er mun ódýrara að endurvinna. Það er til dæmis mun ódýrara að endurvinna ál en að frumvinna það. Það þarf einungis að bræða það niður og koma á markað. Það er aftur á móti flókið ferli að endurvinna pappír og pappa en kostnaðurinn er svipaður og við frumvinnsluna. Frumvinnsla getur verið mun ódýrari því það þarf ekki að leita jafn langt eftir vörunni og orkusparnaður því mikill.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Um 25-30 prósent af tekjum Íslenska gámafélagsins má rekja til útflutnings. Einkum er um að ræða pappír, járn, plast og spilliefni. „Við breytum þessum úrgangi í verðmæti erlendis,“ segir Jón Þórir Frantzson, einn af stofnendum og stjórnarformaður fyrirtækisins. „Það fer fram mikil nýsköpun innan veggja fyrirtækisins. Við breytum matarolíu í lífdísil og knýjum bílana okkar áfram á því eldsneyti. Við framleiðum um 150 þúsund lítra af lífdísil á ári. Honum er blandað saman við dísil í hlutfallinu 5 til 20 prósent eftir því hvort það er vetur eða sumar. Það er frábær vara og er gott dæmi um það þegar vandamál er leyst með hugvitsamlegum hætti. Matarolía er eitt það versta sem getur farið í holræsakerfið því hún stíflar það. Ýmsir freistuðust til að hella henni í niðurföll vegna þess hve dýrt það er að losa sig við hana. Við hins vegar bjóðumst til að sækja matarolíu frítt á veitingastaði og stóreldhús og breytum henni í verðmæta vöru. Við kurlum enn fremur timbur sem járnblendiverksmiðjan Elkem nýtir sem eldivið og breytum lífrænum úrgangi í mold,“ segir hann. Hluthafar Íslenska gámafélagsins, eignarhaldsfélagið Gufunes og fagfjárfestasjóðurinn Auður I sem eiga félagið til helminga, hafa ákveðið að bjóða til sölu allt hlutafé félagsins. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hefur umsjón með söluferlinu. Gufunes er meðal annars í eigu Jóns Þóris, sem var um árabil forstjóri Íslenska gámafélagsins, Ólafs Thordersen, framkvæmdastjóra þjónustu, og Guðjóns Egilssonar, rekstrarstjóra á Suðurlandi. „Við höfum haldist í hendur alla tíð í hluthafahópi fyrirtækisins. Þeir kenndu mér allt sem ég kann enda höfðu þeir verið lengi í rusli, um 20 ár, þegar við stofnuðum fyrirtækið árið 1999,“ segir Jón Þórir. Tekjur Íslenska gámafélagsins hafa aukist að meðaltali um 11 prósent á ári frá árinu 2012 og námu þær 4,3 milljörðum króna í fyrra. Á sama tíma hefur hagvöxtur aukist um 4 prósent á ári. Raunar er reiknað með 14 prósenta vexti í ár samanborið við 19 prósenta vöxt í fyrra. „Það hefur verið mikil vakning varðandi flokkun úrgangs sem hefur drifið áfram vöxt Íslenska gámafélagsins. Bransinn hefur tekið stórstígum framförum á skömmum tíma. Áður fyrr var allt rusl óflokkað og það endaði í landfyllingu. Nú er algengt að fyrirtæki geti sett um 70-80 prósent af úrgangi í endurvinnslu. Íslenska gámafélagið hefur þróast frá því að vera ruslafyrirtæki í umhverfisfyrirtæki. Frá því að urða sorp í að endurvinna það. Það má líkja þessu við þróunina í fiskiðnaði. Það er sífellt verið að reyna að nýta fiskinn betur. Sama hugsun hefur náð fram að ganga varðandi úrgang. Viðskiptavinir fyrirtækja gera slíkar kröfur til þeirra. Fyrir vikið hefur verið mikill vöxtur hjá sorpfyrirtækjum. Heimilin eru ekki jafn framarlega á þessu sviði. En samt sem áður er stór hluti pappírs sem kemur til landsins endurunninn. Fyrirtæki eins og okkar nýtur góðs af þessari þróun. Við fáum í staðinn að fara með vöruna í urðun og fáum greitt fyrir það, bæði erlendis og hérlendis.“Ekki hálfnuð á þeirri vegferðGetur vöxturinn haldið áfram með svipuðum hætti á næstu árum? „Já. Það eru miklir möguleikar á þessu sviði. Það er spurn eftir því að losa sig við úrgang með æ umhverfisvænni hætti. Besta leiðin til þess er að vinna úr honum verðmæti eða gera hann að minnsta kosti ekki mengandi. Við erum ekki hálfnuð á þeirri vegferð. Veltan hefur nánast alltaf aukist á milli ára frá stofnun.“ Fyrirfram gaf ég mér að rekstur sveiflaðist í takt við hagsveifluna. Og þú myndir nefna að fram undan væri aukin einkaneysla og bygging íbúða sem myndar rusl? „Ég lít á aukin efnahagsleg umsvif sem bónus fyrir reksturinn en undirliggjandi er þörfin fyrir æ umhverfisvænni lausnir sem knýr áfram vöxtinn. Við verðum að hugsa betur um jörðina og tryggja að við séum ekki að bæta við mengunina. Við eigum nú þegar nóg af plasti fyrir næstu árþúsundin ef við myndum endurvinna allt plast sem fellur til.“Fyrirtækið er væntanlega háð verðþróun hrávara og gengi krónunnar varðandi útflutning á sorpi? „Það er rétt. Til að jafna þær sveiflur var komið á fót Úrvinnslusjóði til að grafa ekki undan rekstrargrundvelli umhverfisvænnar starfsemi á borð við þessa þegar hrávörur eða gengi krónu sveiflast með óhagstæðum hætti. Þegar heildsali flytur inn til dæmis pappa greiðir hann endurvinnslugjald sem fer í þennan sjóð. Fyrirtæki sem koma pappírnum í endurvinnslu geta sótt fjármagn í þennan sjóð. Íslenska gámafélagið fær því greitt úr sjóðnum fyrir hvert kíló sem það kemur til endurvinnslu. Þessu til viðbótar fáum við einnig greitt fyrir flutning á vörunni ef það þarf að flytja hana um langan veg að næstu höfn. Hafnirnar eru þrjár. Á Akureyri, Reyðarfirði og Reykjavík. Þegar varan er sótt fáum við 10-15 krónur greiddar fyrir kílóið fyrir flutningsjöfnuð. Úrvinnslugjaldið er sömuleiðis 10-15 krónur á kílóið. Við fáum því allt að 30 krónur fyrir kílóið áður en varan hefur verið seld erlendis. Þetta á við um pappír, plast og spilliefni.“ Flytja út gullHvað er það verðmætasta sem þið flytjið út? „Gull er náttúrulega verðmætast. Gull er í örgjörvum og tölvum. Við söfnum örgjörvum og sendum í bræðslu. Þar fáum við úr því skorið hvað er mikið gull í sendingunni. En varan sem virðist hvað auðveldast að selja er bylgjupappír. Sá markaður er stöðugur. Það verður æ erfiðara að selja pappír eftir því sem hann er blandaðri. Það eru til dæmis ekki mikil verðmæti fólgin í dagblöðum. Eftir því sem við getum skilað frá okkur einsleitara efni fáum við meira fyrir það. Þess vegna skiptir öllu máli að koma vinnunni við flokkun til neytenda. Annars fer nánast allur ábatinn af sölunni í það að flokka. Því höfum við lagt áherslu á að fólk komist upp á lagið með að flokka. Það mun skila sér í ódýrari þjónustu til neytenda. “ Reykjavík stendur sig ekkiEru tækifæri í auknum einkarekstri í sorphirðu? „Það eru starfrækt tvö bákn. Annars vegar Reykjavíkurborg sem rekur stærstu sorphirðu landsins. Það skýtur skökku við að borgin skuli sinna þessum rekstri. Reka ruslabíla og annast starfsmannahald því tengt. Rekstur Reykjavíkurborgar á þessu sviði er ógagnsær og því er erfitt að átta sig á því hve dýr starfsemin er. Reykjavík er eitt fjögurra sveitarfélaga sem sinna þessu sjálf. Hin þrjú eru lítil sveitarfélög. Hvergi á landinu er flokkun vergi á landinu er flokkun til endurvinnslu verri en í Reykjavík. Höfuðborgin á að vera leiðandi á þessu sviði en þeir hafa ávallt verið lélegastir á þessum vettvangi. Við teljum að fyrr eða síðar muni Reykjavík sjá að sér og bjóða verkið út til verktaka og um leið draga úr kostnaði og bæta þjónustuna. Hins vegar ber að nefna Sorpu. Það er byggðasamlag sem rekið er af stærstu sveitarfélögum landsins. Sorpa býður út mikið af verkefnunum en er samt sem áður einnig á samkeppnismarkaði. Sorpa flytur út hráefni eins og pappír í samkeppni við einkafyrirtæki. Það er óeðlilegt og líta má á það með þeim augun að samkeppnisreksturinn sé niðurgreiddur af sveitarfélögum. Það er illa skilið á milli hvað er samkeppnisrekstur og hvað ekki hjá Sorpu. Sorpa ætti að draga sig úr þeirri starfsemi að vinna verðmæti úr úrgangi. Þegar Sorpa fær verðmæti eins og pappír ætti að koma honum til sérhæfðra fyrirtækja.“Færa má rök fyrir því að samkeppnisrekstur Sorpu sé niðurgreiddur af sveitarfélögunum að sögn Jóns.Vísir/VAlliAuður I í hluthafahópinn Árið 2013 gekk Auður I í hluthafahóp Íslenska gámafélagsins. „Fyrirtækið óx hratt á árunum fyrir hrun. Við yfirtókum fyrirtæki á fjögurra, fimm ára fresti. Því fylgdi skuldasöfnun. Það var því mikið högg fyrir efnahag félagsins þegar skuldir jukust um 120 prósent á einni nóttu við bankahrunið. Það tók okkur um fimm ár að vinna bug á þeim vanda. Það sem kom okkur í gegnum það var að reksturinn var ávallt í góðu horfi. Þegar skuldirnar bólgnuðu út þurftum við að hleypa fleirum inn í hluthafahópinn. Sem betur áttum við þann kost að velja úr hópi fjárfesta til að ganga til liðs við félagið og við völdum Auði I. Þegar litið er um öxl og til dómafordæma kemur í ljós að við greiddum alltof mikið af lánum til baka. En á þeim tíma áttum við engra annarra kosta völ. Við fórum ekki í dómsmál. Málinu lyktaði með þessum hætti og við fengum góða samstarfsmenn með okkur í lið. Auður I er ekki langtímafjárfestir heldur sjóður með vissan líftíma. Við hluthafarnir gerðum með okkur samkomulag um að þegar sjóðurinn þyrfti að selja sinn hlut myndum við gera það líka. Af þeim sökum er félagið allt til sölu.“Hvers vegna vilduð þið stofnendurnir selja ykkar hlut við sölu Auðar I? „Við teljum að það sé heppilegra fyrir nýja eigendur að eignast fyrirtækið í heild sinni. Við höfum átt félagið í 19 ár og það er dágóður tími.“Er ekki skrítin tilfinning að einhver annar fari að reka fyrirtækið þitt eftir allan þennan tíma? „Þegar þú hefur verið einráður innan fyrirtækis í öll þessi ár getur reynst erfitt að vera það ekki lengur. En ég hef haft aðlögunartíma. Ég hef verið í aðlögun í tvö ár þar sem ég hef smátt og smátt fjarlægst reksturinn. Við réðum nýjan forstjóra, Hauk Björnsson, fyrir tveimur og hálfu ári. Hugmyndin var að þjálfa einhvern góðan í starfið því ég tel það mikilvægt fyrir framtíð fyrirtækisins að hafa þjálfað upp góðan stjórnanda sem þekkir vel til. Þetta er nefnilega flókinn rekstur. Svo mun koma í ljós hvernig nýir eigendur vilja haga málum. Ég vann náið með honum sem starfandi stjórnarformaður þar til í febrúar en sit enn í stjórn Íslenska gámafélagsins.“ Tók við rekstri Vélasölunnar Jón Þórir keypti nýverið Vélasöluna ásamt viðskiptafélaga og tók við rekstri hennar í febrúar. Hann á aukinheldur stóran hlut í Ísorku. „Vélasalan er 78 ára gamalt fyrirtæki með mikla sögu í sjávarútvegi. Fyrirtækið stóð á tímamótum. Það var á seinni helmingi æviskeiðs síns. Það voru því mikil tækifæri til að koma inn í reksturinn og efla hann. Ég hef gaman af slíkri vinnu. Það mun taka tíma. Ísorka er lítið fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri rafhleðslustöðva fyrir rafbíla. Ég er því enn að sinna umhverfismálum. Eiginkona mín er líka í rekstri fyrirtækja. Hún rekur hótelið Frost og funa og veitingastaðinn Skyrgerðina í Hveragerði.“ Hjónin búa á Selfossi og Jón Þórir hefur alla tíð ekið í borgina til að sinna fyrirtækjarekstri. Hlutfall hagnaðar Íslenska gámafélagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, það er EBITDA, sem hlutfall af tekjum var 18-21 prósent á árunum fyrir hrun. Eftir hrun hefur hlutfallið verið 11-14 prósent. Fyrirtækið hagnaðist um 16 milljónir í fyrra og þrjár milljónir árið 2016. Eigið fé félagsins var 1,7 milljarðar króna við lok síðasta árs og eiginfjárhlutfallið 30 prósent.EBITDA-hlutfallið var mun hærra á árunum fyrir hrun en eftir hrun. Hvað veldur?„Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar hafði fyrirtækið ekki burði til að fjárfesta í nýjum tækjum á árunum eftir hrun. Það leiddi til þess að rekstrarkostnaður jókst. Á síðustu þremur árum höfum við fjárfest ríkulega í nýjum tækjum og því má gera ráð fyrir að hlutfallið muni batna í kjölfarið. Hins vegar fjárfestum við umtalsvert í innviðum með áherslu á ferla og tölvur. Við erum fyrsta ISO-vottaða fyrirtækið á okkar sviði. Það spilar einnig inn í að við nýttum tímann eftir hrun í ýmis þróunarverkefni. Sum þeirra báru ávöxt á meðan við urðum að hætta við önnur sem lagt hafði verið fé í. Það er stefnt að því að EBITDA-hlutfallið fari í 18-20 prósent, líkt og tíðkast erlendis hjá vel reknum fyrirtækjum á þessu sviði. Það þarf að fjárfesta myndarlega í tækjum og tólum í rekstri sem þessum og því þarf fyrirtækið að skila góðum EBITDA-hagnaði.“Gámaþjónustan stærsti keppinauturinnHverjir eru helstu keppinautar Íslenska gámafélagsins? „Gámaþjónustan er okkar stærsti keppinautur. Það er eini keppinauturinn sem býður upp á allsherjar lausn eins og við. Markaðshlutdeild fyrirtækjanna er sambærileg og fyrirtækin eru sambærileg að stærð. Við erum með meiri markaðshlutdeild varðandi þjónustu við sveitarfélög en Gámaþjónustan er stærri á fyrirtækjamarkaði. Við eigum einnig í harðri og virkri samkeppni við smærri fyrirtæki.“ Eru ekki umtalsverðar aðgangshindranir á markaðinn, er ekki dýrt að koma sér upp tækjum og tólum fyrir starfsemina? „Jú, ég held að það sé ástæða þess að það eru aðeins tvö fyrirtæki sem geta boðið upp á alla þjónustuna. En segjum sem svo að Reykjavíkurborg myndi bjóða út sorphirðu, þá þyrfti einungis að festa kaup á bílum og ráða mannskap. Aftur á móti þegar kemur að því að þjónusta fyrirtæki og flytja út flokkaðan úrgang þá þarf að kaupa dýra gáma og koma sér upp aðstöðu til að vinna vöruna. Það þarf þúsundir fermetra til að vinna vöruna, skemmur, tæki og tól. Það myndi kosta marga milljarða að kaupa öll tæki fyrirtækisins ný.“Er dýrt að endurvinna hráefni samanborið við að frumvinna það? „Í sumum tilfellum er mun ódýrara að endurvinna. Það er til dæmis mun ódýrara að endurvinna ál en að frumvinna það. Það þarf einungis að bræða það niður og koma á markað. Það er aftur á móti flókið ferli að endurvinna pappír og pappa en kostnaðurinn er svipaður og við frumvinnsluna. Frumvinnsla getur verið mun ódýrari því það þarf ekki að leita jafn langt eftir vörunni og orkusparnaður því mikill.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira