Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2018 19:01 Harley-Davidson er einn þekktasti mótorhjólaframleiðandi heims. Vísir/EPA Mótorhjólaframleiðandinn Harley-Davidson ætlar að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum vegna tolla sem Evrópusambandið hefur lagt á innflutning á mótorhjólum hans. Tollarnir voru svar ESB við verndartollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta á innflutt ál og stál. Forsvarsmenn Harley-Davidson áætla að tollar ESB kosti fyrirtækið 90-100 milljónir dollara á ári. Verð á hverju mótorhjóli muni hækka um 2.200 dollara, jafnvirði um 238 þúsund íslenskra króna, í Evrópu vegna 25% tolls sem ESB hefur lagt á þau. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um fimm prósentustig í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið segist engu að síður ekki ætla að hækka verð til umboðsaðila þar sem það telur að slíkar verðhækkanir myndu valda skyndilegum og varanlegum skaða fyrir vörumerkið í Evrópu. Trump forseti vísaði til þjóðaröryggis þegar hann lagði verndartolla á evrópskt stál og ál. Tollunum er ennfremur ætlað að verja störf í Bandaríkjunum. Fram að þessu hafa tollarnir hins vegar haft þveröfug áhrif á starfsemi Harley-Davidson í Bandaríkjunum. Fyrir utan kostnaðinn af viðbrögðum ESB nú sögðu forsvarsmenn bifhjólaframleiðandans að tollarnir á innflutt stál og og ál myndu auka kostað um 15-20 milljónir dollara á þessu ári. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Mótorhjólaframleiðandinn Harley-Davidson ætlar að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum vegna tolla sem Evrópusambandið hefur lagt á innflutning á mótorhjólum hans. Tollarnir voru svar ESB við verndartollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta á innflutt ál og stál. Forsvarsmenn Harley-Davidson áætla að tollar ESB kosti fyrirtækið 90-100 milljónir dollara á ári. Verð á hverju mótorhjóli muni hækka um 2.200 dollara, jafnvirði um 238 þúsund íslenskra króna, í Evrópu vegna 25% tolls sem ESB hefur lagt á þau. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um fimm prósentustig í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið segist engu að síður ekki ætla að hækka verð til umboðsaðila þar sem það telur að slíkar verðhækkanir myndu valda skyndilegum og varanlegum skaða fyrir vörumerkið í Evrópu. Trump forseti vísaði til þjóðaröryggis þegar hann lagði verndartolla á evrópskt stál og ál. Tollunum er ennfremur ætlað að verja störf í Bandaríkjunum. Fram að þessu hafa tollarnir hins vegar haft þveröfug áhrif á starfsemi Harley-Davidson í Bandaríkjunum. Fyrir utan kostnaðinn af viðbrögðum ESB nú sögðu forsvarsmenn bifhjólaframleiðandans að tollarnir á innflutt stál og og ál myndu auka kostað um 15-20 milljónir dollara á þessu ári.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent