„Ekki Alþýðusambandið sem semur um laun þeirra tekjulægstu“ Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 24. júní 2018 13:47 Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í Sprengisandi í morgun að það séu takmörk fyrir því hversu lengi einn maður getur verið í þessu starfi. Gylfi segir að ASÍ hafi átt mikinn þátt í að leiða þjóðina út úr hruninu með samningum sínum við Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld á sínum tíma. Gylfi talar um reiði innan verkalýðshreyfingarinnar og að hverju hún beinist. „Ég tel ekki að þessi reiði beinist að því módeli sem við erum inn í, kjarabaráttu aðferðinni. Heldur hitt að bæði stjórnvöld í skattaákvörðunum eða barnabótum eða velferðarkerfi, atvinnurekendur að hluta, kjaradómur og hækkanir þar. Þetta er uppspretta reiðinnar að mínu mati sem þarf að taka á og þarf að leysa og lægja. Það getur vel verið að til þess þurfi átök á vinnumarkaði. Ég hef verið talsmaður þess. Ég var talsmaður þess til dæmis 2015 að taka dýpra á einfaldlega. Mér fannst stjórnmálin ekki vera að vinna eftir því módeli sem þau vilja fara og það tengist velferðarkerfinu og það tengist skattamálum. Nú hefur þetta æxlast þannig að mér gengur dálítið illa að fá þessa málefnalegu umræðu upp í hreyfingunni. Persóna mín einhvern veginn þvælist fyrir í því og Ragnar Þór og fleiri taka þetta með þessum hætti. Gott og vel. Ég hef legið svolítið undir feldi og ég hef ákveðið að framfylgja þessari aðferðarfræði minni að láta vita á síðasta miðstjórnardegi fyrir sumarleyfi og nota þá tímann til þess að leggja mat á þetta. Ekki bara þetta heldur líka hvað hreyfingin vill gera, því það er miklu stærra en ég og við sem skipum þessa forystu,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á að það er ekki Alþýðusambandið sem semur um laun þeirra tekjulægstu. „Í fyrsta lagi er það ekki Alþýðusambandið og forseti Alþýðusambandsins sem semur um laun þeirra tekjulægstu það er auðvitað starfsgreinasambandið sem er með þá stærstu hópa og líka verslunarmenn. Ef maður bara horfir á tölurnar í þessu að þá hefur Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið í samstarfi við þá verslunarmenn, bæði VR og Landssamband verslunarmanna, haft forgöngu um það. Það hefur á vettvangi Alþýðusambandsins notið stuðnings, þangað til 2015 reyndar þá klofnaði það. Það samningamódel gengur út á það að hækka meira þá tekjulægstu heldur en þá sem eru á meðaltekjunum,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á þá áfanga sem hafa náðst bara á þessu ári. „Til dæmis bara á þessu ári 1.maí hækkuðu lægstu laun um 7,2% en almenn laun um 3%. Það er fjögurra prósenta munur á því. Það er ekki hægt að segja það að við höfum ekki verið að hækka lægstu laun. Við höfum nákvæmlega verið að því. En vandinn og reiðin sprettur upp af því. Ég allavega met það þannig að verkalýðsfélögin og stéttarfélögin hafa sem sagt sameinast um þess stefnu. Það hefur að einhverju leyti verið í ágreiningi við háskólamenntaða og kennara því miður. Mér þykir það miður því ég held að sameiginleg ábyrgð okkar allra sé að sjá til þess að þeir tekjulægstu komist betur af. Þegar að stjórnvöld hækka skatta þeirra tekjulægstu, skeða barnabætur þeirra tekjulægstu, vaxtabætur, húsnæðisbætur, hvað eina það sem að fólk hefur þá líka í buddunni þá er það rétt að kaupmáttur þeirra hefur ekki fengið að vaxa í takt við það sem við væntum og ætluðum okkur. En það er ekki vegna þess að hreyfingin hafi brugðist. Það er vegna þess að stjórnmálin hafa brugðist. Það er mjög mikilvægt ef við ætlum að komast að niðurstöðu um það að lagfæra þetta að við verðum að laga þá hluti í bílnum sem eru bilaðir. Þess vegna hef ég verið talsmaður þess að taka fastar á í samskiptum við stjórnvöld,“ segir Gylfi. Hægt er að heyra viðtalið við Gylfa í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00 Drífa segir gott að lýðræðisbyltingin náði inn í ASÍ Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. 21. júní 2018 18:45 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í Sprengisandi í morgun að það séu takmörk fyrir því hversu lengi einn maður getur verið í þessu starfi. Gylfi segir að ASÍ hafi átt mikinn þátt í að leiða þjóðina út úr hruninu með samningum sínum við Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld á sínum tíma. Gylfi talar um reiði innan verkalýðshreyfingarinnar og að hverju hún beinist. „Ég tel ekki að þessi reiði beinist að því módeli sem við erum inn í, kjarabaráttu aðferðinni. Heldur hitt að bæði stjórnvöld í skattaákvörðunum eða barnabótum eða velferðarkerfi, atvinnurekendur að hluta, kjaradómur og hækkanir þar. Þetta er uppspretta reiðinnar að mínu mati sem þarf að taka á og þarf að leysa og lægja. Það getur vel verið að til þess þurfi átök á vinnumarkaði. Ég hef verið talsmaður þess. Ég var talsmaður þess til dæmis 2015 að taka dýpra á einfaldlega. Mér fannst stjórnmálin ekki vera að vinna eftir því módeli sem þau vilja fara og það tengist velferðarkerfinu og það tengist skattamálum. Nú hefur þetta æxlast þannig að mér gengur dálítið illa að fá þessa málefnalegu umræðu upp í hreyfingunni. Persóna mín einhvern veginn þvælist fyrir í því og Ragnar Þór og fleiri taka þetta með þessum hætti. Gott og vel. Ég hef legið svolítið undir feldi og ég hef ákveðið að framfylgja þessari aðferðarfræði minni að láta vita á síðasta miðstjórnardegi fyrir sumarleyfi og nota þá tímann til þess að leggja mat á þetta. Ekki bara þetta heldur líka hvað hreyfingin vill gera, því það er miklu stærra en ég og við sem skipum þessa forystu,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á að það er ekki Alþýðusambandið sem semur um laun þeirra tekjulægstu. „Í fyrsta lagi er það ekki Alþýðusambandið og forseti Alþýðusambandsins sem semur um laun þeirra tekjulægstu það er auðvitað starfsgreinasambandið sem er með þá stærstu hópa og líka verslunarmenn. Ef maður bara horfir á tölurnar í þessu að þá hefur Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið í samstarfi við þá verslunarmenn, bæði VR og Landssamband verslunarmanna, haft forgöngu um það. Það hefur á vettvangi Alþýðusambandsins notið stuðnings, þangað til 2015 reyndar þá klofnaði það. Það samningamódel gengur út á það að hækka meira þá tekjulægstu heldur en þá sem eru á meðaltekjunum,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á þá áfanga sem hafa náðst bara á þessu ári. „Til dæmis bara á þessu ári 1.maí hækkuðu lægstu laun um 7,2% en almenn laun um 3%. Það er fjögurra prósenta munur á því. Það er ekki hægt að segja það að við höfum ekki verið að hækka lægstu laun. Við höfum nákvæmlega verið að því. En vandinn og reiðin sprettur upp af því. Ég allavega met það þannig að verkalýðsfélögin og stéttarfélögin hafa sem sagt sameinast um þess stefnu. Það hefur að einhverju leyti verið í ágreiningi við háskólamenntaða og kennara því miður. Mér þykir það miður því ég held að sameiginleg ábyrgð okkar allra sé að sjá til þess að þeir tekjulægstu komist betur af. Þegar að stjórnvöld hækka skatta þeirra tekjulægstu, skeða barnabætur þeirra tekjulægstu, vaxtabætur, húsnæðisbætur, hvað eina það sem að fólk hefur þá líka í buddunni þá er það rétt að kaupmáttur þeirra hefur ekki fengið að vaxa í takt við það sem við væntum og ætluðum okkur. En það er ekki vegna þess að hreyfingin hafi brugðist. Það er vegna þess að stjórnmálin hafa brugðist. Það er mjög mikilvægt ef við ætlum að komast að niðurstöðu um það að lagfæra þetta að við verðum að laga þá hluti í bílnum sem eru bilaðir. Þess vegna hef ég verið talsmaður þess að taka fastar á í samskiptum við stjórnvöld,“ segir Gylfi. Hægt er að heyra viðtalið við Gylfa í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00 Drífa segir gott að lýðræðisbyltingin náði inn í ASÍ Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. 21. júní 2018 18:45 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00
Drífa segir gott að lýðræðisbyltingin náði inn í ASÍ Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. 21. júní 2018 18:45
Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent