Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2018 13:04 Forsíðan þykir áhrifarík. Vísir/Times Bandaríska tímaritið Time hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. Á því má sjá stúlku sem aðskilin var frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó, ásamt Donald Trump, starandi á hvort annað undir fyrirsögninni „Velkomin til Bandaríkjanna.“Myndirnar eru klipptar saman en upprunalega myndin sem stúlkan var á hefur vakið mikla athygli. Stúlkan á myndbandinu er tveggja ára gömul og er frá Hondúras og var ljósmyndin tekin þegar verið var að handtaka móður hennar fyrir að hafa komið ólöglega inn í Bandaríkin.Stúlkan er ein af um 2.300 börnum sem aðskilin var frá fjölskyldu sinni vegna umdeildrar stefnu Bandaríkastjórnar, stefnu sem Donald Trump tilkynnti að látið yrði af í gær,þótt enn sé alls óvíst hvað verðium þau börn sem þegar hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum, líkt og stúlkan á myndinni.Ljósmyndarinn sem tók ljósmyndina af stúlkunni heitir John Moore, sem meðal annars hefur unnið Pulitzer-verðlaunin fyrir ljósmyndir sínar. Á vefsíðu Time segir hann söguna á bak við myndina sem notuð var á forsíðu Time.„Þetta var mjög erfitt fyrir mig. Um leið og þessu var lokið voru þau keyrð í burtu. Ég þurfti að ná andanum. Það eina sem ég vildi gera var að taka hana upp. En ég gat það ekki,“ segir Moore um þær aðstæður sem voru fyrir hendi þegar ljósmyndin var tekin.Time fékk Moore til þess að útbúa forsíðuna sem sjá má hér að ofan. Ein af þeim myndum sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.Vísir/GettyHarðorður leiðari fylgir forsíðunniÍ leiðara sem fylgir forsíðunni og birtur er á vef Time er Trump borinn saman við forvera sína í starfi. Þar segir meðal annars að ljóst sé að Trump eigi erfitt með hugsjónir og háleitnar hugmyndir. Er tekið saman að frá því að Trump tók við embætti fyrir 18 mánuðum hafi hann notað orðið lýðræðið í færri en 100 skipti, orðið jafnrétti í tólf skipti og orðið mannréttindi aðeins tíu sinnum. Á sama tíma hafi Ronald Reagan, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 1980-1988 hafi notað orðið mannréttindi 48 sinnum í opinberum ræðum. Þá segir einnig í leiðara Times að með hverjum mánuði sem líður sé Trump að athuga hversu langt hann geti fært bandarísku þjóðina frá þeim grunnhugmyndum sem stofnendur ríkisins lögðu til grundvallar. Niðurstaða þeirra tilraunar Trump sé að sjá á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Leiðarann má lesa hér.TIME's new cover: A reckoning after Trump's border separation policy: What kind of country are we? https://t.co/U4Uf8bffoR pic.twitter.com/sBCMdHuPGc— TIME (@TIME) June 21, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Bandaríska tímaritið Time hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. Á því má sjá stúlku sem aðskilin var frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó, ásamt Donald Trump, starandi á hvort annað undir fyrirsögninni „Velkomin til Bandaríkjanna.“Myndirnar eru klipptar saman en upprunalega myndin sem stúlkan var á hefur vakið mikla athygli. Stúlkan á myndbandinu er tveggja ára gömul og er frá Hondúras og var ljósmyndin tekin þegar verið var að handtaka móður hennar fyrir að hafa komið ólöglega inn í Bandaríkin.Stúlkan er ein af um 2.300 börnum sem aðskilin var frá fjölskyldu sinni vegna umdeildrar stefnu Bandaríkastjórnar, stefnu sem Donald Trump tilkynnti að látið yrði af í gær,þótt enn sé alls óvíst hvað verðium þau börn sem þegar hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum, líkt og stúlkan á myndinni.Ljósmyndarinn sem tók ljósmyndina af stúlkunni heitir John Moore, sem meðal annars hefur unnið Pulitzer-verðlaunin fyrir ljósmyndir sínar. Á vefsíðu Time segir hann söguna á bak við myndina sem notuð var á forsíðu Time.„Þetta var mjög erfitt fyrir mig. Um leið og þessu var lokið voru þau keyrð í burtu. Ég þurfti að ná andanum. Það eina sem ég vildi gera var að taka hana upp. En ég gat það ekki,“ segir Moore um þær aðstæður sem voru fyrir hendi þegar ljósmyndin var tekin.Time fékk Moore til þess að útbúa forsíðuna sem sjá má hér að ofan. Ein af þeim myndum sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.Vísir/GettyHarðorður leiðari fylgir forsíðunniÍ leiðara sem fylgir forsíðunni og birtur er á vef Time er Trump borinn saman við forvera sína í starfi. Þar segir meðal annars að ljóst sé að Trump eigi erfitt með hugsjónir og háleitnar hugmyndir. Er tekið saman að frá því að Trump tók við embætti fyrir 18 mánuðum hafi hann notað orðið lýðræðið í færri en 100 skipti, orðið jafnrétti í tólf skipti og orðið mannréttindi aðeins tíu sinnum. Á sama tíma hafi Ronald Reagan, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 1980-1988 hafi notað orðið mannréttindi 48 sinnum í opinberum ræðum. Þá segir einnig í leiðara Times að með hverjum mánuði sem líður sé Trump að athuga hversu langt hann geti fært bandarísku þjóðina frá þeim grunnhugmyndum sem stofnendur ríkisins lögðu til grundvallar. Niðurstaða þeirra tilraunar Trump sé að sjá á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Leiðarann má lesa hér.TIME's new cover: A reckoning after Trump's border separation policy: What kind of country are we? https://t.co/U4Uf8bffoR pic.twitter.com/sBCMdHuPGc— TIME (@TIME) June 21, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15
Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33