Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. júní 2018 06:00 Gylfi Arnbjörnsson lætur af starfi forseta ASÍ í haust. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. Gylfi segir að harðnandi deilur innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu sem að miklu leyti hafi beinst gegn hans persónu hafi tekið á. „Það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávallt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna.“ Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar eru meðal þeirra sem eldað hafa grátt silfur við Gylfa að undanförnu. VR, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn lýstu yfir vantrausti á Gylfi nýverið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lögðu á fundinum í gær fram bréf þar sem þau tilkynntu að þau myndu sem áheyrnarfulltrúar sniðganga fundi miðstjórnar ASÍ fram á haust.Sjá einnig: Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Ástæðan var meðal annars sú að ljóst væri orðið að ekki yrði tekið tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og af orðræðunni innan miðstjórnarinnar að dæma væri ljóst að farið yrði að einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðafræði sem Gylfi hefði boðað. Gylfi hefur verið forseti ASÍ í tíu ár, en var fyrst kjörinn í október 2008 og endurkjörinn í fjórgang eftir það. Meðal þeirra sem deilt hafa hart á Gylfa undanfarin misseri er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég tel þetta vera mjög skynsamlega ákvörðun hjá forseta ASÍ og gefa nýrri forystu tækifæri til þess að leiða komandi baráttu,“ segir Vilhjálmur aðspurður um viðbrögð við tilkynningu Gylfa. „Nú er næsta verk hjá okkur sem erum með meirihluta innan ASÍ að finna einhvern kraftmikinn einstakling til að taka við þessu viðamikla embætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. Gylfi segir að harðnandi deilur innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu sem að miklu leyti hafi beinst gegn hans persónu hafi tekið á. „Það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávallt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna.“ Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar eru meðal þeirra sem eldað hafa grátt silfur við Gylfa að undanförnu. VR, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn lýstu yfir vantrausti á Gylfi nýverið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lögðu á fundinum í gær fram bréf þar sem þau tilkynntu að þau myndu sem áheyrnarfulltrúar sniðganga fundi miðstjórnar ASÍ fram á haust.Sjá einnig: Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Ástæðan var meðal annars sú að ljóst væri orðið að ekki yrði tekið tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og af orðræðunni innan miðstjórnarinnar að dæma væri ljóst að farið yrði að einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðafræði sem Gylfi hefði boðað. Gylfi hefur verið forseti ASÍ í tíu ár, en var fyrst kjörinn í október 2008 og endurkjörinn í fjórgang eftir það. Meðal þeirra sem deilt hafa hart á Gylfa undanfarin misseri er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég tel þetta vera mjög skynsamlega ákvörðun hjá forseta ASÍ og gefa nýrri forystu tækifæri til þess að leiða komandi baráttu,“ segir Vilhjálmur aðspurður um viðbrögð við tilkynningu Gylfa. „Nú er næsta verk hjá okkur sem erum með meirihluta innan ASÍ að finna einhvern kraftmikinn einstakling til að taka við þessu viðamikla embætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27